Rennur vatnið upp í móti? Jón Trausti Kárason skrifar 6. desember 2023 10:00 Það var framsýnt fólk sem ákvað fyrir meira en heilli öld að sækja vatn fyrir Reykvíkinga í Gvendarbrunnana í Heiðmörk. Þegar vatnsveitan tók til starfa, sumarið 1909, komu fyrstu vatnsgusurnar reyndar úr Elliðaánum en strax um haustið var búið að leggja lögn alla leið í Heiðmörkina og alla tíð síðan hafa gljúp hraunin þar boðið borgarbúum upp á náttúrulega síun á neysluvatninu. Þá var Heiðmörkin langt upp í sveit og þéttbýlið í Reykjavík bundið við Kvosina og Þingholtin. Síðan þá hefur íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgað úr 14 þúsund í 250 þúsund og ennþá stendur Heiðmörkin undir nánast allri vatnsöflun svæðisins, hvort tveggja til heimila og kröftugs atvinnulífs, sem að talsverðu leyti var mögulegt vegna öflugrar vatnsveitu. Okkur hefur borið gæfa til að standa vörð um þá náttúrugjöf sem vatnið í Heiðmörkinni er í meira en öld. Í gegnum tíðina hefur það kallað á ýmsar ráðstafanir og ákvarðanir þar sem almannahagurinn af vatnsverndinni hefur vegið þyngra en aðrir hagsmunir. Áformum um ný hverfi hefur verið breytt því þau þóttu þrengja að, rammi hefur verið settur um frístundaiðkun, bílaumferð takmörkuð, sérstakt eftirlit haft með olíuflutningum og svo framvegis og svo framvegis. Síðasta endurskoðun vatnsverndarinnar var gerð í samstarfi allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu árið 2015. Þá voru núverandi vatnsverndarsvæði á öllu höfuðborgarsvæðinu skilgreind og settar reglur um hvað mætti fara fram innan þeirra. Svæðin skiptast í; Brunnsvæði, þar sem sjálf vatnstakan fer fram. Þau skulu vera afgirt og innan þeirra má engin starfsemi vera nema í þágu vatnsveitunnar. Grannsvæði, sem eru svæðin næst brunnsvæðunum og vatnið þar rennur til brunnsvæðanna. Fjarsvæði tekur við af grannsvæði og nær frá mörkum grannsvæðis allt til enda aðrennslissvæðis vatnsbólanna. Öryggissvæði eru síðan skilgreind vegna staðbundinna aðstæðna, til dæmis ef grunnvatn eða yfirborðsvatn af slíku svæði er talið geta borist inn á hin svæðin við tilteknar aðstæður. Í umræðum um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu hefur vaknað spurningin hvers vegna vatnsverndarsvæðin í Heiðmörkinni nái „niður fyrir“ vatnsbólin sjálf. Ekki rennur vatnið upp í móti, eða hvað? Því er til að svara að rennsli grunnvatns er oft eftir einstökum sprungum þar sem stefna og dýpt sprungunnar ræður meiru en almenn hæð landsins í kring. Þá getur það líka gerst, einkum í leysingum á frosinni jörð, að yfirborðsvatn flæmist um stór svæði. Við þetta hækkaða vatnsborð getur vatn af svæðum undan straumi flætt um miklu stærra svæði en alla jafna og yfir land sem hærra stendur. Vatnstakan sjálf, dælingin úr bolholunum, hefur líka staðbundin áhrif. Dælingin lækkar vatnsborðið í grennd við holuna og getur með því dregið að vatn af svæði sem lægra stendur í landinu. Afmörkun vatnsverndarsvæðanna og einstakra hluta þeirra byggir á áratugalöngum rannsóknum á straumi vatnsins á og í hraununum austan byggðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Grunnvatnslíkanið sem afmörkunin byggir á er endurskoðað árlega þannig að sífellt eykst þekking okkar á þessari líklega mikilvægustu náttúrugjöf sem höfuðborgarsvæðið býr að. Okkur hjá Veitum er treyst fyrir því að standa vörð um þessa auðlind þannig að hún standi afkomendum okkar jafnfersk til boða og hún hefur þjónað okkur og forfeðrum okkar og -mæðrum síðustu 114 árin. Við viljum standa undir því trausti og tryggja lífsgæði til framtíðar. Höfundur er forstöðumaður Vatns- og fráveitu hjá Veitum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vatn Reykjavík Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það var framsýnt fólk sem ákvað fyrir meira en heilli öld að sækja vatn fyrir Reykvíkinga í Gvendarbrunnana í Heiðmörk. Þegar vatnsveitan tók til starfa, sumarið 1909, komu fyrstu vatnsgusurnar reyndar úr Elliðaánum en strax um haustið var búið að leggja lögn alla leið í Heiðmörkina og alla tíð síðan hafa gljúp hraunin þar boðið borgarbúum upp á náttúrulega síun á neysluvatninu. Þá var Heiðmörkin langt upp í sveit og þéttbýlið í Reykjavík bundið við Kvosina og Þingholtin. Síðan þá hefur íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgað úr 14 þúsund í 250 þúsund og ennþá stendur Heiðmörkin undir nánast allri vatnsöflun svæðisins, hvort tveggja til heimila og kröftugs atvinnulífs, sem að talsverðu leyti var mögulegt vegna öflugrar vatnsveitu. Okkur hefur borið gæfa til að standa vörð um þá náttúrugjöf sem vatnið í Heiðmörkinni er í meira en öld. Í gegnum tíðina hefur það kallað á ýmsar ráðstafanir og ákvarðanir þar sem almannahagurinn af vatnsverndinni hefur vegið þyngra en aðrir hagsmunir. Áformum um ný hverfi hefur verið breytt því þau þóttu þrengja að, rammi hefur verið settur um frístundaiðkun, bílaumferð takmörkuð, sérstakt eftirlit haft með olíuflutningum og svo framvegis og svo framvegis. Síðasta endurskoðun vatnsverndarinnar var gerð í samstarfi allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu árið 2015. Þá voru núverandi vatnsverndarsvæði á öllu höfuðborgarsvæðinu skilgreind og settar reglur um hvað mætti fara fram innan þeirra. Svæðin skiptast í; Brunnsvæði, þar sem sjálf vatnstakan fer fram. Þau skulu vera afgirt og innan þeirra má engin starfsemi vera nema í þágu vatnsveitunnar. Grannsvæði, sem eru svæðin næst brunnsvæðunum og vatnið þar rennur til brunnsvæðanna. Fjarsvæði tekur við af grannsvæði og nær frá mörkum grannsvæðis allt til enda aðrennslissvæðis vatnsbólanna. Öryggissvæði eru síðan skilgreind vegna staðbundinna aðstæðna, til dæmis ef grunnvatn eða yfirborðsvatn af slíku svæði er talið geta borist inn á hin svæðin við tilteknar aðstæður. Í umræðum um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu hefur vaknað spurningin hvers vegna vatnsverndarsvæðin í Heiðmörkinni nái „niður fyrir“ vatnsbólin sjálf. Ekki rennur vatnið upp í móti, eða hvað? Því er til að svara að rennsli grunnvatns er oft eftir einstökum sprungum þar sem stefna og dýpt sprungunnar ræður meiru en almenn hæð landsins í kring. Þá getur það líka gerst, einkum í leysingum á frosinni jörð, að yfirborðsvatn flæmist um stór svæði. Við þetta hækkaða vatnsborð getur vatn af svæðum undan straumi flætt um miklu stærra svæði en alla jafna og yfir land sem hærra stendur. Vatnstakan sjálf, dælingin úr bolholunum, hefur líka staðbundin áhrif. Dælingin lækkar vatnsborðið í grennd við holuna og getur með því dregið að vatn af svæði sem lægra stendur í landinu. Afmörkun vatnsverndarsvæðanna og einstakra hluta þeirra byggir á áratugalöngum rannsóknum á straumi vatnsins á og í hraununum austan byggðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Grunnvatnslíkanið sem afmörkunin byggir á er endurskoðað árlega þannig að sífellt eykst þekking okkar á þessari líklega mikilvægustu náttúrugjöf sem höfuðborgarsvæðið býr að. Okkur hjá Veitum er treyst fyrir því að standa vörð um þessa auðlind þannig að hún standi afkomendum okkar jafnfersk til boða og hún hefur þjónað okkur og forfeðrum okkar og -mæðrum síðustu 114 árin. Við viljum standa undir því trausti og tryggja lífsgæði til framtíðar. Höfundur er forstöðumaður Vatns- og fráveitu hjá Veitum.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun