Nýjasta stjarna Dallas Cowboys liðsins kom úr óvæntri átt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2023 12:00 Brandon Aubrey hefur slegið í gegn hjá Dallas Cowboys liðinu. Getty/Richard Rodriguez Saga sparkarans Brandon Aubrey er stórmerkileg en hann setti tvö NFL-met i sigri Dallas Cowboys liðsins á sunnudaginn. Fyrir aðeins fjórum árum síðan hafði Aubrey gefist upp á fótboltaferli sínum og fór þess í stað að læra að verða hugbúnaðarverkfræðingur. Þar eru við að tala um það sem við Evrópubúar köllum fótbolta en ekki fótbolta þeirra Bandaríkjamanna sem er er hér auðvitað bara kallaður amerískur fótbolti. Aubrey hafði verið valin í nýliðvalinu fyrir bandarísku MLS-fótboltadeildina árið 2017 en spilaði þó bara fyrir varalið félagsins. Before setting NFL records, Brandon Aubrey was a FIRST ROUND PICK in the MLS draft pic.twitter.com/MDLOqUoL8b— Bleacher Report (@BleacherReport) December 11, 2023 Hann spilaði síðan eitt tímabil með Bethlehem Steel FC í United Soccer League. Árið 2018 hætti hann í fótboltanum og hóf nám í hugbúnaðarverkfræði við Notre Dame háskólann. Árið 2019 var hann að horfa á leik í NFL-deildinni þegar sparkari í leiknum klikkaði á vallarmarkstilraun. Konan hans sagði þá við hann: „Þú gætir gert þetta.“ Frá 2019 til 2022 þá æfði Aubrey þrisvar í viku með þjálfaranum Brian Egan sem sérhæfir sig í að þjálfa sparkara í ameríska fótboltanum. Egan vann lengi hjá Mississippi State háskólanum. Brandon Aubrey was a software engineer before becoming a kicker in the USFL Now? He s 28-28 as the kicker of the #CowboysHe s the first kicker in NFL history to kick two field goals of 59 or more yards in the same game.The Cowboys signed a superstar off the streets pic.twitter.com/jRaURg89YZ— JPAFootball (@jasrifootball) December 11, 2023 Aubrey fékk síðan samning hjá Birmingham Stallions í USFL deildinni og spilaði í tvö tímabil í deildinni með góðum árangri. Hann fékk síðan í framhaldinu samning hjá stórliði Dallas Cowboys í sumar. Aubrey hefur nú spilað þrettán leiki með Dallas liðinu og skorað úr öllum þrjátíu vallarmarkstilraunum sínum. Því hefur enginn náð frá upphafi ferils síns í sögu NFL. Í frábærum sigri á Philadelphia Eagles á sunnudaginn setti hann annað met með því að verða fyrsti sparkarinn til að skora tvö vallarmörk af 59 jarda færi eða lengra, í sama leiknum. Fyrir nokkrum árum sat hann í sófanum og horfði á NFL leik en nú er hann einn af stjörnuleikmönnum Dallas Cowboys liðsins og farinn að slá NFL-met. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports) NFL Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Fyrir aðeins fjórum árum síðan hafði Aubrey gefist upp á fótboltaferli sínum og fór þess í stað að læra að verða hugbúnaðarverkfræðingur. Þar eru við að tala um það sem við Evrópubúar köllum fótbolta en ekki fótbolta þeirra Bandaríkjamanna sem er er hér auðvitað bara kallaður amerískur fótbolti. Aubrey hafði verið valin í nýliðvalinu fyrir bandarísku MLS-fótboltadeildina árið 2017 en spilaði þó bara fyrir varalið félagsins. Before setting NFL records, Brandon Aubrey was a FIRST ROUND PICK in the MLS draft pic.twitter.com/MDLOqUoL8b— Bleacher Report (@BleacherReport) December 11, 2023 Hann spilaði síðan eitt tímabil með Bethlehem Steel FC í United Soccer League. Árið 2018 hætti hann í fótboltanum og hóf nám í hugbúnaðarverkfræði við Notre Dame háskólann. Árið 2019 var hann að horfa á leik í NFL-deildinni þegar sparkari í leiknum klikkaði á vallarmarkstilraun. Konan hans sagði þá við hann: „Þú gætir gert þetta.“ Frá 2019 til 2022 þá æfði Aubrey þrisvar í viku með þjálfaranum Brian Egan sem sérhæfir sig í að þjálfa sparkara í ameríska fótboltanum. Egan vann lengi hjá Mississippi State háskólanum. Brandon Aubrey was a software engineer before becoming a kicker in the USFL Now? He s 28-28 as the kicker of the #CowboysHe s the first kicker in NFL history to kick two field goals of 59 or more yards in the same game.The Cowboys signed a superstar off the streets pic.twitter.com/jRaURg89YZ— JPAFootball (@jasrifootball) December 11, 2023 Aubrey fékk síðan samning hjá Birmingham Stallions í USFL deildinni og spilaði í tvö tímabil í deildinni með góðum árangri. Hann fékk síðan í framhaldinu samning hjá stórliði Dallas Cowboys í sumar. Aubrey hefur nú spilað þrettán leiki með Dallas liðinu og skorað úr öllum þrjátíu vallarmarkstilraunum sínum. Því hefur enginn náð frá upphafi ferils síns í sögu NFL. Í frábærum sigri á Philadelphia Eagles á sunnudaginn setti hann annað met með því að verða fyrsti sparkarinn til að skora tvö vallarmörk af 59 jarda færi eða lengra, í sama leiknum. Fyrir nokkrum árum sat hann í sófanum og horfði á NFL leik en nú er hann einn af stjörnuleikmönnum Dallas Cowboys liðsins og farinn að slá NFL-met. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports)
NFL Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira