Fjögur ráðin í stjórnendateymi Helix Atli Ísleifsson skrifar 13. desember 2023 12:37 Hinir nýju stjórnendur hjá Helix. Aðsend Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir, Elfa Ólafsdóttir, Héðinn Jónsson og Gunnar Ingi Widnes Friðriksson hafa öll verið ráðin til starfa í stjórnendateymi Helix. Í tilkynningu kemur fram að Helix sé nýtt og sjálfstætt heilbrigðistæknifyrirtæki stofnað í kringum heilbrigðislausnir Origo. Markmið félagsins sé að flétta saman tækni, hugviti og innsæi til að bæta líf þeirra sem þiggja og veita heilbrigðisþjónustu. „Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir tekur við starfi mannauðstjóra Helix en hún hefur víðtæka reynslu af mannauðsstjórnun innan tæknigeirans, bæði hér á landi og erlendis. Ingibjörg starfaði áður sem breytingaleiðtogi innan Origo þar sem hún tók þátt í að leiða sjálfstæðisvegferð Helix en hún starfaði einnig um árabil hjá Spotify. Hún lauk viðskiptafræðidiplóma með áherslu á stjórnun frá International Business Academy en hún lagði einnig stund á viðskiptafræði í Háskólanum í Bifröst. Elfa Ólafsdóttir var ráðin sem markaðsstjóri Helix í október og mun hún stýra markaðsmálum og stefnumótun á vörumerki fyrirtækisins. Elfa sinnti áður markaðsmálum hjá heilbrigðistæknifyrirtækinu Sidekick Health og sem markaðsráðgjafi hjá Íslensku auglýsingastofunni. Elfa er hjúkrunarfræðingur að mennt og er einnig með meistaragráðu í alþjóða markaðssetningu frá Emerson College í Boston. Héðinn Jónsson var ráðinn sem sviðsstjóri Sögu í nóvember. Hann leiðir hópinn sem er ábyrgur fyrir þróun Sögu hugbúnaðarins. Saga er útbreiddasta rafræna sjúkraskrárkerfið á landinu og er notað á öllum helstu heilbrigðisstofnunum og heilsugæslum landsins, fjölda einkarekinna stöðva og á hjúkrunarheimilum. Héðinn hefur um 20 ára reynslu í velferðartæknigeiranum og starfaði áður hjá Sidekick Health og Landlæknisembættinu. Héðinn er menntaður sjúkraþjálfari og með MS-gráðu í heilsuhagfræði frá Háskóla Íslands. Gunnar Ingi Widnes Friðriksson var ráðinn sem tæknistjóri Helix í október og ber hann ábyrgð á að leiða stefnu Helix í tæknimálum. Gunnar hefur starfað í heilbrigðisupplýsingatæknimálum í 25 ár og var m.a. ráðgjafi fyrir hönd Íslands hjá Evrópusambandinu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni við ýmis heilbrigðistækniverkefni í Covid faraldrinum. Hann er með BSc gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni. Arna Harðardóttir er framkvæmdastjóri félagsins. Vistaskipti Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Helix sé nýtt og sjálfstætt heilbrigðistæknifyrirtæki stofnað í kringum heilbrigðislausnir Origo. Markmið félagsins sé að flétta saman tækni, hugviti og innsæi til að bæta líf þeirra sem þiggja og veita heilbrigðisþjónustu. „Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir tekur við starfi mannauðstjóra Helix en hún hefur víðtæka reynslu af mannauðsstjórnun innan tæknigeirans, bæði hér á landi og erlendis. Ingibjörg starfaði áður sem breytingaleiðtogi innan Origo þar sem hún tók þátt í að leiða sjálfstæðisvegferð Helix en hún starfaði einnig um árabil hjá Spotify. Hún lauk viðskiptafræðidiplóma með áherslu á stjórnun frá International Business Academy en hún lagði einnig stund á viðskiptafræði í Háskólanum í Bifröst. Elfa Ólafsdóttir var ráðin sem markaðsstjóri Helix í október og mun hún stýra markaðsmálum og stefnumótun á vörumerki fyrirtækisins. Elfa sinnti áður markaðsmálum hjá heilbrigðistæknifyrirtækinu Sidekick Health og sem markaðsráðgjafi hjá Íslensku auglýsingastofunni. Elfa er hjúkrunarfræðingur að mennt og er einnig með meistaragráðu í alþjóða markaðssetningu frá Emerson College í Boston. Héðinn Jónsson var ráðinn sem sviðsstjóri Sögu í nóvember. Hann leiðir hópinn sem er ábyrgur fyrir þróun Sögu hugbúnaðarins. Saga er útbreiddasta rafræna sjúkraskrárkerfið á landinu og er notað á öllum helstu heilbrigðisstofnunum og heilsugæslum landsins, fjölda einkarekinna stöðva og á hjúkrunarheimilum. Héðinn hefur um 20 ára reynslu í velferðartæknigeiranum og starfaði áður hjá Sidekick Health og Landlæknisembættinu. Héðinn er menntaður sjúkraþjálfari og með MS-gráðu í heilsuhagfræði frá Háskóla Íslands. Gunnar Ingi Widnes Friðriksson var ráðinn sem tæknistjóri Helix í október og ber hann ábyrgð á að leiða stefnu Helix í tæknimálum. Gunnar hefur starfað í heilbrigðisupplýsingatæknimálum í 25 ár og var m.a. ráðgjafi fyrir hönd Íslands hjá Evrópusambandinu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni við ýmis heilbrigðistækniverkefni í Covid faraldrinum. Hann er með BSc gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni. Arna Harðardóttir er framkvæmdastjóri félagsins.
Vistaskipti Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Sjá meira