Hvert er hneykslið? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 6. desember 2023 14:02 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fetar í fótspor ýmissa samflokksmanna sinna og hjólar í Ríkissjónvarpið fyrir umfjöllun sem honum er ekki þóknanleg. Það var umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um íslensku krónuna sem fór svona fyrir brjóstið á honum, helst þeir viðmælendur sem bentu á galla gjaldmiðilsins. Hann kallaði umfjöllunina hneyksli. Nú er ég efnislega ósammála Bjarna. Þetta var ágæt umfjöllun um álitamál sem varðar eina stærstu hagsmuni íslensks samfélags. Að við formaður Sjálfstæðisflokksins séum ósammála um krónuna er ekkert nýtt og ekki það sem vekur sérstök viðbrögð hjá mér. Þessar fýlubombur úr garði Sjálfstæðisflokksins á fjölmiðla sem ekki flytja þeim þóknanlegar fréttir eða eru með umfjöllun sem ekki er löguð að hagsmunum þeirra eru hins vegar komnar út úr öllu korti. Það er lykilhlutverk fjölmiðla í lýðræðissamfélagi að upplýsa almenning, vera vettvangur gagnrýninnar þjóðfélagsumræðu og veita stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald. Ég trúi ekki að það sé sjálfstætt markmið Sjálfstæðisflokksins að koma í veg fyrir slíkt aðhald. Þótt umræðan sé þeim erfið og fátt um svör. Íslenska krónan er heimilum og minni fyrirtækjum óhagstæð líkt og Viðreisn hefur ítrekað bent á og rökstutt. Krónuhagkerfið kostar íslensk heimili og minni fyrirtæki gríðarlegar fjárhæðir og viðbótarkostnaður felst svo í því að ríkissjóður greiðir tugi milljarða króna í vaxtakostnað umfram það sem yrði með öðrum gjaldmiðli. Það eru peningar sem eru ekki notaðir í önnur og öllu áhugaverðari verkefni. Ekki notaðir til að bæta stöðu bágstaddra og ekki notaðir til að styrkja heilbrigðiskerfi svo dæmi séu tekin. Nei Bjarni, hneykslið er að ríkisstjórnin neitar að horfast í augu við ábyrgð sína hér. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Íslenska krónan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ríkisútvarpið Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fetar í fótspor ýmissa samflokksmanna sinna og hjólar í Ríkissjónvarpið fyrir umfjöllun sem honum er ekki þóknanleg. Það var umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um íslensku krónuna sem fór svona fyrir brjóstið á honum, helst þeir viðmælendur sem bentu á galla gjaldmiðilsins. Hann kallaði umfjöllunina hneyksli. Nú er ég efnislega ósammála Bjarna. Þetta var ágæt umfjöllun um álitamál sem varðar eina stærstu hagsmuni íslensks samfélags. Að við formaður Sjálfstæðisflokksins séum ósammála um krónuna er ekkert nýtt og ekki það sem vekur sérstök viðbrögð hjá mér. Þessar fýlubombur úr garði Sjálfstæðisflokksins á fjölmiðla sem ekki flytja þeim þóknanlegar fréttir eða eru með umfjöllun sem ekki er löguð að hagsmunum þeirra eru hins vegar komnar út úr öllu korti. Það er lykilhlutverk fjölmiðla í lýðræðissamfélagi að upplýsa almenning, vera vettvangur gagnrýninnar þjóðfélagsumræðu og veita stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald. Ég trúi ekki að það sé sjálfstætt markmið Sjálfstæðisflokksins að koma í veg fyrir slíkt aðhald. Þótt umræðan sé þeim erfið og fátt um svör. Íslenska krónan er heimilum og minni fyrirtækjum óhagstæð líkt og Viðreisn hefur ítrekað bent á og rökstutt. Krónuhagkerfið kostar íslensk heimili og minni fyrirtæki gríðarlegar fjárhæðir og viðbótarkostnaður felst svo í því að ríkissjóður greiðir tugi milljarða króna í vaxtakostnað umfram það sem yrði með öðrum gjaldmiðli. Það eru peningar sem eru ekki notaðir í önnur og öllu áhugaverðari verkefni. Ekki notaðir til að bæta stöðu bágstaddra og ekki notaðir til að styrkja heilbrigðiskerfi svo dæmi séu tekin. Nei Bjarni, hneykslið er að ríkisstjórnin neitar að horfast í augu við ábyrgð sína hér. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun