Trúir ekki á einhliða þvingunaraðgerðir gegn Ísrael Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. desember 2023 15:39 Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra. Vísir/Einar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra telur ekki ráðlegt að Ísland ráðist ein þjóða í þvingunaraðgerðir gegn Ísrael til að knýja á um vopnahlé á Gasa. Þá er óvíst hvernig Ísland muni ráðstafa atkvæði sínu á neyðarfundi Sameinuðu þjóðanna því þar fari fram „lifandi samtöl“ og hlutir geti breyst hratt. Almennt hafi þvingunaraðgerðir mest áhrif þegar samtakamáttur ríkja sé nýttur og úr því að slíkt sé ekki til umræðu alþjóðavettvangi sé ekki ráðlegt fyrir Ísland að ráðast í slíkar aðgerðir. „Þvert á móti myndu þær eyðileggja diplómatíska möguleika okkar til þess að koma okkar skilaboðum á framfæri.“ Þetta sagði Bjarni í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi en Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna hver næstu skref Íslands og samstarfsríkja væru eftir að Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna síðastliðinn föstudag við tillögu um vopnahlé. Þá spurði hún einnig hvort Bjarni teldi að viðskiptaþvinganir, eða einhvers konar refsiaðgerðir, kæmu til greina til að setja þrýsting á Ísraelsríki og hvort hann hefði átt samtöl um slíkar leiðir við samstarfsríki Íslands. Í klippunni hér að neðan er hægt að sjá bæði spurningar Kristrúnar og svör Bjarna. Óvíst hvernig Ísland ráðstafar atkvæði sínu Kristrún spurði utanríkisráðherra þá hvort Ísland muni styðja kröfuna um varanlegt vopnahlé á neyðarfundi allsherjaþings Sameinuðu þjóðanna. „Varðandi það sem er fram undan hjá Sameinuðu þjóðunum að þá eru þetta lifandi samtöl eins og reynslan sýnir þá geta hlutir breyst hratt þannig að það fer eftir því hvað gerist í dag og jafnvel á morgun nákvæmlega hvernig við sjáum fram á að ráðstafa okkar atkvæði eða skilaboðum,“ sagði utanríkisráðherra. „Þegar spurt er um næstu skref þá segi ég einfaldlega að við munum áfram tala fyrir því að dregið verði úr spennu á svæðinu, við munum áfram tala fyrir því að mannúðaraðstoð verði komið til þeirra sem eru í neyð, við höfum stóraukið framlög okkar til palestínsku flóttamannaaðstoðarinnar og við munum sækja fundi og láta okkar rödd heyrast,“ sagði utanríkisráðherra og bætti við að hann muni koma þeim skilaboðum til skila frá Íslendingum um að það sé okkar vilji að átökunum linni. Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Allsherjarþing SÞ hittist á neyðarfundi vegna ástandsins á Gasa Ísraelskir skriðdrekar eru komnir inn í miðbæ borgarinnar Khan Younis á Gasa svæðinu. Hart hefur verið barist í borginni um helgina auk þess sem loftárásir hafa verið gerðar ítrekað. 11. desember 2023 07:17 Kallað eftir viðskiptaþvingunum á hendur Ísraelum Átökin á Gasasvæðinu héldu áfram í dag og hafa Ísraelar tvíeflst frá því Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir vopnahlé. Samstöðufundir fyrir Palestínu fóru fram í þremur landshlutum í dag. 11. desember 2023 00:06 Segir nánast ómögulegt að koma hjálpargögnun inn á Gasa Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum. 10. desember 2023 08:31 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Almennt hafi þvingunaraðgerðir mest áhrif þegar samtakamáttur ríkja sé nýttur og úr því að slíkt sé ekki til umræðu alþjóðavettvangi sé ekki ráðlegt fyrir Ísland að ráðast í slíkar aðgerðir. „Þvert á móti myndu þær eyðileggja diplómatíska möguleika okkar til þess að koma okkar skilaboðum á framfæri.“ Þetta sagði Bjarni í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi en Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna hver næstu skref Íslands og samstarfsríkja væru eftir að Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna síðastliðinn föstudag við tillögu um vopnahlé. Þá spurði hún einnig hvort Bjarni teldi að viðskiptaþvinganir, eða einhvers konar refsiaðgerðir, kæmu til greina til að setja þrýsting á Ísraelsríki og hvort hann hefði átt samtöl um slíkar leiðir við samstarfsríki Íslands. Í klippunni hér að neðan er hægt að sjá bæði spurningar Kristrúnar og svör Bjarna. Óvíst hvernig Ísland ráðstafar atkvæði sínu Kristrún spurði utanríkisráðherra þá hvort Ísland muni styðja kröfuna um varanlegt vopnahlé á neyðarfundi allsherjaþings Sameinuðu þjóðanna. „Varðandi það sem er fram undan hjá Sameinuðu þjóðunum að þá eru þetta lifandi samtöl eins og reynslan sýnir þá geta hlutir breyst hratt þannig að það fer eftir því hvað gerist í dag og jafnvel á morgun nákvæmlega hvernig við sjáum fram á að ráðstafa okkar atkvæði eða skilaboðum,“ sagði utanríkisráðherra. „Þegar spurt er um næstu skref þá segi ég einfaldlega að við munum áfram tala fyrir því að dregið verði úr spennu á svæðinu, við munum áfram tala fyrir því að mannúðaraðstoð verði komið til þeirra sem eru í neyð, við höfum stóraukið framlög okkar til palestínsku flóttamannaaðstoðarinnar og við munum sækja fundi og láta okkar rödd heyrast,“ sagði utanríkisráðherra og bætti við að hann muni koma þeim skilaboðum til skila frá Íslendingum um að það sé okkar vilji að átökunum linni.
Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Allsherjarþing SÞ hittist á neyðarfundi vegna ástandsins á Gasa Ísraelskir skriðdrekar eru komnir inn í miðbæ borgarinnar Khan Younis á Gasa svæðinu. Hart hefur verið barist í borginni um helgina auk þess sem loftárásir hafa verið gerðar ítrekað. 11. desember 2023 07:17 Kallað eftir viðskiptaþvingunum á hendur Ísraelum Átökin á Gasasvæðinu héldu áfram í dag og hafa Ísraelar tvíeflst frá því Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir vopnahlé. Samstöðufundir fyrir Palestínu fóru fram í þremur landshlutum í dag. 11. desember 2023 00:06 Segir nánast ómögulegt að koma hjálpargögnun inn á Gasa Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum. 10. desember 2023 08:31 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Allsherjarþing SÞ hittist á neyðarfundi vegna ástandsins á Gasa Ísraelskir skriðdrekar eru komnir inn í miðbæ borgarinnar Khan Younis á Gasa svæðinu. Hart hefur verið barist í borginni um helgina auk þess sem loftárásir hafa verið gerðar ítrekað. 11. desember 2023 07:17
Kallað eftir viðskiptaþvingunum á hendur Ísraelum Átökin á Gasasvæðinu héldu áfram í dag og hafa Ísraelar tvíeflst frá því Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir vopnahlé. Samstöðufundir fyrir Palestínu fóru fram í þremur landshlutum í dag. 11. desember 2023 00:06
Segir nánast ómögulegt að koma hjálpargögnun inn á Gasa Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum. 10. desember 2023 08:31