Er of vont veður á höfuðborgarsvæðinu fyrir almenningssamgöngur? Davíð Þorláksson skrifar 6. desember 2023 08:01 Höfuðborgarsvæðið með sína tæplega 250 þúsund íbúa er það 12 fjölmennasta á Norðurlöndum. Það telst því meðal meðalstórra Norrænna borga. Allar borgir á Norðurlöndum eru markvisst að reyna að minnka hlutdeild bílferða í daglegum ferðum íbúa til að bæta umferðarflæði og draga úr útblæstri. Sú leið sem farin var hér byggði á greiningum innlendra og erlendra sérfræðinga í skipulags- og samgöngumálum og var niðurstaðan að lang heppilegast væri að ráðast í gerð Borgarlínu, BRT- kerfis (bus rapid transit) til að bæta samgöngur til lengri tíma. Það þýðir einfaldlega að megin fjárfestingin felst í að leggja sér akbrautir fyrir strætisvagna, sem verða þá eins konar hraðbrautir milli hverfa auk þess að byggja upp vandaðar stöðvar sem eru aðgengilegar fyrir öll. Vagnar aka með hárri tíðni milli helstu hverfa, hratt og vel í gegnum höfuðborgarsvæðið og verða ekki fastir í umferð. Því er stundum haldið fram að of vont veður sé á Íslandi til þess að hægt sé að fjölga ferðum förnum í almenningssamgöngum. Þegar borgir Norðurlanda á svipuðum breiddargráðum eru skoðaðar þá sést að þær eru flestar, ef ekki allar, með hærra hlutfall ferða í almenningssamgöngum í dag og stefna á hærra hlutfall til framtíðar Það má líka sjá í ferðavenjukönnunum höfuðborgarsvæðisins að hlutfall ferða í almenningssamgöngum, gangandi og hjólandi er t.d. talsvert hærri í Laugardalnum og Vesturbænum heldur en í úthverfum og hinum sveitarfélögunum. Það blasir við að það er ekki vegna þess að þar sé betra veður. Eftir að hafa búið í Vestubænum um árabil get ég sagt að veður þar er ekki betra, nema síður sé. Skýringin er einföld. Þar sem er fjárfest í góðum almenningssamgöngum þar eru þær vel nýttar. Við mannskepnan erum í raun ekki flóknari en þetta: Við notum það sem er gott frekar en það sem er það ekki. Höfundur er framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Borgarlína Samgöngur Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Höfuðborgarsvæðið með sína tæplega 250 þúsund íbúa er það 12 fjölmennasta á Norðurlöndum. Það telst því meðal meðalstórra Norrænna borga. Allar borgir á Norðurlöndum eru markvisst að reyna að minnka hlutdeild bílferða í daglegum ferðum íbúa til að bæta umferðarflæði og draga úr útblæstri. Sú leið sem farin var hér byggði á greiningum innlendra og erlendra sérfræðinga í skipulags- og samgöngumálum og var niðurstaðan að lang heppilegast væri að ráðast í gerð Borgarlínu, BRT- kerfis (bus rapid transit) til að bæta samgöngur til lengri tíma. Það þýðir einfaldlega að megin fjárfestingin felst í að leggja sér akbrautir fyrir strætisvagna, sem verða þá eins konar hraðbrautir milli hverfa auk þess að byggja upp vandaðar stöðvar sem eru aðgengilegar fyrir öll. Vagnar aka með hárri tíðni milli helstu hverfa, hratt og vel í gegnum höfuðborgarsvæðið og verða ekki fastir í umferð. Því er stundum haldið fram að of vont veður sé á Íslandi til þess að hægt sé að fjölga ferðum förnum í almenningssamgöngum. Þegar borgir Norðurlanda á svipuðum breiddargráðum eru skoðaðar þá sést að þær eru flestar, ef ekki allar, með hærra hlutfall ferða í almenningssamgöngum í dag og stefna á hærra hlutfall til framtíðar Það má líka sjá í ferðavenjukönnunum höfuðborgarsvæðisins að hlutfall ferða í almenningssamgöngum, gangandi og hjólandi er t.d. talsvert hærri í Laugardalnum og Vesturbænum heldur en í úthverfum og hinum sveitarfélögunum. Það blasir við að það er ekki vegna þess að þar sé betra veður. Eftir að hafa búið í Vestubænum um árabil get ég sagt að veður þar er ekki betra, nema síður sé. Skýringin er einföld. Þar sem er fjárfest í góðum almenningssamgöngum þar eru þær vel nýttar. Við mannskepnan erum í raun ekki flóknari en þetta: Við notum það sem er gott frekar en það sem er það ekki. Höfundur er framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun