Öryggisráðið greiðir atkvæði um tillögu um tafarlaust vopnahlé Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2023 06:41 Öryggisráðið kemur saman í dag og greiðir atkvæði um tillögu um vopnahlé. AP/Eduardo Munoz Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun koma saman í dag og greiða atkvæði um tillögu um vopnahlé á Gasa. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, virkjaði 99. grein stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna í gær og sendi erindi á forseta Öryggisráðsins þar sem hann sagði algjört hrun yfirvofandi á Gasa. 99. greinin hljóðar þannig: „Aðalforstjórinn getur vakið athygli öryggisráðsins á hverju því máli, sem að hans dómi kann að stofna í hættu varðveizlu heimsfriðar og öryggis.“ Guterres sagði að undir stöðugum loftárásum Ísraelshers og þar sem íbúar hefðu ekki í neitt skjól að venda né bjargir til að bjarga lífi og limum gerði hann ráð fyrir algjöru samfélagslegu hruni. Í kjölfarið yrði öll neyðaraðstoð á svæðinu ómöguleg. Í kjölfar erindis Guterres lögðu fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmana fram drög að tillögunni sem tekin verður fyrir í Öryggisráðinu í dag, samkvæmt sendinefnd Ekvador, sem fer fyrir ráðinu í desember og ræður dagskrá þess. AFP komst yfir drögin í gær og þar er ástandinu á Gasa lýst sem hörmulegu og tafarlauss vopnahlés krafist. Þá er farið fram á vernd borgara, lausn gísla í haldi Hamas og að neyðaraðstoð verði hleypt inn á svæðið. Bandaríkjamenn hafa hingað til staðið staðfastlega við bak Ísraelsmanna og neitað áköllum um vopnahlé. Þeir segja nýja tillögu í Öryggisráðinu ekki gagnlega á þessum tímapunkti. Þá sagði Eli Cohen, utanríkisráðherra Ísrael, ákvörðun Guterres um að virkja 99. greinina „ógn við heimsfrið“. Sameinuðu þjóðirnar Öryggis- og varnarmál Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, virkjaði 99. grein stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna í gær og sendi erindi á forseta Öryggisráðsins þar sem hann sagði algjört hrun yfirvofandi á Gasa. 99. greinin hljóðar þannig: „Aðalforstjórinn getur vakið athygli öryggisráðsins á hverju því máli, sem að hans dómi kann að stofna í hættu varðveizlu heimsfriðar og öryggis.“ Guterres sagði að undir stöðugum loftárásum Ísraelshers og þar sem íbúar hefðu ekki í neitt skjól að venda né bjargir til að bjarga lífi og limum gerði hann ráð fyrir algjöru samfélagslegu hruni. Í kjölfarið yrði öll neyðaraðstoð á svæðinu ómöguleg. Í kjölfar erindis Guterres lögðu fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmana fram drög að tillögunni sem tekin verður fyrir í Öryggisráðinu í dag, samkvæmt sendinefnd Ekvador, sem fer fyrir ráðinu í desember og ræður dagskrá þess. AFP komst yfir drögin í gær og þar er ástandinu á Gasa lýst sem hörmulegu og tafarlauss vopnahlés krafist. Þá er farið fram á vernd borgara, lausn gísla í haldi Hamas og að neyðaraðstoð verði hleypt inn á svæðið. Bandaríkjamenn hafa hingað til staðið staðfastlega við bak Ísraelsmanna og neitað áköllum um vopnahlé. Þeir segja nýja tillögu í Öryggisráðinu ekki gagnlega á þessum tímapunkti. Þá sagði Eli Cohen, utanríkisráðherra Ísrael, ákvörðun Guterres um að virkja 99. greinina „ógn við heimsfrið“.
Sameinuðu þjóðirnar Öryggis- og varnarmál Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira