Tveir í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils mansalsmáls Jón Þór Stefánsson skrifar 5. desember 2023 13:12 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 27. desember vegna gruns um umfangsmikla brotastarfsemi sem varðar mansal. Þetta kemur fram í tveimur úrskurðum Héraðsdóms Reykjaness, sem hafa verið staðfestir í Landsrétti, um gæsluvarðhald mannanna sem eru erlendir ríkisborgarar. Í báðum úrskurðunum segir að um sé að ræða umfangsmikla brotastarfsemi sem hafi verið nær óslitin síðan þeir komu til landsins. Þá segir að brotin sem þeir eru nú grunaðir um varði allt að tólf ára fangelsi. Gat lítið sagt um eiginkonu sína Annar þeirra hefur hlotið tvo refsidóma hér á landi vegna fjölmargra mála. Annars vegar er um að ræða tólf mánaða fangelsisdóm, og hins vegar tveggja mánaða dóm, en báðir dómarnir voru óskilorðsbundnir. Þá segir í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að fjölmörg fleiri mál á hendur manninum séu ólokin í refsvörslukerfinu. Fram kemur að hann hafi sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2021 en verið synjað og brottvísað ári síðar með tíu ára endurkomubanni. Þrátt fyrir það hafi hann komið hingað til lands að nýju í upphafi þessa árs og lagt fram aðra umsókn sama efnis sem nú sætir meðferð Útlendingastofnunar. Við fyrirtöku málsins kvaðst maðurinn vera giftur íslenskri konu, en hann gat hvorki gefið upp kennitölu hennar né veitt frekari upplýsingar um konuna eða tengsl hennar við landið. Hinn maðurinn er grunaður um þjófnað í fjölmörgum málum og hefur tvívegis verið fundinn sekur um slíka háttsemi. Líklegir til að koma sér undan Í úrskurðunum segir að sækjandi málsins, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, hafi talið verulega hættu á að mennirnir myndu reyna að koma sér úr landi, eða komast á annan hátt undan málsókn myndu þeir fá að ganga lausir. Dómurinn féllst á það og sagði einnig líklegt að mennirnir myndu halda brotum sínum áfram yrðu þeir frjálsir ferða sinna. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, sem sækir málið fyrir hönd lögreglustjórans á Suðurnesjum, sagðist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Mansal Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Þetta kemur fram í tveimur úrskurðum Héraðsdóms Reykjaness, sem hafa verið staðfestir í Landsrétti, um gæsluvarðhald mannanna sem eru erlendir ríkisborgarar. Í báðum úrskurðunum segir að um sé að ræða umfangsmikla brotastarfsemi sem hafi verið nær óslitin síðan þeir komu til landsins. Þá segir að brotin sem þeir eru nú grunaðir um varði allt að tólf ára fangelsi. Gat lítið sagt um eiginkonu sína Annar þeirra hefur hlotið tvo refsidóma hér á landi vegna fjölmargra mála. Annars vegar er um að ræða tólf mánaða fangelsisdóm, og hins vegar tveggja mánaða dóm, en báðir dómarnir voru óskilorðsbundnir. Þá segir í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að fjölmörg fleiri mál á hendur manninum séu ólokin í refsvörslukerfinu. Fram kemur að hann hafi sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2021 en verið synjað og brottvísað ári síðar með tíu ára endurkomubanni. Þrátt fyrir það hafi hann komið hingað til lands að nýju í upphafi þessa árs og lagt fram aðra umsókn sama efnis sem nú sætir meðferð Útlendingastofnunar. Við fyrirtöku málsins kvaðst maðurinn vera giftur íslenskri konu, en hann gat hvorki gefið upp kennitölu hennar né veitt frekari upplýsingar um konuna eða tengsl hennar við landið. Hinn maðurinn er grunaður um þjófnað í fjölmörgum málum og hefur tvívegis verið fundinn sekur um slíka háttsemi. Líklegir til að koma sér undan Í úrskurðunum segir að sækjandi málsins, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, hafi talið verulega hættu á að mennirnir myndu reyna að koma sér úr landi, eða komast á annan hátt undan málsókn myndu þeir fá að ganga lausir. Dómurinn féllst á það og sagði einnig líklegt að mennirnir myndu halda brotum sínum áfram yrðu þeir frjálsir ferða sinna. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, sem sækir málið fyrir hönd lögreglustjórans á Suðurnesjum, sagðist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Mansal Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira