Bjartsýnn að ná EM þrátt fyrir meiðsli sem há daglegu lífi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. desember 2023 09:00 Elvar Örn Jónsson leikur væntanlega ekki meira með Melsungen á árinu. getty/Andreas Gora Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handbolta, kveðst bjartsýnn á að vera klár í slaginn fyrir Evrópumótið í næsta mánuði. Hann glímir við erfið meiðsli sem há honum í daglegu lífi. Elvar tognaði á kvið þegar Melsungen vann Eisenach 24. nóvember og hefur misst af síðustu tveimur leikjum liðsins; stóru tapi fyrir Flensburg, 34-24, og jafntefli við Evrópumeistara Magdeburg, 29-29. „Ég er ekki enn byrjaður að hlaupa og er enn með verk þegar ég er að því. En frá viku til viku er ég alltaf að lagast smátt og smátt. Ég er alveg bjartsýnn á að þetta verði orðið gott fyrir mót,“ sagði Elvar í samtali við Vísi í gær. Hann gerir ekki ráð fyrir því að spila meira með Melsungen á árinu. „Líklega ekki. Það er of stutt. Þetta tekur kannski 2-3 vikur í viðbót til að lagast. Það er ekki búist við því að ég nái einhverjum leikjum í desember,“ sagði Elvar. Hvílir og æfir það sem hann getur Erfitt er að meðhöndla meiðsli á kvið og það hefur reynt á þolinmæði Elvars. „Það er voða lítið sem maður getur gert til að flýta batanum. Maður hvílir bara og æfi allt þar sem ég finn ekki verk; hjóla og lyfta eitthvað. En það er lítið annað sem ég get gert,“ sagði Elvar. „Ég finn fyrir þessu í daglegu lífi og það er líka erfitt að hvíla kviðinn. Maður þarf mikið að passa sig og hugsa um þetta dags daglega. En mér finnst þetta vera á góðri leið og vonandi get byrjað að hlaupa og spila handbolta sem fyrst.“ Elvar er vongóður um að geta leikið með íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi sem hefst 10. janúar. „Já, já. Ég hef alveg talað við lækna og sjúkraþjálfara og þeir búast við að ég muni ná EM. Það er full bjartsýnt að ná þessum síðustu leikjum fyrir jól en maður veit aldrei,“ sagði Elvar. Áfall að detta út Hann segir að það hafi verið sér mikið áfall að meiðast enda hefur hann spilað stórvel með Melsungen á tímabilinu og sennilega aldrei leikið betur á ferlinum. „Þetta var alveg áfall fyrir mér. Maður vildi mikið vera með í þessum síðustu tveimur leikjum, gegn Flensburg og Magdeburg, en svona er þetta,“ sagði Elvar að endingu. Þýski handboltinn EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Sjá meira
Elvar tognaði á kvið þegar Melsungen vann Eisenach 24. nóvember og hefur misst af síðustu tveimur leikjum liðsins; stóru tapi fyrir Flensburg, 34-24, og jafntefli við Evrópumeistara Magdeburg, 29-29. „Ég er ekki enn byrjaður að hlaupa og er enn með verk þegar ég er að því. En frá viku til viku er ég alltaf að lagast smátt og smátt. Ég er alveg bjartsýnn á að þetta verði orðið gott fyrir mót,“ sagði Elvar í samtali við Vísi í gær. Hann gerir ekki ráð fyrir því að spila meira með Melsungen á árinu. „Líklega ekki. Það er of stutt. Þetta tekur kannski 2-3 vikur í viðbót til að lagast. Það er ekki búist við því að ég nái einhverjum leikjum í desember,“ sagði Elvar. Hvílir og æfir það sem hann getur Erfitt er að meðhöndla meiðsli á kvið og það hefur reynt á þolinmæði Elvars. „Það er voða lítið sem maður getur gert til að flýta batanum. Maður hvílir bara og æfi allt þar sem ég finn ekki verk; hjóla og lyfta eitthvað. En það er lítið annað sem ég get gert,“ sagði Elvar. „Ég finn fyrir þessu í daglegu lífi og það er líka erfitt að hvíla kviðinn. Maður þarf mikið að passa sig og hugsa um þetta dags daglega. En mér finnst þetta vera á góðri leið og vonandi get byrjað að hlaupa og spila handbolta sem fyrst.“ Elvar er vongóður um að geta leikið með íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi sem hefst 10. janúar. „Já, já. Ég hef alveg talað við lækna og sjúkraþjálfara og þeir búast við að ég muni ná EM. Það er full bjartsýnt að ná þessum síðustu leikjum fyrir jól en maður veit aldrei,“ sagði Elvar. Áfall að detta út Hann segir að það hafi verið sér mikið áfall að meiðast enda hefur hann spilað stórvel með Melsungen á tímabilinu og sennilega aldrei leikið betur á ferlinum. „Þetta var alveg áfall fyrir mér. Maður vildi mikið vera með í þessum síðustu tveimur leikjum, gegn Flensburg og Magdeburg, en svona er þetta,“ sagði Elvar að endingu.
Þýski handboltinn EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Sjá meira