Saksóknari hótar heilbrigðisstarfsmönnum þvert á úrskurð dómara Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2023 12:10 Ekki er vitað hvort dómnum verður áfrýjað. Google Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur heimilað konu að gangast undir þungunarrof, jafnvel þótt lög ríkisins heimili það ekki. Talið er að um sé að ræða fyrsta þungunarrofið sem dómstóll leggur blessun sína eftir að Roe gegn Wade var snúið af Hæstarétti. Eftir að dómur féll í því máli er ríkjum nú í sjálfsvald sett hvernig þau haga aðgengi kvenna að þungunarrofi og hafa mörg þeirra takmarkað gengið á lagið og takmarkað mjög þennan áður óskoraðan rétt kvenna. Málið í Texas varðaði Kate Cox, 31 árs konu sem gengin er 20 vikur á leið. Fóstrið hefur verið greint með Edwards-heilkenni, einnig kallað þrístæðu 18, sem er afar sjaldgæft en leiðir oftast til fósturláts eða andvanafæðingar, eða þá að barnið deyr innan árs eftir fæðingu. Læknar Cox sögðu að lögum samkvæmt mættu þeir ekki framkvæma þungunarrof en hún ákvað þá að fara með málið fyrir dóm. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að þungunarrofið myndi ekki aðeins vernda Cox frá hættulegri fæðingu heldur einnig varðveita frjósemi hennar, sem gæti annars verið í hættu. „Sú staðreynd að Cox langar sárlega að verða ólétt og að þessi löggjöf gæti raunverulega leitt til þess að hún fer á mis við þann möguleika er sláandi og væri raunverulegt óréttlæti,“ sagði dómarinn þegar hann greindi frá ákvörðun sinni. Cox sást þerra tár þegar hún heyrði niðurstöðuna en hún greindi frá því í fjölmiðlum að hún og eiginmaður hennar, sem eiga tvö börn fyrir, hefðu alltaf hugsað sér að eignast stóra fjölskyldu og að það hefði aldrei verið ætlun hennar að gangast undir þungunarrof. Viðbrögð ríkissaksóknarans í málinu hafa verið með nokkrum ólíkindum en eftir að dómurinn lá fyrir sendi hann erindi á heilbrigðisyfirvöld í Houston, þar sem læknir Cox, starfar og varaði þau við því að læknirinn og aðrir heilbrigðisstarfsmenn gætu átt yfir höfði sér saksókn ef þeir aðstoðuðu við þungunarrof. Þvert á niðurstöðu dómarans, sem bannaði yfirvöldum að koma í veg fyrir að Cox gengist undir þungunarrof, sagði saksókarinn að ákvörðun dómarans myndi ekki forða heilbrigðisstarfsfólkinu frá ákærum. Málið varðar ekki aðeins almennan rétt kvenna til þungunarrofs heldur hafa heilbrigðisstarfsmenn verið í nokkrum vanda vegna nýrra laga sem kveða á um takmarkaðan rétt til að veita þungunarrofsþjónustu ef um er að ræða tilvik þar sem líf og heilsa móður er í húfi. Engar frekari skýringar er að finna í lögunum og því lendir það á herðum heilbrigðisstarfsmanna að ákveða hvað þeir gera en þeir eiga þá á hættu að verða sóttir til saka ef þeir þykja hafa gengið of langt. Hér má finna umfjöllun New York Times um málið. Þungunarrof Jafnréttismál Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Eftir að dómur féll í því máli er ríkjum nú í sjálfsvald sett hvernig þau haga aðgengi kvenna að þungunarrofi og hafa mörg þeirra takmarkað gengið á lagið og takmarkað mjög þennan áður óskoraðan rétt kvenna. Málið í Texas varðaði Kate Cox, 31 árs konu sem gengin er 20 vikur á leið. Fóstrið hefur verið greint með Edwards-heilkenni, einnig kallað þrístæðu 18, sem er afar sjaldgæft en leiðir oftast til fósturláts eða andvanafæðingar, eða þá að barnið deyr innan árs eftir fæðingu. Læknar Cox sögðu að lögum samkvæmt mættu þeir ekki framkvæma þungunarrof en hún ákvað þá að fara með málið fyrir dóm. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að þungunarrofið myndi ekki aðeins vernda Cox frá hættulegri fæðingu heldur einnig varðveita frjósemi hennar, sem gæti annars verið í hættu. „Sú staðreynd að Cox langar sárlega að verða ólétt og að þessi löggjöf gæti raunverulega leitt til þess að hún fer á mis við þann möguleika er sláandi og væri raunverulegt óréttlæti,“ sagði dómarinn þegar hann greindi frá ákvörðun sinni. Cox sást þerra tár þegar hún heyrði niðurstöðuna en hún greindi frá því í fjölmiðlum að hún og eiginmaður hennar, sem eiga tvö börn fyrir, hefðu alltaf hugsað sér að eignast stóra fjölskyldu og að það hefði aldrei verið ætlun hennar að gangast undir þungunarrof. Viðbrögð ríkissaksóknarans í málinu hafa verið með nokkrum ólíkindum en eftir að dómurinn lá fyrir sendi hann erindi á heilbrigðisyfirvöld í Houston, þar sem læknir Cox, starfar og varaði þau við því að læknirinn og aðrir heilbrigðisstarfsmenn gætu átt yfir höfði sér saksókn ef þeir aðstoðuðu við þungunarrof. Þvert á niðurstöðu dómarans, sem bannaði yfirvöldum að koma í veg fyrir að Cox gengist undir þungunarrof, sagði saksókarinn að ákvörðun dómarans myndi ekki forða heilbrigðisstarfsfólkinu frá ákærum. Málið varðar ekki aðeins almennan rétt kvenna til þungunarrofs heldur hafa heilbrigðisstarfsmenn verið í nokkrum vanda vegna nýrra laga sem kveða á um takmarkaðan rétt til að veita þungunarrofsþjónustu ef um er að ræða tilvik þar sem líf og heilsa móður er í húfi. Engar frekari skýringar er að finna í lögunum og því lendir það á herðum heilbrigðisstarfsmanna að ákveða hvað þeir gera en þeir eiga þá á hættu að verða sóttir til saka ef þeir þykja hafa gengið of langt. Hér má finna umfjöllun New York Times um málið.
Þungunarrof Jafnréttismál Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira