Slátrun en ekki stríð – brúðuleikhús BNA Pétur Heimisson skrifar 12. desember 2023 06:30 Það geisar ekki „stríð“ á Gaza þessa dagana. Stríð há herir og þau eru á milli herja. Hörmungarnar í Gaza eru einhliða slátrun, morð á morð ofan og að umtalsverðu leyti börn sem eru drepin. Slátrararnir ísraelskir hermenn, að miklu leyti ungt fólk, stýrt af gömlum körlum heima í Ísrael, körlum sem ráða yfir einum sterkasta her heimsins. Gegndarlaus dráp Ísraelshers hófust í kjölfar óafsakanlegra og hræðilegra voðaverka Hamas sem réðust inn í Ísrael, drápu og rændu saklausu fólki. Forsagan er mikið lengri og hófst í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Þá áttu Bandaríkin sinn stóra þátt í stofnun Ísraelsríkis þegar Gyðingum, fórnarlömbum nasista, var gefið land hvar aðrir bjuggu fyrir. Þar réðu bandarískir hagsmunir. Ekki þó hagsmunir almennings, heldur hins kapítalíska kerfis sem þar í landi ræður öllu og gerir þá ríku ríkari og fátækari fátækari. Þessa stefnu hafa Bandaríkin æ síðan útfært víða um heiminn, enda eru þau fremur HLUTAfélag en SAMfélag og þau eru ótrúlega mörg sem eiga ekki hlut í því félagi. Þetta hefur ráðið för gagnvart Ísrael og Palestínu allar götur síðan. „Bandarískir hagsmunir“ ráða för þeir hafa verið réttlæting og drifkraftur margra svokallaðra stríða frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Opinber réttlæting hefur verið í formi alls kyns fagurgala og hreinna lyga, en að tjaldabaki kúrðu mis augljósir „bandarískir hagsmunir“. Tökum dæmi. Mín kynslóð ólst upp við Víetnamstríð, viðbjóð sem stóð árum saman og var algjörlega á ábyrgð og í boði Bandaríkjanna. Salvador Allende, þjóðkjörnum forseta Chile, var steypt af stóli 1973, herforingjum komið til valda og óæskilegar raddir þúsunda saklausra borgara þaggaðar með fangelsunum, pyntingum og morðum, allt gert með velþóknun og tilstyrk Bandaríkjanna og vegna bandarískra hagsmuna. Ráðherrarnir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson tóku ákvörðun, án samráðs, um stuðning við innrás í Írak. Því áttum við Íslendingar beina aðild að innrás bandarísks hers í Írak árið 2003 þar sem tugir til hundruð þúsunda almennra borgara voru drepnir. Réttlæting bandarískra stjórnvalda var að Írakar ættu gereyðingarvopn, sem reyndust sviðsettar lygar. Listi yfir árásir og ofbeldi í boði Bandaríkjanna er mun lengri og verðskuldar sérstök skrif. Að fjarstýra barnadrápum Ofbeldisverk Ísraelshers, ekki ísraelsku þjóðarinnar, undanfarna 2 mánuði verða ekki réttlæt sem sjálfsvörn vegna voðaverka Hamas þann 7. október sl. Þau eru þaulskipulögð dráp á saklausu fólki og annað markmið en þjóðarmorð vandséð. Allt þetta gerist þar sem Bandaríkin, með stuðningi sínum, leyfa því að gerast. Nú síðast með neitunarvaldi, þegar António Guterres freistaði þess að ná fram vopnahléi. Í aðdraganda innrásar í Írak fóru Bandaríkin að nota orðaleppinn „öxulveldi hins illa“. Verðskuldi eitthvert ríki og standi undir þeirri nafngift þá eru það Bandaríkin sjálf, ekki bandarískur almenningur, heldur þarlend stjórnvöld. Allt þetta þarf að segja, tala um og fordæma. Skipting okkar Íslendinga í fylkingar með og á móti Nató má ekki verða til þess að við segjum þetta ekki hátt og skýrt bæði við og um Bandaríkin. Ef við gerum það ekki þá erum við að horfa fram hjá því að það er með leyfi og liðstyrk bandarískra stjórnvalda sem Gaza hefur verið breytt í sláturhús sem kalla má fjarstýrt blóði drifið bandarískt brúðuleikhús. Höfundur er læknir og situr í stjórn VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Ísrael Pétur Heimisson Mest lesið Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það geisar ekki „stríð“ á Gaza þessa dagana. Stríð há herir og þau eru á milli herja. Hörmungarnar í Gaza eru einhliða slátrun, morð á morð ofan og að umtalsverðu leyti börn sem eru drepin. Slátrararnir ísraelskir hermenn, að miklu leyti ungt fólk, stýrt af gömlum körlum heima í Ísrael, körlum sem ráða yfir einum sterkasta her heimsins. Gegndarlaus dráp Ísraelshers hófust í kjölfar óafsakanlegra og hræðilegra voðaverka Hamas sem réðust inn í Ísrael, drápu og rændu saklausu fólki. Forsagan er mikið lengri og hófst í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Þá áttu Bandaríkin sinn stóra þátt í stofnun Ísraelsríkis þegar Gyðingum, fórnarlömbum nasista, var gefið land hvar aðrir bjuggu fyrir. Þar réðu bandarískir hagsmunir. Ekki þó hagsmunir almennings, heldur hins kapítalíska kerfis sem þar í landi ræður öllu og gerir þá ríku ríkari og fátækari fátækari. Þessa stefnu hafa Bandaríkin æ síðan útfært víða um heiminn, enda eru þau fremur HLUTAfélag en SAMfélag og þau eru ótrúlega mörg sem eiga ekki hlut í því félagi. Þetta hefur ráðið för gagnvart Ísrael og Palestínu allar götur síðan. „Bandarískir hagsmunir“ ráða för þeir hafa verið réttlæting og drifkraftur margra svokallaðra stríða frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Opinber réttlæting hefur verið í formi alls kyns fagurgala og hreinna lyga, en að tjaldabaki kúrðu mis augljósir „bandarískir hagsmunir“. Tökum dæmi. Mín kynslóð ólst upp við Víetnamstríð, viðbjóð sem stóð árum saman og var algjörlega á ábyrgð og í boði Bandaríkjanna. Salvador Allende, þjóðkjörnum forseta Chile, var steypt af stóli 1973, herforingjum komið til valda og óæskilegar raddir þúsunda saklausra borgara þaggaðar með fangelsunum, pyntingum og morðum, allt gert með velþóknun og tilstyrk Bandaríkjanna og vegna bandarískra hagsmuna. Ráðherrarnir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson tóku ákvörðun, án samráðs, um stuðning við innrás í Írak. Því áttum við Íslendingar beina aðild að innrás bandarísks hers í Írak árið 2003 þar sem tugir til hundruð þúsunda almennra borgara voru drepnir. Réttlæting bandarískra stjórnvalda var að Írakar ættu gereyðingarvopn, sem reyndust sviðsettar lygar. Listi yfir árásir og ofbeldi í boði Bandaríkjanna er mun lengri og verðskuldar sérstök skrif. Að fjarstýra barnadrápum Ofbeldisverk Ísraelshers, ekki ísraelsku þjóðarinnar, undanfarna 2 mánuði verða ekki réttlæt sem sjálfsvörn vegna voðaverka Hamas þann 7. október sl. Þau eru þaulskipulögð dráp á saklausu fólki og annað markmið en þjóðarmorð vandséð. Allt þetta gerist þar sem Bandaríkin, með stuðningi sínum, leyfa því að gerast. Nú síðast með neitunarvaldi, þegar António Guterres freistaði þess að ná fram vopnahléi. Í aðdraganda innrásar í Írak fóru Bandaríkin að nota orðaleppinn „öxulveldi hins illa“. Verðskuldi eitthvert ríki og standi undir þeirri nafngift þá eru það Bandaríkin sjálf, ekki bandarískur almenningur, heldur þarlend stjórnvöld. Allt þetta þarf að segja, tala um og fordæma. Skipting okkar Íslendinga í fylkingar með og á móti Nató má ekki verða til þess að við segjum þetta ekki hátt og skýrt bæði við og um Bandaríkin. Ef við gerum það ekki þá erum við að horfa fram hjá því að það er með leyfi og liðstyrk bandarískra stjórnvalda sem Gaza hefur verið breytt í sláturhús sem kalla má fjarstýrt blóði drifið bandarískt brúðuleikhús. Höfundur er læknir og situr í stjórn VG.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun