Öryggisgæsla í Sorpu vegna ókyrrðar og langs viðbragðstíma lögreglu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. desember 2023 16:18 Verðirnir unnu sinn fyrsta dag á endurvinnslustöð Sorpu í dag. Vísir/Kolbeinn Tumi/Vilhelm Tveir öryggisverðir hafa staðið vaktina í Sorpu í dag og munu gera næstu helgar vegna óprúttinna aðila sem sagðir eru þjófóttir á verðmæti og árásargjarnir. Upplýsingafulltrúi Sorpu segir viðbragðstíma lögreglu ekki slíkan að hægt yrði að reiða sig á hana. Gunnar Dofri Ólafsson upplýsingafulltrúi Sorpu segir fyrirtækið hafa gripið til þess ráðs að ráða öryggisverði við endurvinnslustöðina við Ánanaust úti á Granda vegna þess að óprúttnir aðilar hafi verið að sækjast í verðmæti á stöðina, bæði flöskur og dósir og raftæki. „Þeir hafa brugðist þannig við afskiptum starfsfólks okkar að við töldum ástæðu til þess að kalla eftir auknu öryggi á þessari tilteknu stöð,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Það hafi slegið í brýnu milli starfsfólks og óprúttnu aðilanna. „Og það er ekki eitthvað sem við bjóðum okkar starfsfólki upp á,“ segir Gunnar. Hann segir tvo öryggisverði standa vaktina vegna þess að Öryggismiðstöðin sendi ekki einn vörð inn í ókunnugar aðstæður. Heimildin greindi frá því í morgun að framkvæmdastjóri Grænna skáta hafi rökstuddan grun fyrir því að skipulagðir glæpahópar erlendis hafi um tveggja ára skeið herjað á söfnunargáma og stolið úr þeim dósum. Mál Sorpu er því ekki einsdæmi. Gunnar segir stöðuna sem upp er komin ekki hafa komið upp áður. Þá segir hann viðbragðstíma lögreglu ekki hafa verið slíkur að hægt hefði verið að reiða sig á það. „Þannig að þetta er okkar viðbragð við þessum aðstæðum,“ segir Gunnar. Hann segir öryggisverði koma líklega til með að vakta svæðið á meðan ástandið batnar. Að sögn hans virðist öryggisgæslan bera tilætlaðan árangur. Hann viti ekki til þess að upp hafi komið atvik síðan henni var komið fyrir. Sorpa Öryggis- og varnarmál Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Gunnar Dofri Ólafsson upplýsingafulltrúi Sorpu segir fyrirtækið hafa gripið til þess ráðs að ráða öryggisverði við endurvinnslustöðina við Ánanaust úti á Granda vegna þess að óprúttnir aðilar hafi verið að sækjast í verðmæti á stöðina, bæði flöskur og dósir og raftæki. „Þeir hafa brugðist þannig við afskiptum starfsfólks okkar að við töldum ástæðu til þess að kalla eftir auknu öryggi á þessari tilteknu stöð,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Það hafi slegið í brýnu milli starfsfólks og óprúttnu aðilanna. „Og það er ekki eitthvað sem við bjóðum okkar starfsfólki upp á,“ segir Gunnar. Hann segir tvo öryggisverði standa vaktina vegna þess að Öryggismiðstöðin sendi ekki einn vörð inn í ókunnugar aðstæður. Heimildin greindi frá því í morgun að framkvæmdastjóri Grænna skáta hafi rökstuddan grun fyrir því að skipulagðir glæpahópar erlendis hafi um tveggja ára skeið herjað á söfnunargáma og stolið úr þeim dósum. Mál Sorpu er því ekki einsdæmi. Gunnar segir stöðuna sem upp er komin ekki hafa komið upp áður. Þá segir hann viðbragðstíma lögreglu ekki hafa verið slíkur að hægt hefði verið að reiða sig á það. „Þannig að þetta er okkar viðbragð við þessum aðstæðum,“ segir Gunnar. Hann segir öryggisverði koma líklega til með að vakta svæðið á meðan ástandið batnar. Að sögn hans virðist öryggisgæslan bera tilætlaðan árangur. Hann viti ekki til þess að upp hafi komið atvik síðan henni var komið fyrir.
Sorpa Öryggis- og varnarmál Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira