Sýningin Teprurnar er eftir skoska leikskáldið Anthony Neilson og fjallar um samskipti og nánd í ástarsamböndum. Verkið einkennist fyrst og fremst af leiftrandi húmor og dramatík.
Leikararnir Vala Kristín Eiríksdóttir og Jörundur Ragnarsson fara með hlutverkin tvö undir leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar, sem er jafnt fram kærasti Völu Kristínar.























