Verkfallið komi á „gríðarlega vondum tíma“ Jón Þór Stefánsson skrifar 6. desember 2023 21:40 Upplýsingafulltrúi Play segir ferðaþjónustuna ekki mega við fyrirhuguðu verkfalli. Vísir/Vilhelm Flugfélögin Play og Icelandair skoða nú viðbrögð sín við fyrirhuguðu verkfalli flugumferðarstjóra á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Verkfallið mun hafa mikil áhrif á starfsemi félaganna, en eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að fljúga án starfandi flugumferðarstjórnar. „Í fyrsta lagi berum við virðingu fyrir kjarabaráttu og réttinum til að standa í henni. Það er augljóst að það er slæmt að samningar hafi verið lausir svona lengi. En það er alveg ljóst að þetta kemur á versta tíma fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi. Þetta er gagngert sett upp til að raska starfsemi flugfélaganna mjög mikið,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Haft meiri áhrif en fólk átti sig á Birgir útskýrir að jarðhræringar á Reykjanesskaga hafi haft mikil áhrif á eftirspurn eftir komu til Íslands. Hann segir ferðaþjónustuna ekki eiga við verkföllunum. „Þetta hefur verið miklu þyngra en ég held að fólk geri sér grein fyrir. Þetta kemur á gríðarlega vondum tíma og ég vona innilega að aðilar nái saman og það komi ekki til þess að vinnustöðvun verði,“ segir hann og tekur fram að hann óttist um áhrifin á íslenska ferðaþjónustu í heild sinni. Aðspurður um hvort markmiðið verkfallsins komist ekki til skila verði áhrifin þau sem Birgir lýsi segir hann svo vera, en bendir á að stóru flugfélögin séu ekki viðsemjendurnir í kjaradeilunni. „Við erum bara fórnarlömbin í þessu, og farþegar okkar, hótelin, og ferðaþjónustan á Íslandi,“ segir hann og ítrekar að hann beri virðingu fyrir kjarabaráttunni. „En það er mjög sárt að verða fyrir skaða, því ferðaþjónustan og flugfélögin mega ekki við því.“ Vonar að samningar náist Guðni Sigurðsson, hjá samskiptasviði Icelandair, segir í samtali við fréttastofu að flugfélagið skoði nú stöðuna og skipuleggi hvernig hægt sé að bregðast við breyttri flugdagskrá. Unnið sé að því koma dagskránni þannig fyrir að hún hafi áhrif á sem fæsta farþega. Hann tekur fram, líkt og Birgir, að hann vonist til að samningar milli flugumferðarstjóra og Isavia takist áður en að komi til verkfalla. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Fréttir af flugi Play Icelandair Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Verkfallið mun hafa mikil áhrif á starfsemi félaganna, en eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að fljúga án starfandi flugumferðarstjórnar. „Í fyrsta lagi berum við virðingu fyrir kjarabaráttu og réttinum til að standa í henni. Það er augljóst að það er slæmt að samningar hafi verið lausir svona lengi. En það er alveg ljóst að þetta kemur á versta tíma fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi. Þetta er gagngert sett upp til að raska starfsemi flugfélaganna mjög mikið,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Haft meiri áhrif en fólk átti sig á Birgir útskýrir að jarðhræringar á Reykjanesskaga hafi haft mikil áhrif á eftirspurn eftir komu til Íslands. Hann segir ferðaþjónustuna ekki eiga við verkföllunum. „Þetta hefur verið miklu þyngra en ég held að fólk geri sér grein fyrir. Þetta kemur á gríðarlega vondum tíma og ég vona innilega að aðilar nái saman og það komi ekki til þess að vinnustöðvun verði,“ segir hann og tekur fram að hann óttist um áhrifin á íslenska ferðaþjónustu í heild sinni. Aðspurður um hvort markmiðið verkfallsins komist ekki til skila verði áhrifin þau sem Birgir lýsi segir hann svo vera, en bendir á að stóru flugfélögin séu ekki viðsemjendurnir í kjaradeilunni. „Við erum bara fórnarlömbin í þessu, og farþegar okkar, hótelin, og ferðaþjónustan á Íslandi,“ segir hann og ítrekar að hann beri virðingu fyrir kjarabaráttunni. „En það er mjög sárt að verða fyrir skaða, því ferðaþjónustan og flugfélögin mega ekki við því.“ Vonar að samningar náist Guðni Sigurðsson, hjá samskiptasviði Icelandair, segir í samtali við fréttastofu að flugfélagið skoði nú stöðuna og skipuleggi hvernig hægt sé að bregðast við breyttri flugdagskrá. Unnið sé að því koma dagskránni þannig fyrir að hún hafi áhrif á sem fæsta farþega. Hann tekur fram, líkt og Birgir, að hann vonist til að samningar milli flugumferðarstjóra og Isavia takist áður en að komi til verkfalla. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Fréttir af flugi Play Icelandair Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira