Börn og fullorðnir halda áfram að falla á Gaza Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2023 19:20 Rúmlega fimm þúsund börn hafa fallið frá því Ísraelsher hóf árásir á Gaza til að hefna fyrir hryðjuverkaárás Hamasliða á Ísrael. AP/Mohammed Dahman Öllum mögulegum flóttaleiðum íbúa Gaza hefur verið lokað og þeim allar bjargir bannaðar eftir að Ísraelsmenn hófu öflugar loftárásir og landhernað á suðurhluta Gazastrandarinnar. Fjölmörg börn og fullorðnir hafa fallið og særst í árásum í suðurhlutanum síðasta sólarhringinn. Eftir að nokkurra daga vopnahléi til aðskiptast á gíslum og föngum lauk hafa Ísraelsmenn haldið uppi stanslausum árásum úr lofti, landi og af sjó á suðurhluta Gaza. Á fyrstu tveimur vikum átakanna einskorðuðust árásir Ísraelsmanna á Gazaborg og nágrenni í norðurhlutanum og sögðu Ísraelsmenn óbreyttum Palestínumönnum hörfa suður á bóginn. Íbúar í flóttamannabúðum í Khan Younis eru varnarlausir gegn árásum Ísraelshers.AP/Mohammed Dahman Síðasta sólarhringinn hafa hins vegar verið gerðar öflugar loftárásir á bæina Khan Yunis og Rafah í suðurhlutanum þar sem tugir barna og fullorðinna féllu. Daniel Hagari talsmaður Ísraelshers segir herinn hafa brotist í gegnum varnarlínur í bæjum í suðurhluta Gaza þar sem hryðjuverkamenn hafi komið upp á yfirborðið til aðberjast. Yehya Sinwar einn helsti leiðtogi Hamas eigi hús einhvers staðar í eða við Khan Younis. „Þar er að finna innviði og stjórnstöð hryðjuverka. Sinwar heldur sig ekki ofanjarðar, hann er neðanjarðar. Ég vil ekki ræða hvar, hvernig og hvað við vitum. Nú er ekki tíminn til að ræða það í fjölmiðlum. Okkar verk er að finna Sinwar og drepa hann,“ segir Hagari. Kona föst í húsarústum eftir loftárásir Ísraelshers á Khan Younis í suðurhluta Gaza.AP/Mohammed Dahman Algert öngþveiti ríkti í bænum Khan Younis í dag eftir árásir Ísraelsmanna. Fólk leitaði örvæntingarfullt eftir ættingjum og vinum í rústum húsa sumir sluppu lifandi, aðrir særðir og börn og fullorðinir létust. Í loftárásum Ísraela er enginn greinarmunur gerður á vopnuðum Hamasliðum og óbreyttum borgurum. Tugir barna og fullorðinna létust til að mynda í einni loftárás á bæinn Rafah í dag. Mohammad Abu Areida er nágranni fólks í húsi sem sprengt var í loft upp. „Þetta var beint í mark. Fólk var á ferð hér í götunni. Það kom engin viðvörun. Við sáum ekkert fyrr en ráðist var á heimili okkar án viðvörunar,“ sagði Areida innan um fjölda fólks sem leitaði vina og vandamanna í húsarústum. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ákall um tafarlaust vopnahlé ítrekað Ákall íslenskra stjórnvalda um tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum á Gaza var ítrekað í ávarpi sem Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, flutti fyrir hönd Íslands á alþjóðlegum fundi um stöðu mannúðarmála á Gaza sem fram fór í París í gær. 7. desember 2023 07:52 Guterres nýtir sér 99. ákvæðið og varar við algjöru hruni á Gasa António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur í fyrsta sinn nýtt sér 99. ákvæði sáttmála Sameinuðu þjóðanna til að vekja athygli Öryggisráðsins á yfirvofandi „hruni“ mannúðarkerfisins á Gasa. 7. desember 2023 06:42 Segir mál drengjanna skera sig í hjartað Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hefur kallað eftir gögnum um palestínsku drengina Sameer Omran, 12 ára, og Yazan Kawave, 14 ára, sem á að vísa úr landi. 6. desember 2023 23:18 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sjá meira
Eftir að nokkurra daga vopnahléi til aðskiptast á gíslum og föngum lauk hafa Ísraelsmenn haldið uppi stanslausum árásum úr lofti, landi og af sjó á suðurhluta Gaza. Á fyrstu tveimur vikum átakanna einskorðuðust árásir Ísraelsmanna á Gazaborg og nágrenni í norðurhlutanum og sögðu Ísraelsmenn óbreyttum Palestínumönnum hörfa suður á bóginn. Íbúar í flóttamannabúðum í Khan Younis eru varnarlausir gegn árásum Ísraelshers.AP/Mohammed Dahman Síðasta sólarhringinn hafa hins vegar verið gerðar öflugar loftárásir á bæina Khan Yunis og Rafah í suðurhlutanum þar sem tugir barna og fullorðinna féllu. Daniel Hagari talsmaður Ísraelshers segir herinn hafa brotist í gegnum varnarlínur í bæjum í suðurhluta Gaza þar sem hryðjuverkamenn hafi komið upp á yfirborðið til aðberjast. Yehya Sinwar einn helsti leiðtogi Hamas eigi hús einhvers staðar í eða við Khan Younis. „Þar er að finna innviði og stjórnstöð hryðjuverka. Sinwar heldur sig ekki ofanjarðar, hann er neðanjarðar. Ég vil ekki ræða hvar, hvernig og hvað við vitum. Nú er ekki tíminn til að ræða það í fjölmiðlum. Okkar verk er að finna Sinwar og drepa hann,“ segir Hagari. Kona föst í húsarústum eftir loftárásir Ísraelshers á Khan Younis í suðurhluta Gaza.AP/Mohammed Dahman Algert öngþveiti ríkti í bænum Khan Younis í dag eftir árásir Ísraelsmanna. Fólk leitaði örvæntingarfullt eftir ættingjum og vinum í rústum húsa sumir sluppu lifandi, aðrir særðir og börn og fullorðinir létust. Í loftárásum Ísraela er enginn greinarmunur gerður á vopnuðum Hamasliðum og óbreyttum borgurum. Tugir barna og fullorðinna létust til að mynda í einni loftárás á bæinn Rafah í dag. Mohammad Abu Areida er nágranni fólks í húsi sem sprengt var í loft upp. „Þetta var beint í mark. Fólk var á ferð hér í götunni. Það kom engin viðvörun. Við sáum ekkert fyrr en ráðist var á heimili okkar án viðvörunar,“ sagði Areida innan um fjölda fólks sem leitaði vina og vandamanna í húsarústum.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ákall um tafarlaust vopnahlé ítrekað Ákall íslenskra stjórnvalda um tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum á Gaza var ítrekað í ávarpi sem Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, flutti fyrir hönd Íslands á alþjóðlegum fundi um stöðu mannúðarmála á Gaza sem fram fór í París í gær. 7. desember 2023 07:52 Guterres nýtir sér 99. ákvæðið og varar við algjöru hruni á Gasa António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur í fyrsta sinn nýtt sér 99. ákvæði sáttmála Sameinuðu þjóðanna til að vekja athygli Öryggisráðsins á yfirvofandi „hruni“ mannúðarkerfisins á Gasa. 7. desember 2023 06:42 Segir mál drengjanna skera sig í hjartað Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hefur kallað eftir gögnum um palestínsku drengina Sameer Omran, 12 ára, og Yazan Kawave, 14 ára, sem á að vísa úr landi. 6. desember 2023 23:18 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sjá meira
Ákall um tafarlaust vopnahlé ítrekað Ákall íslenskra stjórnvalda um tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum á Gaza var ítrekað í ávarpi sem Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, flutti fyrir hönd Íslands á alþjóðlegum fundi um stöðu mannúðarmála á Gaza sem fram fór í París í gær. 7. desember 2023 07:52
Guterres nýtir sér 99. ákvæðið og varar við algjöru hruni á Gasa António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur í fyrsta sinn nýtt sér 99. ákvæði sáttmála Sameinuðu þjóðanna til að vekja athygli Öryggisráðsins á yfirvofandi „hruni“ mannúðarkerfisins á Gasa. 7. desember 2023 06:42
Segir mál drengjanna skera sig í hjartað Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hefur kallað eftir gögnum um palestínsku drengina Sameer Omran, 12 ára, og Yazan Kawave, 14 ára, sem á að vísa úr landi. 6. desember 2023 23:18