Rennur vatnið upp í móti? Jón Trausti Kárason skrifar 6. desember 2023 10:00 Það var framsýnt fólk sem ákvað fyrir meira en heilli öld að sækja vatn fyrir Reykvíkinga í Gvendarbrunnana í Heiðmörk. Þegar vatnsveitan tók til starfa, sumarið 1909, komu fyrstu vatnsgusurnar reyndar úr Elliðaánum en strax um haustið var búið að leggja lögn alla leið í Heiðmörkina og alla tíð síðan hafa gljúp hraunin þar boðið borgarbúum upp á náttúrulega síun á neysluvatninu. Þá var Heiðmörkin langt upp í sveit og þéttbýlið í Reykjavík bundið við Kvosina og Þingholtin. Síðan þá hefur íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgað úr 14 þúsund í 250 þúsund og ennþá stendur Heiðmörkin undir nánast allri vatnsöflun svæðisins, hvort tveggja til heimila og kröftugs atvinnulífs, sem að talsverðu leyti var mögulegt vegna öflugrar vatnsveitu. Okkur hefur borið gæfa til að standa vörð um þá náttúrugjöf sem vatnið í Heiðmörkinni er í meira en öld. Í gegnum tíðina hefur það kallað á ýmsar ráðstafanir og ákvarðanir þar sem almannahagurinn af vatnsverndinni hefur vegið þyngra en aðrir hagsmunir. Áformum um ný hverfi hefur verið breytt því þau þóttu þrengja að, rammi hefur verið settur um frístundaiðkun, bílaumferð takmörkuð, sérstakt eftirlit haft með olíuflutningum og svo framvegis og svo framvegis. Síðasta endurskoðun vatnsverndarinnar var gerð í samstarfi allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu árið 2015. Þá voru núverandi vatnsverndarsvæði á öllu höfuðborgarsvæðinu skilgreind og settar reglur um hvað mætti fara fram innan þeirra. Svæðin skiptast í; Brunnsvæði, þar sem sjálf vatnstakan fer fram. Þau skulu vera afgirt og innan þeirra má engin starfsemi vera nema í þágu vatnsveitunnar. Grannsvæði, sem eru svæðin næst brunnsvæðunum og vatnið þar rennur til brunnsvæðanna. Fjarsvæði tekur við af grannsvæði og nær frá mörkum grannsvæðis allt til enda aðrennslissvæðis vatnsbólanna. Öryggissvæði eru síðan skilgreind vegna staðbundinna aðstæðna, til dæmis ef grunnvatn eða yfirborðsvatn af slíku svæði er talið geta borist inn á hin svæðin við tilteknar aðstæður. Í umræðum um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu hefur vaknað spurningin hvers vegna vatnsverndarsvæðin í Heiðmörkinni nái „niður fyrir“ vatnsbólin sjálf. Ekki rennur vatnið upp í móti, eða hvað? Því er til að svara að rennsli grunnvatns er oft eftir einstökum sprungum þar sem stefna og dýpt sprungunnar ræður meiru en almenn hæð landsins í kring. Þá getur það líka gerst, einkum í leysingum á frosinni jörð, að yfirborðsvatn flæmist um stór svæði. Við þetta hækkaða vatnsborð getur vatn af svæðum undan straumi flætt um miklu stærra svæði en alla jafna og yfir land sem hærra stendur. Vatnstakan sjálf, dælingin úr bolholunum, hefur líka staðbundin áhrif. Dælingin lækkar vatnsborðið í grennd við holuna og getur með því dregið að vatn af svæði sem lægra stendur í landinu. Afmörkun vatnsverndarsvæðanna og einstakra hluta þeirra byggir á áratugalöngum rannsóknum á straumi vatnsins á og í hraununum austan byggðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Grunnvatnslíkanið sem afmörkunin byggir á er endurskoðað árlega þannig að sífellt eykst þekking okkar á þessari líklega mikilvægustu náttúrugjöf sem höfuðborgarsvæðið býr að. Okkur hjá Veitum er treyst fyrir því að standa vörð um þessa auðlind þannig að hún standi afkomendum okkar jafnfersk til boða og hún hefur þjónað okkur og forfeðrum okkar og -mæðrum síðustu 114 árin. Við viljum standa undir því trausti og tryggja lífsgæði til framtíðar. Höfundur er forstöðumaður Vatns- og fráveitu hjá Veitum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vatn Reykjavík Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það var framsýnt fólk sem ákvað fyrir meira en heilli öld að sækja vatn fyrir Reykvíkinga í Gvendarbrunnana í Heiðmörk. Þegar vatnsveitan tók til starfa, sumarið 1909, komu fyrstu vatnsgusurnar reyndar úr Elliðaánum en strax um haustið var búið að leggja lögn alla leið í Heiðmörkina og alla tíð síðan hafa gljúp hraunin þar boðið borgarbúum upp á náttúrulega síun á neysluvatninu. Þá var Heiðmörkin langt upp í sveit og þéttbýlið í Reykjavík bundið við Kvosina og Þingholtin. Síðan þá hefur íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgað úr 14 þúsund í 250 þúsund og ennþá stendur Heiðmörkin undir nánast allri vatnsöflun svæðisins, hvort tveggja til heimila og kröftugs atvinnulífs, sem að talsverðu leyti var mögulegt vegna öflugrar vatnsveitu. Okkur hefur borið gæfa til að standa vörð um þá náttúrugjöf sem vatnið í Heiðmörkinni er í meira en öld. Í gegnum tíðina hefur það kallað á ýmsar ráðstafanir og ákvarðanir þar sem almannahagurinn af vatnsverndinni hefur vegið þyngra en aðrir hagsmunir. Áformum um ný hverfi hefur verið breytt því þau þóttu þrengja að, rammi hefur verið settur um frístundaiðkun, bílaumferð takmörkuð, sérstakt eftirlit haft með olíuflutningum og svo framvegis og svo framvegis. Síðasta endurskoðun vatnsverndarinnar var gerð í samstarfi allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu árið 2015. Þá voru núverandi vatnsverndarsvæði á öllu höfuðborgarsvæðinu skilgreind og settar reglur um hvað mætti fara fram innan þeirra. Svæðin skiptast í; Brunnsvæði, þar sem sjálf vatnstakan fer fram. Þau skulu vera afgirt og innan þeirra má engin starfsemi vera nema í þágu vatnsveitunnar. Grannsvæði, sem eru svæðin næst brunnsvæðunum og vatnið þar rennur til brunnsvæðanna. Fjarsvæði tekur við af grannsvæði og nær frá mörkum grannsvæðis allt til enda aðrennslissvæðis vatnsbólanna. Öryggissvæði eru síðan skilgreind vegna staðbundinna aðstæðna, til dæmis ef grunnvatn eða yfirborðsvatn af slíku svæði er talið geta borist inn á hin svæðin við tilteknar aðstæður. Í umræðum um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu hefur vaknað spurningin hvers vegna vatnsverndarsvæðin í Heiðmörkinni nái „niður fyrir“ vatnsbólin sjálf. Ekki rennur vatnið upp í móti, eða hvað? Því er til að svara að rennsli grunnvatns er oft eftir einstökum sprungum þar sem stefna og dýpt sprungunnar ræður meiru en almenn hæð landsins í kring. Þá getur það líka gerst, einkum í leysingum á frosinni jörð, að yfirborðsvatn flæmist um stór svæði. Við þetta hækkaða vatnsborð getur vatn af svæðum undan straumi flætt um miklu stærra svæði en alla jafna og yfir land sem hærra stendur. Vatnstakan sjálf, dælingin úr bolholunum, hefur líka staðbundin áhrif. Dælingin lækkar vatnsborðið í grennd við holuna og getur með því dregið að vatn af svæði sem lægra stendur í landinu. Afmörkun vatnsverndarsvæðanna og einstakra hluta þeirra byggir á áratugalöngum rannsóknum á straumi vatnsins á og í hraununum austan byggðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Grunnvatnslíkanið sem afmörkunin byggir á er endurskoðað árlega þannig að sífellt eykst þekking okkar á þessari líklega mikilvægustu náttúrugjöf sem höfuðborgarsvæðið býr að. Okkur hjá Veitum er treyst fyrir því að standa vörð um þessa auðlind þannig að hún standi afkomendum okkar jafnfersk til boða og hún hefur þjónað okkur og forfeðrum okkar og -mæðrum síðustu 114 árin. Við viljum standa undir því trausti og tryggja lífsgæði til framtíðar. Höfundur er forstöðumaður Vatns- og fráveitu hjá Veitum.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun