Sögulegt: Fyrsta sinn sem Ísland vinnur gömlu herraþjóðina á danskri grundu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2023 14:31 Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, fagnar sigri á Dönum. KSÍ Íslenska kvennalandsliðið endaði árið á frábærum sigri á Dönum í lokaleik sínum í Þjóðadeildinni í gær og náði um leið vonandi að brjóta múr sem hefur staðið alltof lengi. Fyrir leikinn í gær hafði íslenskt A-landslið í fótbolta nefnilega aldrei náð að vinna Danmörku á danskri grundu. Karlalandsliðið er reyndar án sigurs á móti Dönum, sama hvar hefur verið spilað í heiminum, en kvennalandsliðið hafði aldrei áður náð að fagna sigri í Danmörku. Stelpurnar okkar voru samt að vinna danska landsliðið í þriðja sinn í gær en báðir hinir sigrarnir komu á Algarve mótinu í Portúgal, annar árið 2011 en hinn árið 2016. Þetta var þriðji leikur kvennalandsliðsins á móti Dönum í Danmörku en hinir leikirnir enduðuu með 1-1 jafntefli og 2-0 tapi. Það er aftur á móti mun ljótari lestur að skoða árangur karlalandsliðsins á móti Danmörku á danskri grundu. Allir níu leikirnir hafa tapast og markatalan er 29 mörk í mínus eða 5-34. Þar munar vissulega mikið um frægasta tapið sem kom í fyrsta leik íslensks A-landsliðs í fótbolta á danskri grundu. Danir unnu 14-2 sigur á Íslandi á Parken 23. ágúst 1967. Síðan þá höfðu íslensku A-landsliðin leikið tíu leiki í Danmörku án þess að vinna. Þar til í Viborg í gærkvöldi. Karlalandsliðið hefur skorað í síðustu tveimur leikjum sínum í Danmörku og þeir hafa báðir tapast með minnsta mun. Þetta voru fyrstu mörk karlanna á danskri grundu síðan árið 1974 en fram að þeim höfðu 67% marka Íslands á móti Dönum í Danmörku komið í fræga 14-2 tapinu. Löng bið Fyrir leikinn í gær höfðu íslensk A-landslið, karla eða kvenna, spilað ellefu sinnum á danskri grundu, tíu leikir höfðu tapaðst og sá ellefti endaði með jafntefli. Markalatan var 6-37 Dönum í vil. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Innhólf Karólínu fullt af þakklátum Þjóðverjum Íslensku stelpurnar í fótboltalandsliðinu unnu ekki bara frækinn sigur gegn Dönum í gærkvöld heldur gerðu þær Þjóðverjum risastóran greiða um leið. Og Þjóðverjarnir hafa verið duglegir að þakka fyrir sig. 6. desember 2023 13:00 Fjölskyldan í skýjunum með frumraun Fanneyjar Hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir, stimplaði sig rækilega inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er hún átti stórleik í sínum fyrsta A-landsleik. Leik gegn Dönum á útivelli í Þjóðadeildinni sem endaði með eins marks sigri Íslands. Fjölskylda Fanneyjar var á vellinum í Viborg og segir faðir hennar, Birkir Ingibjartsson, dóttur sína aldeilis hafa sýnt hvað í sér býr. 6. desember 2023 12:00 Danir í sárum eftir „fíaskóið“ gegn Íslandi Danir eru í öngum sínum yfir að hafa ekki nýtt tækifærið til að komast í dauðafæri á að fara á Ólympíuleikana næsta sumar. Tapið gegn Íslandi í gær, 1-0, er þeim afar dýrkeypt. 6. desember 2023 09:31 „Ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska“ „Hlýtur að vera, við erum með sex stig úr þessum glugga og frábært að vinna,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, aðspurður hvort þetta væri fullkominn endir á árinu en lið hans lagði Danmörku ytra í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:31 Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10 Einkunnir Íslands: Fullkomin frumraun hjá átján ára nýliða Hin átján ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir, fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir og markaskorarinn Karólína Lea Vilhjálmsdóttir stóðu upp úr í fræknum 1-0 sigri Íslands gegn Danmörku í kvöld. 5. desember 2023 20:56 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Fyrir leikinn í gær hafði íslenskt A-landslið í fótbolta nefnilega aldrei náð að vinna Danmörku á danskri grundu. Karlalandsliðið er reyndar án sigurs á móti Dönum, sama hvar hefur verið spilað í heiminum, en kvennalandsliðið hafði aldrei áður náð að fagna sigri í Danmörku. Stelpurnar okkar voru samt að vinna danska landsliðið í þriðja sinn í gær en báðir hinir sigrarnir komu á Algarve mótinu í Portúgal, annar árið 2011 en hinn árið 2016. Þetta var þriðji leikur kvennalandsliðsins á móti Dönum í Danmörku en hinir leikirnir enduðuu með 1-1 jafntefli og 2-0 tapi. Það er aftur á móti mun ljótari lestur að skoða árangur karlalandsliðsins á móti Danmörku á danskri grundu. Allir níu leikirnir hafa tapast og markatalan er 29 mörk í mínus eða 5-34. Þar munar vissulega mikið um frægasta tapið sem kom í fyrsta leik íslensks A-landsliðs í fótbolta á danskri grundu. Danir unnu 14-2 sigur á Íslandi á Parken 23. ágúst 1967. Síðan þá höfðu íslensku A-landsliðin leikið tíu leiki í Danmörku án þess að vinna. Þar til í Viborg í gærkvöldi. Karlalandsliðið hefur skorað í síðustu tveimur leikjum sínum í Danmörku og þeir hafa báðir tapast með minnsta mun. Þetta voru fyrstu mörk karlanna á danskri grundu síðan árið 1974 en fram að þeim höfðu 67% marka Íslands á móti Dönum í Danmörku komið í fræga 14-2 tapinu. Löng bið Fyrir leikinn í gær höfðu íslensk A-landslið, karla eða kvenna, spilað ellefu sinnum á danskri grundu, tíu leikir höfðu tapaðst og sá ellefti endaði með jafntefli. Markalatan var 6-37 Dönum í vil.
Löng bið Fyrir leikinn í gær höfðu íslensk A-landslið, karla eða kvenna, spilað ellefu sinnum á danskri grundu, tíu leikir höfðu tapaðst og sá ellefti endaði með jafntefli. Markalatan var 6-37 Dönum í vil.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Innhólf Karólínu fullt af þakklátum Þjóðverjum Íslensku stelpurnar í fótboltalandsliðinu unnu ekki bara frækinn sigur gegn Dönum í gærkvöld heldur gerðu þær Þjóðverjum risastóran greiða um leið. Og Þjóðverjarnir hafa verið duglegir að þakka fyrir sig. 6. desember 2023 13:00 Fjölskyldan í skýjunum með frumraun Fanneyjar Hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir, stimplaði sig rækilega inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er hún átti stórleik í sínum fyrsta A-landsleik. Leik gegn Dönum á útivelli í Þjóðadeildinni sem endaði með eins marks sigri Íslands. Fjölskylda Fanneyjar var á vellinum í Viborg og segir faðir hennar, Birkir Ingibjartsson, dóttur sína aldeilis hafa sýnt hvað í sér býr. 6. desember 2023 12:00 Danir í sárum eftir „fíaskóið“ gegn Íslandi Danir eru í öngum sínum yfir að hafa ekki nýtt tækifærið til að komast í dauðafæri á að fara á Ólympíuleikana næsta sumar. Tapið gegn Íslandi í gær, 1-0, er þeim afar dýrkeypt. 6. desember 2023 09:31 „Ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska“ „Hlýtur að vera, við erum með sex stig úr þessum glugga og frábært að vinna,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, aðspurður hvort þetta væri fullkominn endir á árinu en lið hans lagði Danmörku ytra í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:31 Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10 Einkunnir Íslands: Fullkomin frumraun hjá átján ára nýliða Hin átján ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir, fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir og markaskorarinn Karólína Lea Vilhjálmsdóttir stóðu upp úr í fræknum 1-0 sigri Íslands gegn Danmörku í kvöld. 5. desember 2023 20:56 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Innhólf Karólínu fullt af þakklátum Þjóðverjum Íslensku stelpurnar í fótboltalandsliðinu unnu ekki bara frækinn sigur gegn Dönum í gærkvöld heldur gerðu þær Þjóðverjum risastóran greiða um leið. Og Þjóðverjarnir hafa verið duglegir að þakka fyrir sig. 6. desember 2023 13:00
Fjölskyldan í skýjunum með frumraun Fanneyjar Hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir, stimplaði sig rækilega inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er hún átti stórleik í sínum fyrsta A-landsleik. Leik gegn Dönum á útivelli í Þjóðadeildinni sem endaði með eins marks sigri Íslands. Fjölskylda Fanneyjar var á vellinum í Viborg og segir faðir hennar, Birkir Ingibjartsson, dóttur sína aldeilis hafa sýnt hvað í sér býr. 6. desember 2023 12:00
Danir í sárum eftir „fíaskóið“ gegn Íslandi Danir eru í öngum sínum yfir að hafa ekki nýtt tækifærið til að komast í dauðafæri á að fara á Ólympíuleikana næsta sumar. Tapið gegn Íslandi í gær, 1-0, er þeim afar dýrkeypt. 6. desember 2023 09:31
„Ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska“ „Hlýtur að vera, við erum með sex stig úr þessum glugga og frábært að vinna,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, aðspurður hvort þetta væri fullkominn endir á árinu en lið hans lagði Danmörku ytra í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:31
Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10
Einkunnir Íslands: Fullkomin frumraun hjá átján ára nýliða Hin átján ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir, fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir og markaskorarinn Karólína Lea Vilhjálmsdóttir stóðu upp úr í fræknum 1-0 sigri Íslands gegn Danmörku í kvöld. 5. desember 2023 20:56