Sindri Sindrason leit við á æfingu í Borgarleikhúsin á dögunum og máti sjá útkomuna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.
Barnahópurinn sem fer með hlutverk í sýningunni er á aldrinum níu til þrettán ára.
„Fíasól er algjör töfrastelpa. Hún er hugrökk og hugmyndarík svo er hún líka byltingarleiðtogi,“ segir Þórunn Arnar Kristjánsdóttir leikstjóri verksins.
„Ég leik kennarann hennar hann Martein. Fyrir mér er hún æðislega flott stelpa sem er oft sein í tíma,“ segir Vilhelm Þór Neto leikari.
Alls koma 21 barn að sýningunni og því er mikil orka og kraftur á sviðinu.
„Þetta er risastórt heimili sem við erum búin að vera reka hérna síðustu mánuði. Þetta eru leiklistarkrakkar með sérstaka töfra í sér,“ segir Þórunn.
Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en áskrifendur geta séð það í heild sinni inni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+.