Landslagsmiðuð nálgun í fráveitumálum Svana Rún Hermannsdóttir skrifar 8. desember 2023 16:01 Í tveimur greinum sem birtust í fjölmiðlum 28. og 30. nóvember kom fram að ástand fráveitumála á Íslandi sé mjög slæmt. Fram kom að kröfur í fráveitumálum verði hertar hjá Evrópusambandinu og við sem þjóð munum þurfa að innleiða samkvæmt þeim kröfum. Áður en farið er í þær ráðstafanir að uppfæra afkastagetu og umfang fráveitumannvirkja þá þarf fyrst og fremst að taka skref til baka og að horfa á fráveitukerfið í stærra samhengi. Skoða þarf hvernig og á hvaða forsendum núverandi fráveitukerfi byggðust upp og jafnframt hvort forsendur hafi ekki breyst. Frá fyrstu áratugum þéttbýlis í Reykjavík voru ræsin opin og leiddu fráveituvatn niður í Tjörnina og lækinn sem rann út í sjó þar sem nú er Lækjargata. Þetta fól í sér mikinn ódaun og óþrifnað og mikil þörf var á umbótum líkt og búnar voru að eiga sér stað í Evrópu á þessum tíma. Fráræslan í Reykjavík komst á ágætis rekspöl árið 1906 þegar Sigurður Thoroddsen, sem oft er nefndur faðir fráveitunnar á Íslandi, lagðist í mikla útreikninga til að tryggja að neðanjarðar fráveitulagnir kæmust á laggirnar í miðbænum og þar með má segja að saga og uppbygging núverandi fráveitukerfis hafi hafist (1). Þrátt fyrir töluverða þróun þá byggist þetta upprunalega fráveitukerfi á þeim grunnstoðum að koma fráveituvatni sem fljótast í burtu og sem hraðast inn í svokallaða “gráa” innviði til takmarkaðar meðhöndlunar og þar með beinustu leið út í sjó, því lengi tekur jú sjórinn við. Með aukinni þéttbýlismyndun hefur núverandi meðhöndlun fráveituvatns ekki einungis í för með sér mikinn kostnað og álag á kerfið í heild heldur hefur þessi meðhöndlun einnig gríðarleg áhrif á jarðveg, vatnsbúskap og grunnvatnsstöðu höfuðborgarsvæðisins sem er afleiðing þess að öllu ofanvatni er leitt í lagnir á þennan máta. Ofanvatn sem sameinast fráveituvatni fær þar af leiðandi ekki tækifæri til að nýtast í nærumhverfinu og umhverfisgæði rýrna. Í lögum nr.9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveitna er að finna ákvæði um að ofanvatn og skólp skuli aðgreint í lögnum nema annað sé heimilað(2). Ný hverfi rísa í borginni með tvöfalt kerfi sem hefur umtalsverðan kostnaðarauka í för með sér en allur er varinn góður, það er ekki fullnægjandi að aðskilja aðeins fráveituvatnið í tvö kerfi og senda þar af leiðandi ofanvatnið ómeðhöndlað í sér tilgreindum lögnum út í sjó, þó svo að það sporni gegn álagi á skólphreinsistöðum (þar sem lóðið liggur fyrir stjórnvöldum). Gleymum ekki að ómeðhöndlað ofanvatn, t.d af umferðargötum, getur borið með sér ýmsa mengunarvalda og þess vegna þarf að tryggja að meðhöndlun þess eigi sér frekar stað í formi grænna innviða og náttúrulegra lausna með áherslu á staðbundna síun, temprun og aukna birgðastöðu vatns. Í stuttu máli er landslagsmiðuð nálgun á meðhöndlun ofanvatns nauðsynleg til að auka seiglu og skapa sjálfbært og umhverfisvænt borgarumhverfi sem tekur á áskorunum sem stafa af aukinni þéttbýlismyndun og loftslagsbreytingum. Jarðvegs- og vatnsauðlindir eru dýrmætar auðlindir og grundvallarstoð heilbrigðs samfélags sem kalla á breytt viðhorf til náttúruauðlinda. Líkt og var tekið fram í annarri af fyrrnefndum greinum, þurfum við að koma hringrásinni af stað og skila af okkur viðunandi meðhöndlun fráveituvatns þ.e, aðskilja ofanvatn frá fráveituvatni og samþætta við græna innviði. Nýtum seyru til landgræðslu og orkuvinnslu sem og reynum að takmarka það vatnsmagn sem endar úti í sjó og drögum úr mengun þess eins og kostur er. Tækifærin til úrbóta eru mörg til að skapa verðmæti í umhverfinu sem stuðla að metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum okkar fyrir árið 2040. Höfundur er mastersnemi í landslagsarkitektúr í TuDelft í Hollandi. 1.https://issuu.com/veitur/docs/cloacina_-_saga_fr_veitu_-_issuu/s/12 022562 2. https://www.althingi.is/lagas/nuna/2009009.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skólp Reykjavík Evrópusambandið Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í tveimur greinum sem birtust í fjölmiðlum 28. og 30. nóvember kom fram að ástand fráveitumála á Íslandi sé mjög slæmt. Fram kom að kröfur í fráveitumálum verði hertar hjá Evrópusambandinu og við sem þjóð munum þurfa að innleiða samkvæmt þeim kröfum. Áður en farið er í þær ráðstafanir að uppfæra afkastagetu og umfang fráveitumannvirkja þá þarf fyrst og fremst að taka skref til baka og að horfa á fráveitukerfið í stærra samhengi. Skoða þarf hvernig og á hvaða forsendum núverandi fráveitukerfi byggðust upp og jafnframt hvort forsendur hafi ekki breyst. Frá fyrstu áratugum þéttbýlis í Reykjavík voru ræsin opin og leiddu fráveituvatn niður í Tjörnina og lækinn sem rann út í sjó þar sem nú er Lækjargata. Þetta fól í sér mikinn ódaun og óþrifnað og mikil þörf var á umbótum líkt og búnar voru að eiga sér stað í Evrópu á þessum tíma. Fráræslan í Reykjavík komst á ágætis rekspöl árið 1906 þegar Sigurður Thoroddsen, sem oft er nefndur faðir fráveitunnar á Íslandi, lagðist í mikla útreikninga til að tryggja að neðanjarðar fráveitulagnir kæmust á laggirnar í miðbænum og þar með má segja að saga og uppbygging núverandi fráveitukerfis hafi hafist (1). Þrátt fyrir töluverða þróun þá byggist þetta upprunalega fráveitukerfi á þeim grunnstoðum að koma fráveituvatni sem fljótast í burtu og sem hraðast inn í svokallaða “gráa” innviði til takmarkaðar meðhöndlunar og þar með beinustu leið út í sjó, því lengi tekur jú sjórinn við. Með aukinni þéttbýlismyndun hefur núverandi meðhöndlun fráveituvatns ekki einungis í för með sér mikinn kostnað og álag á kerfið í heild heldur hefur þessi meðhöndlun einnig gríðarleg áhrif á jarðveg, vatnsbúskap og grunnvatnsstöðu höfuðborgarsvæðisins sem er afleiðing þess að öllu ofanvatni er leitt í lagnir á þennan máta. Ofanvatn sem sameinast fráveituvatni fær þar af leiðandi ekki tækifæri til að nýtast í nærumhverfinu og umhverfisgæði rýrna. Í lögum nr.9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveitna er að finna ákvæði um að ofanvatn og skólp skuli aðgreint í lögnum nema annað sé heimilað(2). Ný hverfi rísa í borginni með tvöfalt kerfi sem hefur umtalsverðan kostnaðarauka í för með sér en allur er varinn góður, það er ekki fullnægjandi að aðskilja aðeins fráveituvatnið í tvö kerfi og senda þar af leiðandi ofanvatnið ómeðhöndlað í sér tilgreindum lögnum út í sjó, þó svo að það sporni gegn álagi á skólphreinsistöðum (þar sem lóðið liggur fyrir stjórnvöldum). Gleymum ekki að ómeðhöndlað ofanvatn, t.d af umferðargötum, getur borið með sér ýmsa mengunarvalda og þess vegna þarf að tryggja að meðhöndlun þess eigi sér frekar stað í formi grænna innviða og náttúrulegra lausna með áherslu á staðbundna síun, temprun og aukna birgðastöðu vatns. Í stuttu máli er landslagsmiðuð nálgun á meðhöndlun ofanvatns nauðsynleg til að auka seiglu og skapa sjálfbært og umhverfisvænt borgarumhverfi sem tekur á áskorunum sem stafa af aukinni þéttbýlismyndun og loftslagsbreytingum. Jarðvegs- og vatnsauðlindir eru dýrmætar auðlindir og grundvallarstoð heilbrigðs samfélags sem kalla á breytt viðhorf til náttúruauðlinda. Líkt og var tekið fram í annarri af fyrrnefndum greinum, þurfum við að koma hringrásinni af stað og skila af okkur viðunandi meðhöndlun fráveituvatns þ.e, aðskilja ofanvatn frá fráveituvatni og samþætta við græna innviði. Nýtum seyru til landgræðslu og orkuvinnslu sem og reynum að takmarka það vatnsmagn sem endar úti í sjó og drögum úr mengun þess eins og kostur er. Tækifærin til úrbóta eru mörg til að skapa verðmæti í umhverfinu sem stuðla að metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum okkar fyrir árið 2040. Höfundur er mastersnemi í landslagsarkitektúr í TuDelft í Hollandi. 1.https://issuu.com/veitur/docs/cloacina_-_saga_fr_veitu_-_issuu/s/12 022562 2. https://www.althingi.is/lagas/nuna/2009009.html
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar