Varar við því að hoppa á einfaldar lausnir við flóknum vandamálum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. desember 2023 19:33 Full ástæða er til að hafa áhyggjur af stöðu menntamála í ljósi nýbirtrar PISA könnunar. Þetta segir Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ. Vísir/Einar Full ástæða er til að hafa áhyggjur af stöðu menntamála í ljósi nýbirtrar PISA könnunar. Þetta segir Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ sem varar við því að hoppa á einfaldar lausnir við flóknum vandamálum. Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni reyndist undir meðaltali í þremur stóru sviðunum sem undir eru í PISA könnuninni; lesskilningi, stærðfræðilæsi og náttúrufræðilæsi. „Þetta eru þrjú mjög mikilvæg svið og það er full ástæða til að hafa áhyggjur af þessu og taka þetta alvarlega því við erum alls ekki á þeim stað sem við viljum vera.“ PISA könnunin gefur okkur vísbendingu um stöðu mála en hún segir hvorki til um hvernig við komumst á þennan stað né hvernig við snúum þróuninni við. Anna Kristín segir að kennsluhætti þurfi að rýna. Íslenskum kennurum hafi tekist vel til að skapa vingjarnlegt og gott andrúmsloft inni í kennslustofunni og að styrkleikarnir séu fjölmargir. Ný norræn rannsókn varpi ljósi á bæði styrkleika og veikleika kennsluháttanna. „En við sjáum líka að það þarf að styrkja það sem við getum kallað vitsmunalega áskorun; verkefni sem reyna á nemendur. Við þurfum að skoða samræðuhefðina inni í skólastofunum og hvernig tími er nýttur og ýmislegt svona.“ Þá sé stuðningur sveitarfélaga við grunnskólana of brotakenndur. Ný rannsókn frá Háskólanum á Akureyri varpi ljósi á það. „Stuðningurinn er mjög misjafn eftir sveitarfélögum og það eru kannski bara örfá stærstu sveitarfélögin sem hafa getað gert þetta af einhverju viti, að styðja skólana og það er skortur á faglegri forystu og þetta þarf að taka líka í gegn. Hér eru allt of mörg lítil sveitarfélög sem hafa ekki bolmagn til að styðja við skólana.“ Anna Kristín bendir á að niðurstaðan eigi ekki að koma neinu skólafólki á óvart. Flestir þeir nemendur sem tóku PISA prófið hafa líka á hverju ári tekið próf sem kallast lesferill. „Þurfti þetta að koma á óvart? Þau eru komin í níunda bekk í grunnskóla. Eigum við ekki að vita í hvað stefndi?“ spyr Anna Kristín sem bendir á að forvitnilegt væri að skoða hvernig þessi árgangur hefði komið út úr þeim prófum, til dæmis í fimmta, sjötta og sjöunda bekk. „Og hvernig var brugðist við? Hefði þá verið hægt að bregðast betur við því?“ PISA-könnun Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir „Ótrúlegt að menn horfist ekki í augu við þetta og axli ábyrgð“ „Það molnar stanslaust undan okkur. Hversu miklum lífsgæðum þurfum við að fórna og hversu mörgum tækifærum nemenda okkar þurfum við að fórna þar til við grípum í taumana og vöknum?“ 6. desember 2023 15:27 Fátækari með hverju árinu! Í dag sat ég kynningu á könnun Vörðu rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sem unnin var fyrir ÖBÍ réttindasamtök um hagi fatlaðs fólks á Íslandi. 6. desember 2023 15:02 PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni reyndist undir meðaltali í þremur stóru sviðunum sem undir eru í PISA könnuninni; lesskilningi, stærðfræðilæsi og náttúrufræðilæsi. „Þetta eru þrjú mjög mikilvæg svið og það er full ástæða til að hafa áhyggjur af þessu og taka þetta alvarlega því við erum alls ekki á þeim stað sem við viljum vera.“ PISA könnunin gefur okkur vísbendingu um stöðu mála en hún segir hvorki til um hvernig við komumst á þennan stað né hvernig við snúum þróuninni við. Anna Kristín segir að kennsluhætti þurfi að rýna. Íslenskum kennurum hafi tekist vel til að skapa vingjarnlegt og gott andrúmsloft inni í kennslustofunni og að styrkleikarnir séu fjölmargir. Ný norræn rannsókn varpi ljósi á bæði styrkleika og veikleika kennsluháttanna. „En við sjáum líka að það þarf að styrkja það sem við getum kallað vitsmunalega áskorun; verkefni sem reyna á nemendur. Við þurfum að skoða samræðuhefðina inni í skólastofunum og hvernig tími er nýttur og ýmislegt svona.“ Þá sé stuðningur sveitarfélaga við grunnskólana of brotakenndur. Ný rannsókn frá Háskólanum á Akureyri varpi ljósi á það. „Stuðningurinn er mjög misjafn eftir sveitarfélögum og það eru kannski bara örfá stærstu sveitarfélögin sem hafa getað gert þetta af einhverju viti, að styðja skólana og það er skortur á faglegri forystu og þetta þarf að taka líka í gegn. Hér eru allt of mörg lítil sveitarfélög sem hafa ekki bolmagn til að styðja við skólana.“ Anna Kristín bendir á að niðurstaðan eigi ekki að koma neinu skólafólki á óvart. Flestir þeir nemendur sem tóku PISA prófið hafa líka á hverju ári tekið próf sem kallast lesferill. „Þurfti þetta að koma á óvart? Þau eru komin í níunda bekk í grunnskóla. Eigum við ekki að vita í hvað stefndi?“ spyr Anna Kristín sem bendir á að forvitnilegt væri að skoða hvernig þessi árgangur hefði komið út úr þeim prófum, til dæmis í fimmta, sjötta og sjöunda bekk. „Og hvernig var brugðist við? Hefði þá verið hægt að bregðast betur við því?“
PISA-könnun Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir „Ótrúlegt að menn horfist ekki í augu við þetta og axli ábyrgð“ „Það molnar stanslaust undan okkur. Hversu miklum lífsgæðum þurfum við að fórna og hversu mörgum tækifærum nemenda okkar þurfum við að fórna þar til við grípum í taumana og vöknum?“ 6. desember 2023 15:27 Fátækari með hverju árinu! Í dag sat ég kynningu á könnun Vörðu rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sem unnin var fyrir ÖBÍ réttindasamtök um hagi fatlaðs fólks á Íslandi. 6. desember 2023 15:02 PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
„Ótrúlegt að menn horfist ekki í augu við þetta og axli ábyrgð“ „Það molnar stanslaust undan okkur. Hversu miklum lífsgæðum þurfum við að fórna og hversu mörgum tækifærum nemenda okkar þurfum við að fórna þar til við grípum í taumana og vöknum?“ 6. desember 2023 15:27
Fátækari með hverju árinu! Í dag sat ég kynningu á könnun Vörðu rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sem unnin var fyrir ÖBÍ réttindasamtök um hagi fatlaðs fólks á Íslandi. 6. desember 2023 15:02
PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41