Rúmlega áttatíu tilkynningar vegna auglýsinga á útlensku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. desember 2023 14:00 Hér eru tvö dæmi um notkun erlendra hugtaka eða orða í íslenskum auglýsingum. Auglýsingarnar fann fréttamaður á innan við fimm mínútna flakki um netið í morgun. Ekki er víst hvort þessar tilteknu auglýsingar hafi verið tilkynntar til Neytendastofu. Vísir Meira en áttatíu tilkynningar hafa borist Neytendastofu vegna auglýsinga á öðrum tungumálum en íslensku síðan viljayfirlýsing var undirrituð um íslenskuátak í auglýsingagerð fyrir tæpum þremur vikum. Yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu segir tilkynningum hafa fjölgað mjög. 20. nóvember síðastliðinn undirrituðu Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu og Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennningar- og viðskiptaráðherra viljayfirlýsingu um að ráðast í átaksverkefni til að hvetja til íslenskunotkunar í auglýsingagerð. Almenningur hefur verið hvattur til að tilkynna allt auglýsingaefni sem ekki er á íslensku til Neytendastofu og sú hvatning sannarlega skilað sér. „Frá því að þessi viljayfirlýsing var undirrituð hefur stofnuninni borist 81 ábending. Ég myndi segja að í lang flestum ef ekki öllum tilfellum er þar að ræða auglýsingu sem er á ensku og einstaka tilvik þar sem er eitthvað annað tungumál,“ segir Matthildur Sveinsdóttir, yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu. „Það berast reglulega ábendingar um auglýsingar sem eru ekki á íslensku, svona í gegn um tíðina. Það hefur yfirleitt verið vegna auglýsinga sem eru sérstaklega áberandi í þjóðfélaginu. En þetta er mjög mikil fjölgun.“ Bæði hafi borist tilkynningar vegna auglýsinga sem eru alfarið á ensku og að hluta til. Eftir stutta eftirgrennslan fréttastofu má í þessu samhengi nefna ayglýsingar Hörpu, sem héngu á auglýsingaskiltum í miðbænum, um guided tours, auglýsingar Coca Cola í bíóhúsum sem eru alfarið á ensku og svo auglýsingar með enskum stikkorðum, til dæmis um tax free, premium outlet og meatloaf, eða kjöthleif, sem hefur verið auglýstur til sölu í ákveðinni matvöruverslun. „Það vildi svo til að mjög stuttu eftir undirritun viljayfirlýsingarinnar þá eru afsláttardagar, Svartur föstudagur, þannig að það hafa komið mjög margar tilkynningar um Black friday auglýsingar. En síðan hafa þetta verið merkingar á Laugavegi, auglýsingar í sjónvarpi sem eru að hluta til á ensku eða að öllu leyti,“ segir Matthildur. Auglýsinga- og markaðsmál Íslensk tunga Neytendur Tengdar fréttir Hvetja almenning til að tilkynna auglýsingar á útlensku til stjórnvalda Menningarráðherra og Neytendastofa hafa sent frá sér viljayfirlýsingu um átaksverkefni þar sem herör er skorin upp gegn auglýsingaefni sem ekki er á íslensku. Almenningur er hvattur til að tilkynna auglýsingaefni á öðrum málum en íslensku. 20. nóvember 2023 18:16 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira
20. nóvember síðastliðinn undirrituðu Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu og Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennningar- og viðskiptaráðherra viljayfirlýsingu um að ráðast í átaksverkefni til að hvetja til íslenskunotkunar í auglýsingagerð. Almenningur hefur verið hvattur til að tilkynna allt auglýsingaefni sem ekki er á íslensku til Neytendastofu og sú hvatning sannarlega skilað sér. „Frá því að þessi viljayfirlýsing var undirrituð hefur stofnuninni borist 81 ábending. Ég myndi segja að í lang flestum ef ekki öllum tilfellum er þar að ræða auglýsingu sem er á ensku og einstaka tilvik þar sem er eitthvað annað tungumál,“ segir Matthildur Sveinsdóttir, yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu. „Það berast reglulega ábendingar um auglýsingar sem eru ekki á íslensku, svona í gegn um tíðina. Það hefur yfirleitt verið vegna auglýsinga sem eru sérstaklega áberandi í þjóðfélaginu. En þetta er mjög mikil fjölgun.“ Bæði hafi borist tilkynningar vegna auglýsinga sem eru alfarið á ensku og að hluta til. Eftir stutta eftirgrennslan fréttastofu má í þessu samhengi nefna ayglýsingar Hörpu, sem héngu á auglýsingaskiltum í miðbænum, um guided tours, auglýsingar Coca Cola í bíóhúsum sem eru alfarið á ensku og svo auglýsingar með enskum stikkorðum, til dæmis um tax free, premium outlet og meatloaf, eða kjöthleif, sem hefur verið auglýstur til sölu í ákveðinni matvöruverslun. „Það vildi svo til að mjög stuttu eftir undirritun viljayfirlýsingarinnar þá eru afsláttardagar, Svartur föstudagur, þannig að það hafa komið mjög margar tilkynningar um Black friday auglýsingar. En síðan hafa þetta verið merkingar á Laugavegi, auglýsingar í sjónvarpi sem eru að hluta til á ensku eða að öllu leyti,“ segir Matthildur.
Auglýsinga- og markaðsmál Íslensk tunga Neytendur Tengdar fréttir Hvetja almenning til að tilkynna auglýsingar á útlensku til stjórnvalda Menningarráðherra og Neytendastofa hafa sent frá sér viljayfirlýsingu um átaksverkefni þar sem herör er skorin upp gegn auglýsingaefni sem ekki er á íslensku. Almenningur er hvattur til að tilkynna auglýsingaefni á öðrum málum en íslensku. 20. nóvember 2023 18:16 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira
Hvetja almenning til að tilkynna auglýsingar á útlensku til stjórnvalda Menningarráðherra og Neytendastofa hafa sent frá sér viljayfirlýsingu um átaksverkefni þar sem herör er skorin upp gegn auglýsingaefni sem ekki er á íslensku. Almenningur er hvattur til að tilkynna auglýsingaefni á öðrum málum en íslensku. 20. nóvember 2023 18:16