Verkfallið komi á „gríðarlega vondum tíma“ Jón Þór Stefánsson skrifar 6. desember 2023 21:40 Upplýsingafulltrúi Play segir ferðaþjónustuna ekki mega við fyrirhuguðu verkfalli. Vísir/Vilhelm Flugfélögin Play og Icelandair skoða nú viðbrögð sín við fyrirhuguðu verkfalli flugumferðarstjóra á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Verkfallið mun hafa mikil áhrif á starfsemi félaganna, en eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að fljúga án starfandi flugumferðarstjórnar. „Í fyrsta lagi berum við virðingu fyrir kjarabaráttu og réttinum til að standa í henni. Það er augljóst að það er slæmt að samningar hafi verið lausir svona lengi. En það er alveg ljóst að þetta kemur á versta tíma fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi. Þetta er gagngert sett upp til að raska starfsemi flugfélaganna mjög mikið,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Haft meiri áhrif en fólk átti sig á Birgir útskýrir að jarðhræringar á Reykjanesskaga hafi haft mikil áhrif á eftirspurn eftir komu til Íslands. Hann segir ferðaþjónustuna ekki eiga við verkföllunum. „Þetta hefur verið miklu þyngra en ég held að fólk geri sér grein fyrir. Þetta kemur á gríðarlega vondum tíma og ég vona innilega að aðilar nái saman og það komi ekki til þess að vinnustöðvun verði,“ segir hann og tekur fram að hann óttist um áhrifin á íslenska ferðaþjónustu í heild sinni. Aðspurður um hvort markmiðið verkfallsins komist ekki til skila verði áhrifin þau sem Birgir lýsi segir hann svo vera, en bendir á að stóru flugfélögin séu ekki viðsemjendurnir í kjaradeilunni. „Við erum bara fórnarlömbin í þessu, og farþegar okkar, hótelin, og ferðaþjónustan á Íslandi,“ segir hann og ítrekar að hann beri virðingu fyrir kjarabaráttunni. „En það er mjög sárt að verða fyrir skaða, því ferðaþjónustan og flugfélögin mega ekki við því.“ Vonar að samningar náist Guðni Sigurðsson, hjá samskiptasviði Icelandair, segir í samtali við fréttastofu að flugfélagið skoði nú stöðuna og skipuleggi hvernig hægt sé að bregðast við breyttri flugdagskrá. Unnið sé að því koma dagskránni þannig fyrir að hún hafi áhrif á sem fæsta farþega. Hann tekur fram, líkt og Birgir, að hann vonist til að samningar milli flugumferðarstjóra og Isavia takist áður en að komi til verkfalla. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Fréttir af flugi Play Icelandair Kjaraviðræður 2023-25 Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Verkfallið mun hafa mikil áhrif á starfsemi félaganna, en eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að fljúga án starfandi flugumferðarstjórnar. „Í fyrsta lagi berum við virðingu fyrir kjarabaráttu og réttinum til að standa í henni. Það er augljóst að það er slæmt að samningar hafi verið lausir svona lengi. En það er alveg ljóst að þetta kemur á versta tíma fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi. Þetta er gagngert sett upp til að raska starfsemi flugfélaganna mjög mikið,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Haft meiri áhrif en fólk átti sig á Birgir útskýrir að jarðhræringar á Reykjanesskaga hafi haft mikil áhrif á eftirspurn eftir komu til Íslands. Hann segir ferðaþjónustuna ekki eiga við verkföllunum. „Þetta hefur verið miklu þyngra en ég held að fólk geri sér grein fyrir. Þetta kemur á gríðarlega vondum tíma og ég vona innilega að aðilar nái saman og það komi ekki til þess að vinnustöðvun verði,“ segir hann og tekur fram að hann óttist um áhrifin á íslenska ferðaþjónustu í heild sinni. Aðspurður um hvort markmiðið verkfallsins komist ekki til skila verði áhrifin þau sem Birgir lýsi segir hann svo vera, en bendir á að stóru flugfélögin séu ekki viðsemjendurnir í kjaradeilunni. „Við erum bara fórnarlömbin í þessu, og farþegar okkar, hótelin, og ferðaþjónustan á Íslandi,“ segir hann og ítrekar að hann beri virðingu fyrir kjarabaráttunni. „En það er mjög sárt að verða fyrir skaða, því ferðaþjónustan og flugfélögin mega ekki við því.“ Vonar að samningar náist Guðni Sigurðsson, hjá samskiptasviði Icelandair, segir í samtali við fréttastofu að flugfélagið skoði nú stöðuna og skipuleggi hvernig hægt sé að bregðast við breyttri flugdagskrá. Unnið sé að því koma dagskránni þannig fyrir að hún hafi áhrif á sem fæsta farþega. Hann tekur fram, líkt og Birgir, að hann vonist til að samningar milli flugumferðarstjóra og Isavia takist áður en að komi til verkfalla. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Fréttir af flugi Play Icelandair Kjaraviðræður 2023-25 Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira