Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur skilað tillögum til ráðuneytisins um tjónamat vegna jarðhræringanna í Grindavík. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, fer yfir stöðu mála í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Þá verður farið yfir stöðu mála í Palestínu og rætt við fyrrverandi utanríkisráðherra, sem segist sleginn eftir að glimmeri var kastað á núverandi utanríkisráðherra á málþingi á föstudag. Samstöðufundir með palestínsku þjóðinni voru haldnir víða um land í dag. 

Í fréttatímanum kíkjum við á jólamarkað í Kolaportinu sem haldinn var af Úkraínumönnum til að þakka Íslendingum góðvildina frá upphafi stríðs. Og við kíkjum á tvo kóra, Sólheimakórinn og Karlakór Reykjavíkur. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×