Kalla á umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis Atli Ísleifsson skrifar 13. desember 2023 06:14 Ráðstefnan hefur staðið síðustu tvær vikurnar. EPA Ákall um umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis er að finna í nýjum drögum að lokayfirlýsingu COP28-loftslagsráðstefnunnar sem kynnt voru í nótt. Í nýju drögunum kemur ekkert fram um útfösun jarðefnaeldsneyta líkt og margir höfðu kallað og vonast eftir, en þetta er í fyrsta sinn í sögu loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna þar sem samkomulag er um að draga úr notkuninni. Í drögunum er viðurkennd þörfin fyrir mikilli og hraðri minnkun sem haldið verði við, sé ætlunin að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu. Ekki er ljóst hvort að nýju samkomulagsdrögin verði samþykkt, en enn er fundað í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem ráðstefnan fer fram. Öll 198 ríki heims þurfa að samþykkja drögin til að samkomulag náist. Boðað var til allsherjarfundar á ráðstefnunni sem hófst klukkan 5:30 að íslenskum tíma þar sem vonast er til að hægt verði að ná einróma samþykki sendinefnda ríkja heims. Just Released: The latest Global Stocktake Presidency Text https://t.co/w7spknkgdZ pic.twitter.com/kE5YaLutjF— COP28 UAE (@COP28_UAE) December 13, 2023 Í drögunum er kallað eftir því að með aðgerðum verði hægt að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Sendinefndir ríkja heims hafa fundað á ráðstefnunni í tæpar tvær vikur fundað til að ræða um hnattræna hlýnun og leiðir til að stemma stigu við þróuninni. Vestræn ríkja og láglend ríki hafa talað mest fyrir hörðum aðgerðum og hörðu orðalagi í drögum að lokayfirlýsingu ráðstefnunnar. Upphaflega stóð til að ráðstefnunni myndi ljúka í gær en deilan um orðalag varðandi jarðefnaeldsneyti hefur reynst erfið sem varð til þess að ráðstefnan hefur dregist. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bensín og olía Orkumál Tengdar fréttir Beðið milli vonar og ótta eftir lokayfirlýsingu COP 28 Lokadagur COP 28 loftslagsráðstefnunnar í Dubai er runninn upp og stefnt er að því að lokayfirlýsing ráðstefnunnar verði birt síðdegis. Formaður íslensku sendinefndarinnar segir að fundað hafi verið langt fram á nótt vegna deilna um orðlag um framtíð jarðefnaeldsneytis. Ríki hafi gengið svo langt að hóta því að segja sig frá ráðstefnunni. 12. desember 2023 13:20 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Í nýju drögunum kemur ekkert fram um útfösun jarðefnaeldsneyta líkt og margir höfðu kallað og vonast eftir, en þetta er í fyrsta sinn í sögu loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna þar sem samkomulag er um að draga úr notkuninni. Í drögunum er viðurkennd þörfin fyrir mikilli og hraðri minnkun sem haldið verði við, sé ætlunin að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu. Ekki er ljóst hvort að nýju samkomulagsdrögin verði samþykkt, en enn er fundað í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem ráðstefnan fer fram. Öll 198 ríki heims þurfa að samþykkja drögin til að samkomulag náist. Boðað var til allsherjarfundar á ráðstefnunni sem hófst klukkan 5:30 að íslenskum tíma þar sem vonast er til að hægt verði að ná einróma samþykki sendinefnda ríkja heims. Just Released: The latest Global Stocktake Presidency Text https://t.co/w7spknkgdZ pic.twitter.com/kE5YaLutjF— COP28 UAE (@COP28_UAE) December 13, 2023 Í drögunum er kallað eftir því að með aðgerðum verði hægt að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Sendinefndir ríkja heims hafa fundað á ráðstefnunni í tæpar tvær vikur fundað til að ræða um hnattræna hlýnun og leiðir til að stemma stigu við þróuninni. Vestræn ríkja og láglend ríki hafa talað mest fyrir hörðum aðgerðum og hörðu orðalagi í drögum að lokayfirlýsingu ráðstefnunnar. Upphaflega stóð til að ráðstefnunni myndi ljúka í gær en deilan um orðalag varðandi jarðefnaeldsneyti hefur reynst erfið sem varð til þess að ráðstefnan hefur dregist.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bensín og olía Orkumál Tengdar fréttir Beðið milli vonar og ótta eftir lokayfirlýsingu COP 28 Lokadagur COP 28 loftslagsráðstefnunnar í Dubai er runninn upp og stefnt er að því að lokayfirlýsing ráðstefnunnar verði birt síðdegis. Formaður íslensku sendinefndarinnar segir að fundað hafi verið langt fram á nótt vegna deilna um orðlag um framtíð jarðefnaeldsneytis. Ríki hafi gengið svo langt að hóta því að segja sig frá ráðstefnunni. 12. desember 2023 13:20 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Beðið milli vonar og ótta eftir lokayfirlýsingu COP 28 Lokadagur COP 28 loftslagsráðstefnunnar í Dubai er runninn upp og stefnt er að því að lokayfirlýsing ráðstefnunnar verði birt síðdegis. Formaður íslensku sendinefndarinnar segir að fundað hafi verið langt fram á nótt vegna deilna um orðlag um framtíð jarðefnaeldsneytis. Ríki hafi gengið svo langt að hóta því að segja sig frá ráðstefnunni. 12. desember 2023 13:20