Látlaus skjálftahrina suður af Reykjaneshrygg Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. desember 2023 18:20 Hér má sjá kort af skjálftum sem hafa mælst á svæðinu undanfarna þrjá sólarhringa og brimið suður af Reykjanesi. HÍ/Vilhelm Mikil skjálftahrina hefur verið undanfarna daga um 900 kílómetra suður af Íslandi við enda Reykjaneshryggjar. Eldfjallafræðingur segir að hugsanlega sé um sambærilegan atburð að ræða og gengur nú yfir á Reykjanesi. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Rannsóknareiningar í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóli Íslands. Þar segir að á skjálftasvæðinu sé „eitt mikilvægasta þverbrotabelti í Norður-Atlantshafi, Bight-þverbrotabeltið“. Kort af svæðinu sunnan við Reykjaneshrygginn þar sem fjöldi skjálfta hafa mælst undanfarna daga.Háskóli Íslands Sprungukerfi á myndinni að ofan sýni gliðnunarstefnu flekamóta Norður-Ameríkuflekans og Evr-Asíuflekans. Þá segir í færslunni að á kortinu megi sjá að flestir skjálftarnir séu sunnan Bight-þverbrotabeltisins, „en að mestu bundnir við flekamótin er marka gliðnun milli flekanna tveggja.“ Telji maður skjálftana eru þeir alls 29 sem hafa mælst á svæðinu undanfarna þrjá sólarhringa. Hér sé því hugsanlega um sambærilegan atburð að ræða eins og gengur nú yfir á Reykjanesi segir í færslunni. Skjálftarnir bundnir við afmarkað svæði Jarðfræðiathugunarstofnun Bandaríkjanna (USGS) hefur einnig mælt skjálftavirkni á svæðinu en samkvæmt þeirra gögnum hafa þrettán stórir skjálftar mælst á afmörkuðu svæði á hryggnum undanfarinn sólarhring. Flestir skjálftanna hafa verið í kringum 5 að stærð, þeir stærstu 5,2 að stærð en sá minnsti af stærðinni 4,6. Vegna fjarlægðar við jarðskjálftamæla hafa einhverjir skjálftar vafalaust ekki mælst. Appelsínugulu doppurnar tákna skjálfta en þær eru alls þrettán talsins undanfarinn sólarhring. Hér sést fjarlægðin milli skjálftanna og Íslands vel.USGS Svæðið rannsakað síðast fyrir tíu árum Í færslu Rannsóknareiningarinnar kemur einnig fram að svæðið hafi verið mælt árið 2013 í rannsóknarverkefni studdu af Vísindasjóði Bandaríkjanna (NSF) undir stjórn Dr. Fernando Martinez við Háskólann í Hawaii og Ármanns Höskuldssonar við HÍ. Nú liggi fyrir rannsóknartillaga hjá NSF, undir stjórn Prófessors Jaqueline E. Dixon við University of South Florida um að fara aftur inn á svæðið til að safna sýnum með kafbát. Verði af þeirri tillögu gæti sú sýnasöfnun farið fram 2024 eða 2025. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Rannsóknareiningar í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóli Íslands. Þar segir að á skjálftasvæðinu sé „eitt mikilvægasta þverbrotabelti í Norður-Atlantshafi, Bight-þverbrotabeltið“. Kort af svæðinu sunnan við Reykjaneshrygginn þar sem fjöldi skjálfta hafa mælst undanfarna daga.Háskóli Íslands Sprungukerfi á myndinni að ofan sýni gliðnunarstefnu flekamóta Norður-Ameríkuflekans og Evr-Asíuflekans. Þá segir í færslunni að á kortinu megi sjá að flestir skjálftarnir séu sunnan Bight-þverbrotabeltisins, „en að mestu bundnir við flekamótin er marka gliðnun milli flekanna tveggja.“ Telji maður skjálftana eru þeir alls 29 sem hafa mælst á svæðinu undanfarna þrjá sólarhringa. Hér sé því hugsanlega um sambærilegan atburð að ræða eins og gengur nú yfir á Reykjanesi segir í færslunni. Skjálftarnir bundnir við afmarkað svæði Jarðfræðiathugunarstofnun Bandaríkjanna (USGS) hefur einnig mælt skjálftavirkni á svæðinu en samkvæmt þeirra gögnum hafa þrettán stórir skjálftar mælst á afmörkuðu svæði á hryggnum undanfarinn sólarhring. Flestir skjálftanna hafa verið í kringum 5 að stærð, þeir stærstu 5,2 að stærð en sá minnsti af stærðinni 4,6. Vegna fjarlægðar við jarðskjálftamæla hafa einhverjir skjálftar vafalaust ekki mælst. Appelsínugulu doppurnar tákna skjálfta en þær eru alls þrettán talsins undanfarinn sólarhring. Hér sést fjarlægðin milli skjálftanna og Íslands vel.USGS Svæðið rannsakað síðast fyrir tíu árum Í færslu Rannsóknareiningarinnar kemur einnig fram að svæðið hafi verið mælt árið 2013 í rannsóknarverkefni studdu af Vísindasjóði Bandaríkjanna (NSF) undir stjórn Dr. Fernando Martinez við Háskólann í Hawaii og Ármanns Höskuldssonar við HÍ. Nú liggi fyrir rannsóknartillaga hjá NSF, undir stjórn Prófessors Jaqueline E. Dixon við University of South Florida um að fara aftur inn á svæðið til að safna sýnum með kafbát. Verði af þeirri tillögu gæti sú sýnasöfnun farið fram 2024 eða 2025.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira