Dæmdir fyrir kannabisræktun: Skilorð vegna gríðarlegs dráttar Árni Sæberg skrifar 6. desember 2023 13:54 Héraðsdómur Reykjavíkur gagnrýndi drátt á rannsókn málsins og útgáfu ákæru. Vísir/Vilhelm Fjórir karlmenn hafa verið sakfelldir fyrir að hafa staðið að umfangsmikilli kannabisræktun sem upp komst um árið 2017. Mennirnir hlutu allir skilorðsbundna dóma vegna mikils dráttar á rannsókn málsins og enn meiri dráttar á útgáfu ákæru. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að mennirnir hafi í fyrsta lagi verið ákærðir fyrir að hafa í júlí árið 2017, í iðnaðarhúsnæði að Köllunarklettsvegi í Reykjavík, í félagi haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni tæp fimm kíló af kannabisstönglum, tæp 2,2 kíló af maríhúana og 301 kannabisplöntu, og hafa um nokkurt skeið fram til þess dags ræktað greindar plöntur. Tveir þeirra voru einnig ákærðir fyrir að hafa á sama tíma haft vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 199 kannabisplöntur í iðnaðarhúsnæði að Hafnarbraut í Kópavogi. Þá var sá þriðji ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 513,36 grömm af maríhúana. Klipptu bara plönturnar Í fyrsta ákærulið játaði einn mannanna sök og var sakfelldur fyrir fíkniefnabrot. Tveir mannanna neituðu sök í málinu en játuðu þó að hafa aðstoðað við að klippa plöntur í ræktuninni að Köllunarklettsvegi. Þeir upplýstu hver hefði beðið þá um það. Í dóminum segir að þeim hefði ekki getað dulist að í húsinu hafi farið fram fíkniefnaframleiðsla í sölu- og dreifingarskyni. Aðkoma þeirra hafi samt sem áður verið svo lítið að hún teldist aðeins til hlutdeildar í broti aðalmannsins. Fjórði maðurinn neitaði alfarið sök en dómurinn taldi sannað að hann hefði vanið komur sínar í húsið og klippt þar plöntur. Hann var því einnig dæmdur fyrir hlutdeild. Lagði til húsnæðið Hvað varðar plönturnar í Kópavogi játaði aðalamaðurinn í framangreindu broti sök og var sakfelldur. Hinn maðurinn, sem neitaði alfarið sök í fyrri ákærulið, gerði það sömuleiðis hvað varðar hina ræktunina. Dómurinn taldi hins vegar hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hafi lagt umrætt húsnæði til ræktunarinnar. Þá taldi dómurinn sannað að hann hafi hlotið að hafa vitað af ræktuninni þar innan dyra og tekið þátt í henni ásamt hinum manninum. Því var hann sakfelldur fyrir brotið. Loks var þriðji maðurinn sakfelldur fyrir að hafa haft rúmt hálft kíló af marihúana, ætluðu til sölu og dreigingar, í fórum sínum. Rannsókn dróst og útgáfa ákæru enn meira Í dóminum segir að brotin sem ákært var fyrir hafi verið framin í júlí árið 2017. Rannsókn málsins hafi dregist nokkuð en þó verið lokið í maí árið 2019. Ákæra hafi hins vegar ekki verið gefin út fyrr en í maí þessa árs, eða nærri sex árum eftir að umrædd brot voru framin og fjórum árum eftir að rannsókn var að fullu lokið. Ákærandi málsins hefði enga skýringu gefið á þessum mikla drætti á því að ákæra yrði gefin út, en um væri að ræða tiltölulega einfalt og afmarkað mál. „Er óhjákvæmilegt annað en að tekið verði tillit til þessa við ákvörðun refsinga ákærðu í málinu þannig að þær verði bæði vægari en ella og að öllu leyti skilorðsbundnar þar sem ella hefði verið dæmd óskilorðsbundin refsing.“ Mennirnir hlutu níu mánaða, sex mánaða og tveggja mánaða skilorðsbundna refsingu. Ákvörðun refsingar þess sem aðeins var sakfelldur fyrir hlutdeild í broti samkvæmt fyrsta ákærulið var frestað. Dómsmál Fíkniefnabrot Reykjavík Kópavogur Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að mennirnir hafi í fyrsta lagi verið ákærðir fyrir að hafa í júlí árið 2017, í iðnaðarhúsnæði að Köllunarklettsvegi í Reykjavík, í félagi haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni tæp fimm kíló af kannabisstönglum, tæp 2,2 kíló af maríhúana og 301 kannabisplöntu, og hafa um nokkurt skeið fram til þess dags ræktað greindar plöntur. Tveir þeirra voru einnig ákærðir fyrir að hafa á sama tíma haft vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 199 kannabisplöntur í iðnaðarhúsnæði að Hafnarbraut í Kópavogi. Þá var sá þriðji ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 513,36 grömm af maríhúana. Klipptu bara plönturnar Í fyrsta ákærulið játaði einn mannanna sök og var sakfelldur fyrir fíkniefnabrot. Tveir mannanna neituðu sök í málinu en játuðu þó að hafa aðstoðað við að klippa plöntur í ræktuninni að Köllunarklettsvegi. Þeir upplýstu hver hefði beðið þá um það. Í dóminum segir að þeim hefði ekki getað dulist að í húsinu hafi farið fram fíkniefnaframleiðsla í sölu- og dreifingarskyni. Aðkoma þeirra hafi samt sem áður verið svo lítið að hún teldist aðeins til hlutdeildar í broti aðalmannsins. Fjórði maðurinn neitaði alfarið sök en dómurinn taldi sannað að hann hefði vanið komur sínar í húsið og klippt þar plöntur. Hann var því einnig dæmdur fyrir hlutdeild. Lagði til húsnæðið Hvað varðar plönturnar í Kópavogi játaði aðalamaðurinn í framangreindu broti sök og var sakfelldur. Hinn maðurinn, sem neitaði alfarið sök í fyrri ákærulið, gerði það sömuleiðis hvað varðar hina ræktunina. Dómurinn taldi hins vegar hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hafi lagt umrætt húsnæði til ræktunarinnar. Þá taldi dómurinn sannað að hann hafi hlotið að hafa vitað af ræktuninni þar innan dyra og tekið þátt í henni ásamt hinum manninum. Því var hann sakfelldur fyrir brotið. Loks var þriðji maðurinn sakfelldur fyrir að hafa haft rúmt hálft kíló af marihúana, ætluðu til sölu og dreigingar, í fórum sínum. Rannsókn dróst og útgáfa ákæru enn meira Í dóminum segir að brotin sem ákært var fyrir hafi verið framin í júlí árið 2017. Rannsókn málsins hafi dregist nokkuð en þó verið lokið í maí árið 2019. Ákæra hafi hins vegar ekki verið gefin út fyrr en í maí þessa árs, eða nærri sex árum eftir að umrædd brot voru framin og fjórum árum eftir að rannsókn var að fullu lokið. Ákærandi málsins hefði enga skýringu gefið á þessum mikla drætti á því að ákæra yrði gefin út, en um væri að ræða tiltölulega einfalt og afmarkað mál. „Er óhjákvæmilegt annað en að tekið verði tillit til þessa við ákvörðun refsinga ákærðu í málinu þannig að þær verði bæði vægari en ella og að öllu leyti skilorðsbundnar þar sem ella hefði verið dæmd óskilorðsbundin refsing.“ Mennirnir hlutu níu mánaða, sex mánaða og tveggja mánaða skilorðsbundna refsingu. Ákvörðun refsingar þess sem aðeins var sakfelldur fyrir hlutdeild í broti samkvæmt fyrsta ákærulið var frestað.
Dómsmál Fíkniefnabrot Reykjavík Kópavogur Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira