Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. desember 2023 19:51 Ísraelskir hermenn afklæddu tugi palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru handjárnaðir fyrir aftan bak, bundið var fyrir augu þeirra og þeir látnir krjúpa niður á hnén í sandinn. AP Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. Í yfirlýsingu frá ísraelskum hermálayfirvöldum segir að mennirnir hafi fundist á svæði þar sem bardagar við Hamas-liða hafi staðið yfir. Til stæði að yfirheyra mennina í leit hersins að Hamas-liðum. Aðstandendur manna úr hópnum hafna tengslum við samtökin. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna segja Ísraelsher hafa handtekið mennina í skóla sem búið var að breyta í skýli. Í hópnum voru einnig drengir undir átján ára aldri og voru þeir yngstu ekki nema fimmtán ára gamlir. Fordæmalaus ákvörðun vegna fordæmalausra aðstæðna Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur rætt stöðuna á Gasa í dag eftir að Antonio Guterres, aðalritari SÞ, virkjaði 99. grein stofnsáttmála þeirra í fyrradag. Þegar hann ávarpaði ráðið í dag sagðist hann hafa gert það sökum allsherjarhruns mannúðaraðstoðar á svæðinu. „Skilyrði fyrir virkri mannúðaraðstoð eru ekki lengur fyrir hendi. Samkvæmt Matvælaáætlun SÞ er alvarleg hætta á hungursneyð,“ sagði Guterres við ráðið í dag. „Þær aðstæður sem ég lýsti eru fordæmalausar og því tók ég þá fordæmalausu ákvörðun að virkja ákvæði 99. greinar sem hvetur aðila Öryggisráðsins til að þrýsta á um að afstýra mannlegum hörmungum og biðja um að vopnahléi af mannúðaraðstæðum verði lýst yfir,“ sagði hann við Öryggisráðið. Látlausar árásir Ísraelshers hafa haldið áfram og algjör skortur er á nauðsynjum. Suðurhluti Gasa er yfirfullur eftir að Ísraelsher gerði íbúum norðurhlutans að yfirgefa heimili sín og fara suður. Fréttastofa Stöðvar 2 fjallaði um málið í kvöldfréttum Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Í yfirlýsingu frá ísraelskum hermálayfirvöldum segir að mennirnir hafi fundist á svæði þar sem bardagar við Hamas-liða hafi staðið yfir. Til stæði að yfirheyra mennina í leit hersins að Hamas-liðum. Aðstandendur manna úr hópnum hafna tengslum við samtökin. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna segja Ísraelsher hafa handtekið mennina í skóla sem búið var að breyta í skýli. Í hópnum voru einnig drengir undir átján ára aldri og voru þeir yngstu ekki nema fimmtán ára gamlir. Fordæmalaus ákvörðun vegna fordæmalausra aðstæðna Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur rætt stöðuna á Gasa í dag eftir að Antonio Guterres, aðalritari SÞ, virkjaði 99. grein stofnsáttmála þeirra í fyrradag. Þegar hann ávarpaði ráðið í dag sagðist hann hafa gert það sökum allsherjarhruns mannúðaraðstoðar á svæðinu. „Skilyrði fyrir virkri mannúðaraðstoð eru ekki lengur fyrir hendi. Samkvæmt Matvælaáætlun SÞ er alvarleg hætta á hungursneyð,“ sagði Guterres við ráðið í dag. „Þær aðstæður sem ég lýsti eru fordæmalausar og því tók ég þá fordæmalausu ákvörðun að virkja ákvæði 99. greinar sem hvetur aðila Öryggisráðsins til að þrýsta á um að afstýra mannlegum hörmungum og biðja um að vopnahléi af mannúðaraðstæðum verði lýst yfir,“ sagði hann við Öryggisráðið. Látlausar árásir Ísraelshers hafa haldið áfram og algjör skortur er á nauðsynjum. Suðurhluti Gasa er yfirfullur eftir að Ísraelsher gerði íbúum norðurhlutans að yfirgefa heimili sín og fara suður. Fréttastofa Stöðvar 2 fjallaði um málið í kvöldfréttum
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira