Endurheimti „greyið“ frá eplasnafs-elskandi bílaþjóf Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2023 10:55 Inga segist fara flestra sinna ferða á hjóli en það sé ágætt að endurheimta bílinn til að auðvelda jólagjafainnkaupin. „Hann er bara komin heim greyið,“ segir Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar, um Hyundai i30 bifreiðina sem hún deilir með fyrrverandi eiginmanni sínum. Bifreiðin kom í leitirnar í gær, nákvæmlega mánuði eftir að henni var stolið. Bílinn kom víða við, „í æsispennandi ævintýrum“, en að sögn Ingu heyrðist fyrst af honum eftir að kvartað var undan því í rafbílahóp á Facebook að honum hefði verið lagt í bílastæði fyrir rafbíla við Landspítalann 8. nóvember. Næst dúkkaði hann upp á öryggismyndavélum í Kópavogi og virðist hafa verið á Kársnesinu einhverja daga þar sem sást til hans 11. og 13. nóvember. „En hvernig hann kemst svo af Kársnesinu án þess að fara í gegnum myndavélarnar aftur... ja, hann alla vegna endar einhvers staðar í Vesturbænum,“ segir Inga. Þar gerðu eftirtektarsamir íbúar vart við bílinn eftir að hann hafði staðið fyrir utan fjölbýlishús um nokkurt skeið, með hálfopna hurð. „Það var allt í honum,“ segir Inga, „hjól sonar míns og svona,“ bætir hún við. Hún viti ekki betur en að ekkert sjáist á bílnum en hann er nú í höndum fyrrverandi. „Hann fylgir bara barninu,“ segir hún um bílinn. Inga er engu nær um það hver stal bílnum, nema hvað að sá virðist nokkuð hrifinn af eplasnafs. Nokkrar slíkar flöskur var að finna í bifreiðinni þegar að var komið. „Við bara vonum að viðkomandi hafi notið hans í vetrarkuldanum en það er gott að endurheimta hann svona áður en maður fer að kaupa jólagjafir.“ Inga segist fara flestra sinna ferða á hjóli og segir raunar nokkuð spaugilegt að bílnum hafi verið stolið daginn áður en hún var endurkjörinn í stjórn Samtaka um bíllausan lífstíl. „Kannski var þetta karma,“ segir hún í sposkum tón. „Eða aðdáandi einkabílsins sem vildi láta mig finna til tevatnsins.“ Hvað sem því líður segist hún afar þakklát öllum þeim sem aðstoðuðu við leitina; til að mynda vinum sem þræddu Kársnesið og Bjartmari Leóssyni hjólahvíslara, sem hjálpaði henni að rata um samfélagsmiðla. „Það er ótrúlega fallegt að hugsa itl þess að fólk sé að fylgjast með umhverfinu sínu og hafa fyrir því að hringja í mann og láta mann vita. Þarna er það samfélagið sem tekur til hjálpar. Það er fallegt,“ segir hún að lokum. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira
Bílinn kom víða við, „í æsispennandi ævintýrum“, en að sögn Ingu heyrðist fyrst af honum eftir að kvartað var undan því í rafbílahóp á Facebook að honum hefði verið lagt í bílastæði fyrir rafbíla við Landspítalann 8. nóvember. Næst dúkkaði hann upp á öryggismyndavélum í Kópavogi og virðist hafa verið á Kársnesinu einhverja daga þar sem sást til hans 11. og 13. nóvember. „En hvernig hann kemst svo af Kársnesinu án þess að fara í gegnum myndavélarnar aftur... ja, hann alla vegna endar einhvers staðar í Vesturbænum,“ segir Inga. Þar gerðu eftirtektarsamir íbúar vart við bílinn eftir að hann hafði staðið fyrir utan fjölbýlishús um nokkurt skeið, með hálfopna hurð. „Það var allt í honum,“ segir Inga, „hjól sonar míns og svona,“ bætir hún við. Hún viti ekki betur en að ekkert sjáist á bílnum en hann er nú í höndum fyrrverandi. „Hann fylgir bara barninu,“ segir hún um bílinn. Inga er engu nær um það hver stal bílnum, nema hvað að sá virðist nokkuð hrifinn af eplasnafs. Nokkrar slíkar flöskur var að finna í bifreiðinni þegar að var komið. „Við bara vonum að viðkomandi hafi notið hans í vetrarkuldanum en það er gott að endurheimta hann svona áður en maður fer að kaupa jólagjafir.“ Inga segist fara flestra sinna ferða á hjóli og segir raunar nokkuð spaugilegt að bílnum hafi verið stolið daginn áður en hún var endurkjörinn í stjórn Samtaka um bíllausan lífstíl. „Kannski var þetta karma,“ segir hún í sposkum tón. „Eða aðdáandi einkabílsins sem vildi láta mig finna til tevatnsins.“ Hvað sem því líður segist hún afar þakklát öllum þeim sem aðstoðuðu við leitina; til að mynda vinum sem þræddu Kársnesið og Bjartmari Leóssyni hjólahvíslara, sem hjálpaði henni að rata um samfélagsmiðla. „Það er ótrúlega fallegt að hugsa itl þess að fólk sé að fylgjast með umhverfinu sínu og hafa fyrir því að hringja í mann og láta mann vita. Þarna er það samfélagið sem tekur til hjálpar. Það er fallegt,“ segir hún að lokum.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira