Gunnþórunn Jónsdóttir er látin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2023 12:48 Gunnþórunn ásamt Óla eiginmanni sínum. Gunnþórunn Jónsdóttir, hárgreiðslumeistari og athafnakona, lést á líknardeild Landakots 1. desember síðastliðinn. Hún var 77 ára gömul. Gunnþórunn Jónsdóttir flutti frá Ísafirði í bæinn einstæð tveggja barna móðir árið 1973. Gunnþórunn fæddist á Ísafirði og ákvað snemma að verða hágreiðslukona. Hún lauk hárgreiðslunámi frá Iðnskólanum í Reykjavík í október 1964 en sama ár giftist hún Kristjáni Jóakimssyni fyrri eiginmanni sínum. Með honum eignaðist hún tvö börn áður en leiðir þeirra skildu árið 1973. Gunnþórunn flutti til Reykjavíkur árið 1973 en þá var hún orðin hárgreiðslumeistari. Hún keypti Hárgreiðslustofu Vesturbæjar sem hún rak í fimm ár. Sama ár hóf hún sambúð með Óla Kristjáni Sigurðssyni, betur þekktur síðar sem Óli í Olís. Gunnþórunn og Óli stofnuðu Sænsk-íslenska verslunarfélagið, hófu innflutning og ráku verslunina Victor Hugo. Þau stofnuðu innflutningsfyrirtækið Sund hf. árið 1983. Árið 1986 keyptu Vörumarkaðinn á Seltjarnarnesi sem varð svo Nýi bær. Á sama ári keyptu þau Olís en kaupin vöktu mikla athygli. Gunnþórunn og Óli giftu sig sama ár. Eitt af stóru verkefnum Olís sem þau hjónin settu á laggirnar í samvinnu við Landgræðslu ríkisins var „Græðum landið með Olís“. Græðum landið með Olís vakti þjóðarathygli. Sveinn Runólfsson tekur við framlagi úr hendi Óla kr. Sigurðssonar forstjóra Olís. Gunnþórunn opnaði hárgreiðslustofuna Salon Gabríela árið 1989 og rak ásamt dóttur sinni. Þá var hún ráðgjafi hjá SÁÁ á Vogi um árbil og virk í góðgerðarmálum. Gunnþórunn og Óli voru til viðtals í Bæjarins besta árið 1991. Þá rifjaði hún upp flutningana til Reykjavíkur, einstæð tveggja barna móður, ræddi samband þeirra Óla og uppbyggingu þeirra fyrirtækja sem þau ráku. „Við stöndum í þessari tröppu núna og stígum í þá næstu þegar við höfum þroska og getu til. Stundum þurftum við að stíga niður aftur. Samt hef ég aldrei skipulagt þessa göngu, ég hef aldrei hugsað sem svo að svona yrði þetta. Þetta bara gerðist,“ sagði Gunnþórunn í viðtalinu. Gunnþórunn ásamt dóttur sinni.Bæjarins besta Óli varð bráðkvaddur í veiðiferð í Norðurá sumarið 1992 en hann var þá aðeins 46 ára. Gunnþórunn tók við rekstri fyrirtækisins Sund við fráfallið. „Hún hafði alla tíð áhuga á málefnum kvenna sem hún gaf sig að og þá sérstaklega börnum og þeirra velferð,“ segir í dánartilkynningu í Morgunblaðinu í dag. Andlát Ísafjarðarbær Hár og förðun Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira
Gunnþórunn Jónsdóttir flutti frá Ísafirði í bæinn einstæð tveggja barna móðir árið 1973. Gunnþórunn fæddist á Ísafirði og ákvað snemma að verða hágreiðslukona. Hún lauk hárgreiðslunámi frá Iðnskólanum í Reykjavík í október 1964 en sama ár giftist hún Kristjáni Jóakimssyni fyrri eiginmanni sínum. Með honum eignaðist hún tvö börn áður en leiðir þeirra skildu árið 1973. Gunnþórunn flutti til Reykjavíkur árið 1973 en þá var hún orðin hárgreiðslumeistari. Hún keypti Hárgreiðslustofu Vesturbæjar sem hún rak í fimm ár. Sama ár hóf hún sambúð með Óla Kristjáni Sigurðssyni, betur þekktur síðar sem Óli í Olís. Gunnþórunn og Óli stofnuðu Sænsk-íslenska verslunarfélagið, hófu innflutning og ráku verslunina Victor Hugo. Þau stofnuðu innflutningsfyrirtækið Sund hf. árið 1983. Árið 1986 keyptu Vörumarkaðinn á Seltjarnarnesi sem varð svo Nýi bær. Á sama ári keyptu þau Olís en kaupin vöktu mikla athygli. Gunnþórunn og Óli giftu sig sama ár. Eitt af stóru verkefnum Olís sem þau hjónin settu á laggirnar í samvinnu við Landgræðslu ríkisins var „Græðum landið með Olís“. Græðum landið með Olís vakti þjóðarathygli. Sveinn Runólfsson tekur við framlagi úr hendi Óla kr. Sigurðssonar forstjóra Olís. Gunnþórunn opnaði hárgreiðslustofuna Salon Gabríela árið 1989 og rak ásamt dóttur sinni. Þá var hún ráðgjafi hjá SÁÁ á Vogi um árbil og virk í góðgerðarmálum. Gunnþórunn og Óli voru til viðtals í Bæjarins besta árið 1991. Þá rifjaði hún upp flutningana til Reykjavíkur, einstæð tveggja barna móður, ræddi samband þeirra Óla og uppbyggingu þeirra fyrirtækja sem þau ráku. „Við stöndum í þessari tröppu núna og stígum í þá næstu þegar við höfum þroska og getu til. Stundum þurftum við að stíga niður aftur. Samt hef ég aldrei skipulagt þessa göngu, ég hef aldrei hugsað sem svo að svona yrði þetta. Þetta bara gerðist,“ sagði Gunnþórunn í viðtalinu. Gunnþórunn ásamt dóttur sinni.Bæjarins besta Óli varð bráðkvaddur í veiðiferð í Norðurá sumarið 1992 en hann var þá aðeins 46 ára. Gunnþórunn tók við rekstri fyrirtækisins Sund við fráfallið. „Hún hafði alla tíð áhuga á málefnum kvenna sem hún gaf sig að og þá sérstaklega börnum og þeirra velferð,“ segir í dánartilkynningu í Morgunblaðinu í dag.
Andlát Ísafjarðarbær Hár og förðun Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira