Hvert er hneykslið? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 6. desember 2023 14:02 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fetar í fótspor ýmissa samflokksmanna sinna og hjólar í Ríkissjónvarpið fyrir umfjöllun sem honum er ekki þóknanleg. Það var umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um íslensku krónuna sem fór svona fyrir brjóstið á honum, helst þeir viðmælendur sem bentu á galla gjaldmiðilsins. Hann kallaði umfjöllunina hneyksli. Nú er ég efnislega ósammála Bjarna. Þetta var ágæt umfjöllun um álitamál sem varðar eina stærstu hagsmuni íslensks samfélags. Að við formaður Sjálfstæðisflokksins séum ósammála um krónuna er ekkert nýtt og ekki það sem vekur sérstök viðbrögð hjá mér. Þessar fýlubombur úr garði Sjálfstæðisflokksins á fjölmiðla sem ekki flytja þeim þóknanlegar fréttir eða eru með umfjöllun sem ekki er löguð að hagsmunum þeirra eru hins vegar komnar út úr öllu korti. Það er lykilhlutverk fjölmiðla í lýðræðissamfélagi að upplýsa almenning, vera vettvangur gagnrýninnar þjóðfélagsumræðu og veita stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald. Ég trúi ekki að það sé sjálfstætt markmið Sjálfstæðisflokksins að koma í veg fyrir slíkt aðhald. Þótt umræðan sé þeim erfið og fátt um svör. Íslenska krónan er heimilum og minni fyrirtækjum óhagstæð líkt og Viðreisn hefur ítrekað bent á og rökstutt. Krónuhagkerfið kostar íslensk heimili og minni fyrirtæki gríðarlegar fjárhæðir og viðbótarkostnaður felst svo í því að ríkissjóður greiðir tugi milljarða króna í vaxtakostnað umfram það sem yrði með öðrum gjaldmiðli. Það eru peningar sem eru ekki notaðir í önnur og öllu áhugaverðari verkefni. Ekki notaðir til að bæta stöðu bágstaddra og ekki notaðir til að styrkja heilbrigðiskerfi svo dæmi séu tekin. Nei Bjarni, hneykslið er að ríkisstjórnin neitar að horfast í augu við ábyrgð sína hér. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Íslenska krónan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ríkisútvarpið Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fetar í fótspor ýmissa samflokksmanna sinna og hjólar í Ríkissjónvarpið fyrir umfjöllun sem honum er ekki þóknanleg. Það var umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um íslensku krónuna sem fór svona fyrir brjóstið á honum, helst þeir viðmælendur sem bentu á galla gjaldmiðilsins. Hann kallaði umfjöllunina hneyksli. Nú er ég efnislega ósammála Bjarna. Þetta var ágæt umfjöllun um álitamál sem varðar eina stærstu hagsmuni íslensks samfélags. Að við formaður Sjálfstæðisflokksins séum ósammála um krónuna er ekkert nýtt og ekki það sem vekur sérstök viðbrögð hjá mér. Þessar fýlubombur úr garði Sjálfstæðisflokksins á fjölmiðla sem ekki flytja þeim þóknanlegar fréttir eða eru með umfjöllun sem ekki er löguð að hagsmunum þeirra eru hins vegar komnar út úr öllu korti. Það er lykilhlutverk fjölmiðla í lýðræðissamfélagi að upplýsa almenning, vera vettvangur gagnrýninnar þjóðfélagsumræðu og veita stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald. Ég trúi ekki að það sé sjálfstætt markmið Sjálfstæðisflokksins að koma í veg fyrir slíkt aðhald. Þótt umræðan sé þeim erfið og fátt um svör. Íslenska krónan er heimilum og minni fyrirtækjum óhagstæð líkt og Viðreisn hefur ítrekað bent á og rökstutt. Krónuhagkerfið kostar íslensk heimili og minni fyrirtæki gríðarlegar fjárhæðir og viðbótarkostnaður felst svo í því að ríkissjóður greiðir tugi milljarða króna í vaxtakostnað umfram það sem yrði með öðrum gjaldmiðli. Það eru peningar sem eru ekki notaðir í önnur og öllu áhugaverðari verkefni. Ekki notaðir til að bæta stöðu bágstaddra og ekki notaðir til að styrkja heilbrigðiskerfi svo dæmi séu tekin. Nei Bjarni, hneykslið er að ríkisstjórnin neitar að horfast í augu við ábyrgð sína hér. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun