Vopnahlé strax! Andrés Ingi Jónsson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Björn Leví Gunnarsson, Gísli Rafn Ólafsson, Halldóra Mogensen og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifa 12. desember 2023 11:45 Þann 9. nóvember síðastliðinn samþykkti Alþingi Íslendinga ályktun þar sem kallað var eftir tafarlausu vopnahléi á Gazasvæðinu og allar aðgerðir Ísraels sem brjóta gegn alþjóðalögum fordæmdar. Ályktunin var samþykkt í kjölfar hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslu um ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé af mannúðarástæðum, sem samþykkt var með 120 atkvæðum þann 27. október. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einnig ályktun um mannúðarhlé þann 15. nóvember. Ályktunin er bindandi fyrir aðildarríki, en var hunsuð af Ísrael. Frá því að þessar ályktanir voru samþykktar hefur Ísrael haldið áfram linnulausum árásum á saklausa borgara Palestínu, myrt þúsundir til viðbótar og gjöreyðilagt nauðsynlega innviði sem verndaðir eru samkvæmt alþjóðalögum. Ísraelskir ráðamenn hafa lýst einbeittum ásetningi til að jafna Gaza við jörðu. Ráðherrar ríkisstjórnar Íslands segjast hafa talað skýrt á alþjóðavettvangi. En það er ekki nóg. Við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að stöðva þjóðarmorðið sem verið er að fremja fyrir augum alheimsins. Okkur hryllir við skeytingarleysi ísraelskra stjórnvalda gagnvart alþjóðalögum sem eiga að vernda almenna borgara og grunninnviði þá sem tryggja þeim lífsskilyrði. Íbúar á Vesturbakkanum í Palestínu fara heldur ekki varhluta af stríðinu, en ofbeldi gegn þeim af hálfu ísraelskra hersins og landtökufólks hefur farið stigvaxandi undanfarnar vikur og mánuði. Það er því miður ekkert nýtt að Palestína logi í stríðsátökum. Árið 2014 ritaði Katrín Jakobsdóttir grein um aðra árásarhrinu Ísraelshers á Gaza, þar sem yfir tvö þúsund manns létu lífið og sagði meðal annars: „Þegar börn eru stráfelld getur alþjóðasamfélagið ekki setið hjá. [...] Ef ekkert lát verður á ofbeldisverkum Ísraels og ríkið heldur áfram að brjóta alþjóðalög og almenn mannréttindi hlýtur sú spurning einnig að vakna hvort rétt sé að slíta stjórnmálasambandi.“ Ári síðar samþykkti landsfundur Vinstri grænna ályktun um að Ísland ætti að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Þegar Katrín skrifaði greinina var hún óbreyttur þingmaður í stjórnarandstöðu. Í dag leiðir hún ríkisstjórn landsins sem forsætisráðherra, en lítið hefur farið fyrir þessari afstöðu síðan hún tók við því keflinu. Þá höfðu yfir 2000 manneskjur látið lífið. Þegar þessi orð eru skrifuð hafa yfir 17.000 manns verið drepin á Gaza, saklausir borgarar í miklum meirihluta og yfir helmingur þeirra börn. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ber skylda til þess að fylgja eftir ályktun Alþingis af fullum þunga. Á meðan ríkisstjórnin tekur ekki skýra afstöðu með markvissum aðgerðum og krefst þess að ísraelsk stjórnvöld láti af árásum sínum og fylgi alþjóðalögum er Ísland meðsekt í hryllingnum á Gaza. Fólk kann að halda því fram að litla Ísland hafi engin áhrif í stóra samhenginu, en lítil þúfa getur velt þungu hlassi, jafnvel á alþjóðavettvangi. Þannig var Ísland fyrst vestrænna ríkja til þess að viðurkenna sjálfstæði Palestínu, og önnur ríki fylgdu á eftir. Þó viðskipti okkar við Ísrael marki ekki stóran hluta ísraelsks efnahagslífs getur Ísland sett sterkt fordæmi sem aðrar þjóðir gætu fylgt. Íslensk stjórnvöld gætu einnig einhliða eflt stuðning við palestínskt flóttafólk með því að virkja 44. gr. útlendingalaga um fjöldaflótta líkt og gert hefur verið fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Dugleysi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur gagnvart stríðsglæpum og þjóðernishreinsunum ísraelskra stjórnvalda er ekki í okkar nafni. Við fordæmum meðvirkni með aðför sem mannréttindasérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa lýst sem þjóðarmorði. Okkur ber sem fullvalda ríki bæði siðferðileg og þjóðréttarleg skylda til þess að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir frekari blóðsúthellingar. Þingflokkur Pírata skorar á ríkisstjórnina að sýna frumkvæði í nafni framvarðarhlutverks Íslands í þágu mannréttinda, grípa til tafarlausra aðgerða til að koma á vopnahléi án tafar, stöðva frekari stríðsglæpi og mögulegt þjóðarmorð fyrir botni Miðjarðarhafs, með öllum tiltækum ráðum. Við krefjumst þess að ríkisstjórnin: Endurskoði stjórnmálasamband sitt við Ísrael. Grípi strax til viðskiptaþvingana og hvetji önnur ríki til þess að gera slíkt hið sama. Virki 44. grein útlendingalaga um fjöldaflótta til þess að auðvelda komu flóttafólks frá Palestínu til landsins og tryggja þeim vernd. Þegar allt kemur til alls skiptir öllu máli að koma á friði. Frjáls Palestína! Höfundar eru þingmenn Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Andrés Ingi Jónsson Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Björn Leví Gunnarsson Gísli Rafn Ólafsson Halldóra Mogensen Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Píratar Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þann 9. nóvember síðastliðinn samþykkti Alþingi Íslendinga ályktun þar sem kallað var eftir tafarlausu vopnahléi á Gazasvæðinu og allar aðgerðir Ísraels sem brjóta gegn alþjóðalögum fordæmdar. Ályktunin var samþykkt í kjölfar hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslu um ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé af mannúðarástæðum, sem samþykkt var með 120 atkvæðum þann 27. október. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einnig ályktun um mannúðarhlé þann 15. nóvember. Ályktunin er bindandi fyrir aðildarríki, en var hunsuð af Ísrael. Frá því að þessar ályktanir voru samþykktar hefur Ísrael haldið áfram linnulausum árásum á saklausa borgara Palestínu, myrt þúsundir til viðbótar og gjöreyðilagt nauðsynlega innviði sem verndaðir eru samkvæmt alþjóðalögum. Ísraelskir ráðamenn hafa lýst einbeittum ásetningi til að jafna Gaza við jörðu. Ráðherrar ríkisstjórnar Íslands segjast hafa talað skýrt á alþjóðavettvangi. En það er ekki nóg. Við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að stöðva þjóðarmorðið sem verið er að fremja fyrir augum alheimsins. Okkur hryllir við skeytingarleysi ísraelskra stjórnvalda gagnvart alþjóðalögum sem eiga að vernda almenna borgara og grunninnviði þá sem tryggja þeim lífsskilyrði. Íbúar á Vesturbakkanum í Palestínu fara heldur ekki varhluta af stríðinu, en ofbeldi gegn þeim af hálfu ísraelskra hersins og landtökufólks hefur farið stigvaxandi undanfarnar vikur og mánuði. Það er því miður ekkert nýtt að Palestína logi í stríðsátökum. Árið 2014 ritaði Katrín Jakobsdóttir grein um aðra árásarhrinu Ísraelshers á Gaza, þar sem yfir tvö þúsund manns létu lífið og sagði meðal annars: „Þegar börn eru stráfelld getur alþjóðasamfélagið ekki setið hjá. [...] Ef ekkert lát verður á ofbeldisverkum Ísraels og ríkið heldur áfram að brjóta alþjóðalög og almenn mannréttindi hlýtur sú spurning einnig að vakna hvort rétt sé að slíta stjórnmálasambandi.“ Ári síðar samþykkti landsfundur Vinstri grænna ályktun um að Ísland ætti að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Þegar Katrín skrifaði greinina var hún óbreyttur þingmaður í stjórnarandstöðu. Í dag leiðir hún ríkisstjórn landsins sem forsætisráðherra, en lítið hefur farið fyrir þessari afstöðu síðan hún tók við því keflinu. Þá höfðu yfir 2000 manneskjur látið lífið. Þegar þessi orð eru skrifuð hafa yfir 17.000 manns verið drepin á Gaza, saklausir borgarar í miklum meirihluta og yfir helmingur þeirra börn. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ber skylda til þess að fylgja eftir ályktun Alþingis af fullum þunga. Á meðan ríkisstjórnin tekur ekki skýra afstöðu með markvissum aðgerðum og krefst þess að ísraelsk stjórnvöld láti af árásum sínum og fylgi alþjóðalögum er Ísland meðsekt í hryllingnum á Gaza. Fólk kann að halda því fram að litla Ísland hafi engin áhrif í stóra samhenginu, en lítil þúfa getur velt þungu hlassi, jafnvel á alþjóðavettvangi. Þannig var Ísland fyrst vestrænna ríkja til þess að viðurkenna sjálfstæði Palestínu, og önnur ríki fylgdu á eftir. Þó viðskipti okkar við Ísrael marki ekki stóran hluta ísraelsks efnahagslífs getur Ísland sett sterkt fordæmi sem aðrar þjóðir gætu fylgt. Íslensk stjórnvöld gætu einnig einhliða eflt stuðning við palestínskt flóttafólk með því að virkja 44. gr. útlendingalaga um fjöldaflótta líkt og gert hefur verið fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Dugleysi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur gagnvart stríðsglæpum og þjóðernishreinsunum ísraelskra stjórnvalda er ekki í okkar nafni. Við fordæmum meðvirkni með aðför sem mannréttindasérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa lýst sem þjóðarmorði. Okkur ber sem fullvalda ríki bæði siðferðileg og þjóðréttarleg skylda til þess að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir frekari blóðsúthellingar. Þingflokkur Pírata skorar á ríkisstjórnina að sýna frumkvæði í nafni framvarðarhlutverks Íslands í þágu mannréttinda, grípa til tafarlausra aðgerða til að koma á vopnahléi án tafar, stöðva frekari stríðsglæpi og mögulegt þjóðarmorð fyrir botni Miðjarðarhafs, með öllum tiltækum ráðum. Við krefjumst þess að ríkisstjórnin: Endurskoði stjórnmálasamband sitt við Ísrael. Grípi strax til viðskiptaþvingana og hvetji önnur ríki til þess að gera slíkt hið sama. Virki 44. grein útlendingalaga um fjöldaflótta til þess að auðvelda komu flóttafólks frá Palestínu til landsins og tryggja þeim vernd. Þegar allt kemur til alls skiptir öllu máli að koma á friði. Frjáls Palestína! Höfundar eru þingmenn Pírata.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar