„Maður vissi ekkert hvar skotmaðurinn var“ Samúel Karl Ólason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 7. desember 2023 20:01 Hermann AP Hermann Þór Ragnarsson, nemandi við Háskóla Nevada í Las Vegas í Bandaríkjunum, segir nemendur við skólann í sjokki eftir skotárás á skólalóðinni í gær. Margir hafi ekki snúið aftur í skólann. Fjölmiðlar vestanhafs segja prófessor á sjötugsaldri hafa skotið þrjá til bana og sært einn alvarlega í skólanum í gær. Hann féll svo í kjölfarið í skotbardaga við lögreglu en fógetinn í Las Vegas segir mildi að ekki hafi farið verr. Skömmu eftir að fyrsta skothríðin heyrðist sendu forsvarsmenn skólans út skilaboð um skothríðina og sögðu nemendum að flýja, ef þeir gætu. „FLÝIÐ, FELIÐ YKKUR, BERJIST,“ stóð í skilaboðum skólans á X, áður Twitter. Hermann, sem spilar einnig með fótboltaliði skólans, var í ræktinni þegar skilaboðin bárust. Hann segir þetta hafa verið mikið sjokk. „Fyrst var maður ekki alveg að tengja við þetta,“ segir Hermann. Hann segist þó hafa byrjað að finna fyrir hræðslu þegar tilkynningar héldu áfram að berast frá skólanum. „Við fengum tilkynningar á svona fimm mínútna fresti. Þegar önnur og þriðja tilkynningin kom, þá var smá hræðsla komin í mann. Maður vissi ekkert hvar skotmaðurinn var. Hvað þetta var.“ Hermann reyndi að hringja í vini sína og ganga úr skugga um að þeir væru heilir á húfi. „Þetta er eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður og ég vonast til að upplifa það ekki aftur, ef ég segi alveg satt.“ Hermann segir marga nemendur hafa farið heim til sín eða fengið gistingu annarsstaðar. Margir hafi ekki snúið aftur á heimavist skólans. Þeir sem séu í skólanum haldi sig innandyra. „Það er allt lokað núna, til dæmis. Það er enginn úti eða neitt,“ segir Hermann. Þegar Hermann og aðrir sem voru í ræktinni fengu að fara þaðan, eftir um fjóra til fimm tíma, fóru þau af skólalóðinni og fengu sér að borða. „Þegar maður kom aftur, þá vissi ég að hættan væri yfirstaðin.“ Hann segir viðbúnað lögreglunnar hafa verið mikinn yfir nóttina. Hermann ræddi einnig stuttlega við Vísi skömmu eftir árásina í gær. Prófessor sem fékk ekki vinnu sagður árásarmaðurinn Maðurinn sem skaut þrjá til bana og særði þann fjórða í Háskóla Nevada í Las Vegas í gær, var prófessor sem hafði nýverið verið neitað um vinnu við skólann. Hann féll í skotbardaga við lögreglu. Heimildarmenn AP fréttaveitunnar segir prófessorinn heitra Anthony Polito og að hann hafi verið 67 ára gamall. Hann starfaði áður hjá Háskóla Austur-Karólínu, í Norður-Karólínu. Polito hóf skothríð sína í gær á fjórðu hæð í byggingu skólans þar sem viðskiptafræði er kennd. Hann fór svo milli hæða og mun hafa verið skotinn til bana af tveimur lögregluþjónum sem skiptust á skotum við hann fyrir utan bygginguna. Kevin McMahill, fógeti, hefur sagt að margir nemendur hafi verið fyrir utan bygginguna og mögulega hefði farið mun verr, hefðu lögregluþjónarnir ekki skotið Polito. Lögreglan hefur enn ekkert gefið upp um fórnarlömb Polito né hvers konar byssu hann notaði til árásarinnar. Þá hefur tilefni árásarinnar ekki verið staðfest en heimildarmann AP segja að svo virðist sem Polito hafi ekki ætlað sér að myrða nemendur skólans. Ein mannskæðasta skotárás Bandaríkjanna var gerð í Las Vegas árið 2017. Þá skaut maður sextíu manns til bana og særði hundruð til viðbótar, þegar hann skaut á tónleikagesti út um glugga á hóteli hans þar nærri. Manninum hafði tekist að koma miklum fjölda skotvopna upp á herbergi og hafði breytt mörgum þeirra svo þær virkuðu eins og vélbyssur. Tilefni þeirrar árásar liggur enn ekki fyrir. Rannsakendur fundu ekkert sem sagði til um af hverju maðurinn gerði árásina. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Íslendingar erlendis Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Fjölmiðlar vestanhafs segja prófessor á sjötugsaldri hafa skotið þrjá til bana og sært einn alvarlega í skólanum í gær. Hann féll svo í kjölfarið í skotbardaga við lögreglu en fógetinn í Las Vegas segir mildi að ekki hafi farið verr. Skömmu eftir að fyrsta skothríðin heyrðist sendu forsvarsmenn skólans út skilaboð um skothríðina og sögðu nemendum að flýja, ef þeir gætu. „FLÝIÐ, FELIÐ YKKUR, BERJIST,“ stóð í skilaboðum skólans á X, áður Twitter. Hermann, sem spilar einnig með fótboltaliði skólans, var í ræktinni þegar skilaboðin bárust. Hann segir þetta hafa verið mikið sjokk. „Fyrst var maður ekki alveg að tengja við þetta,“ segir Hermann. Hann segist þó hafa byrjað að finna fyrir hræðslu þegar tilkynningar héldu áfram að berast frá skólanum. „Við fengum tilkynningar á svona fimm mínútna fresti. Þegar önnur og þriðja tilkynningin kom, þá var smá hræðsla komin í mann. Maður vissi ekkert hvar skotmaðurinn var. Hvað þetta var.“ Hermann reyndi að hringja í vini sína og ganga úr skugga um að þeir væru heilir á húfi. „Þetta er eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður og ég vonast til að upplifa það ekki aftur, ef ég segi alveg satt.“ Hermann segir marga nemendur hafa farið heim til sín eða fengið gistingu annarsstaðar. Margir hafi ekki snúið aftur á heimavist skólans. Þeir sem séu í skólanum haldi sig innandyra. „Það er allt lokað núna, til dæmis. Það er enginn úti eða neitt,“ segir Hermann. Þegar Hermann og aðrir sem voru í ræktinni fengu að fara þaðan, eftir um fjóra til fimm tíma, fóru þau af skólalóðinni og fengu sér að borða. „Þegar maður kom aftur, þá vissi ég að hættan væri yfirstaðin.“ Hann segir viðbúnað lögreglunnar hafa verið mikinn yfir nóttina. Hermann ræddi einnig stuttlega við Vísi skömmu eftir árásina í gær. Prófessor sem fékk ekki vinnu sagður árásarmaðurinn Maðurinn sem skaut þrjá til bana og særði þann fjórða í Háskóla Nevada í Las Vegas í gær, var prófessor sem hafði nýverið verið neitað um vinnu við skólann. Hann féll í skotbardaga við lögreglu. Heimildarmenn AP fréttaveitunnar segir prófessorinn heitra Anthony Polito og að hann hafi verið 67 ára gamall. Hann starfaði áður hjá Háskóla Austur-Karólínu, í Norður-Karólínu. Polito hóf skothríð sína í gær á fjórðu hæð í byggingu skólans þar sem viðskiptafræði er kennd. Hann fór svo milli hæða og mun hafa verið skotinn til bana af tveimur lögregluþjónum sem skiptust á skotum við hann fyrir utan bygginguna. Kevin McMahill, fógeti, hefur sagt að margir nemendur hafi verið fyrir utan bygginguna og mögulega hefði farið mun verr, hefðu lögregluþjónarnir ekki skotið Polito. Lögreglan hefur enn ekkert gefið upp um fórnarlömb Polito né hvers konar byssu hann notaði til árásarinnar. Þá hefur tilefni árásarinnar ekki verið staðfest en heimildarmann AP segja að svo virðist sem Polito hafi ekki ætlað sér að myrða nemendur skólans. Ein mannskæðasta skotárás Bandaríkjanna var gerð í Las Vegas árið 2017. Þá skaut maður sextíu manns til bana og særði hundruð til viðbótar, þegar hann skaut á tónleikagesti út um glugga á hóteli hans þar nærri. Manninum hafði tekist að koma miklum fjölda skotvopna upp á herbergi og hafði breytt mörgum þeirra svo þær virkuðu eins og vélbyssur. Tilefni þeirrar árásar liggur enn ekki fyrir. Rannsakendur fundu ekkert sem sagði til um af hverju maðurinn gerði árásina.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Íslendingar erlendis Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira