Endurheimti „greyið“ frá eplasnafs-elskandi bílaþjóf Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2023 10:55 Inga segist fara flestra sinna ferða á hjóli en það sé ágætt að endurheimta bílinn til að auðvelda jólagjafainnkaupin. „Hann er bara komin heim greyið,“ segir Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar, um Hyundai i30 bifreiðina sem hún deilir með fyrrverandi eiginmanni sínum. Bifreiðin kom í leitirnar í gær, nákvæmlega mánuði eftir að henni var stolið. Bílinn kom víða við, „í æsispennandi ævintýrum“, en að sögn Ingu heyrðist fyrst af honum eftir að kvartað var undan því í rafbílahóp á Facebook að honum hefði verið lagt í bílastæði fyrir rafbíla við Landspítalann 8. nóvember. Næst dúkkaði hann upp á öryggismyndavélum í Kópavogi og virðist hafa verið á Kársnesinu einhverja daga þar sem sást til hans 11. og 13. nóvember. „En hvernig hann kemst svo af Kársnesinu án þess að fara í gegnum myndavélarnar aftur... ja, hann alla vegna endar einhvers staðar í Vesturbænum,“ segir Inga. Þar gerðu eftirtektarsamir íbúar vart við bílinn eftir að hann hafði staðið fyrir utan fjölbýlishús um nokkurt skeið, með hálfopna hurð. „Það var allt í honum,“ segir Inga, „hjól sonar míns og svona,“ bætir hún við. Hún viti ekki betur en að ekkert sjáist á bílnum en hann er nú í höndum fyrrverandi. „Hann fylgir bara barninu,“ segir hún um bílinn. Inga er engu nær um það hver stal bílnum, nema hvað að sá virðist nokkuð hrifinn af eplasnafs. Nokkrar slíkar flöskur var að finna í bifreiðinni þegar að var komið. „Við bara vonum að viðkomandi hafi notið hans í vetrarkuldanum en það er gott að endurheimta hann svona áður en maður fer að kaupa jólagjafir.“ Inga segist fara flestra sinna ferða á hjóli og segir raunar nokkuð spaugilegt að bílnum hafi verið stolið daginn áður en hún var endurkjörinn í stjórn Samtaka um bíllausan lífstíl. „Kannski var þetta karma,“ segir hún í sposkum tón. „Eða aðdáandi einkabílsins sem vildi láta mig finna til tevatnsins.“ Hvað sem því líður segist hún afar þakklát öllum þeim sem aðstoðuðu við leitina; til að mynda vinum sem þræddu Kársnesið og Bjartmari Leóssyni hjólahvíslara, sem hjálpaði henni að rata um samfélagsmiðla. „Það er ótrúlega fallegt að hugsa itl þess að fólk sé að fylgjast með umhverfinu sínu og hafa fyrir því að hringja í mann og láta mann vita. Þarna er það samfélagið sem tekur til hjálpar. Það er fallegt,“ segir hún að lokum. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Bílinn kom víða við, „í æsispennandi ævintýrum“, en að sögn Ingu heyrðist fyrst af honum eftir að kvartað var undan því í rafbílahóp á Facebook að honum hefði verið lagt í bílastæði fyrir rafbíla við Landspítalann 8. nóvember. Næst dúkkaði hann upp á öryggismyndavélum í Kópavogi og virðist hafa verið á Kársnesinu einhverja daga þar sem sást til hans 11. og 13. nóvember. „En hvernig hann kemst svo af Kársnesinu án þess að fara í gegnum myndavélarnar aftur... ja, hann alla vegna endar einhvers staðar í Vesturbænum,“ segir Inga. Þar gerðu eftirtektarsamir íbúar vart við bílinn eftir að hann hafði staðið fyrir utan fjölbýlishús um nokkurt skeið, með hálfopna hurð. „Það var allt í honum,“ segir Inga, „hjól sonar míns og svona,“ bætir hún við. Hún viti ekki betur en að ekkert sjáist á bílnum en hann er nú í höndum fyrrverandi. „Hann fylgir bara barninu,“ segir hún um bílinn. Inga er engu nær um það hver stal bílnum, nema hvað að sá virðist nokkuð hrifinn af eplasnafs. Nokkrar slíkar flöskur var að finna í bifreiðinni þegar að var komið. „Við bara vonum að viðkomandi hafi notið hans í vetrarkuldanum en það er gott að endurheimta hann svona áður en maður fer að kaupa jólagjafir.“ Inga segist fara flestra sinna ferða á hjóli og segir raunar nokkuð spaugilegt að bílnum hafi verið stolið daginn áður en hún var endurkjörinn í stjórn Samtaka um bíllausan lífstíl. „Kannski var þetta karma,“ segir hún í sposkum tón. „Eða aðdáandi einkabílsins sem vildi láta mig finna til tevatnsins.“ Hvað sem því líður segist hún afar þakklát öllum þeim sem aðstoðuðu við leitina; til að mynda vinum sem þræddu Kársnesið og Bjartmari Leóssyni hjólahvíslara, sem hjálpaði henni að rata um samfélagsmiðla. „Það er ótrúlega fallegt að hugsa itl þess að fólk sé að fylgjast með umhverfinu sínu og hafa fyrir því að hringja í mann og láta mann vita. Þarna er það samfélagið sem tekur til hjálpar. Það er fallegt,“ segir hún að lokum.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira