Valencia mætti Murcia í ACB-deildinni í dag. Þar sem staðan var jöfn að lokum fjórum leikhlutum þurfti að framlengja og þar hafði Valencia betur, lokatölur 85-77.
Martin, sem hefur verið frá keppni vegna hnémeiðsla síðan í sumar, sneri aftur í lið Valencia í dag. Alls lék hann 19 mínútur, skoraði 7 stig, gaf 3 stoðsendingar og tók eitt frákast.
Eftir sigur dagsins er Valencia í 4. sæti með 18 stig. Real Madríd er á toppi deildarinnar með 24 stig.
All smiles!
— Martin Hermannsson (@hermannsson15) December 10, 2023
Feels great to be back with this team https://t.co/8THh3ySg4S
Elvar Már og félagar í PAOK máttu þola 12 stiga tap gegn Panathinaikos í Grikklandi, lokatölur 97-85. Elvar Már átti góðan leik að venju. Hann skoraði 15 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 3 fráköst.
PAOK er í 7. sæti með fimm sigra í 9 leikjum.