Menning og fjárlög Jódís Skúladóttir skrifar 5. desember 2023 08:00 Við sem erum utan af landi vitum hvað aðgengi að menningu er mikilvægur þáttur þess að lifa í frjálsu og góðu samfélagi. Listir og menning efla félagsleg samskipti ólíkra einstaklinga og hópa, styrkja þekkingarleit og nýsköpun í samfélaginu auk þess sem blómlegt menningarlíf dregur úr hættu á félagslegri og menningarlegri einangrun og eykur hamingju og vellíðan. Þetta er einkar mikilvægt á landsbyggðinni þar sem lífleg menningarstarfsemi sem vel er hlúð að verður oft lífæð samfélagsins í félagslegu tilliti. Um þennan þátt samfélagsins er mikilvægt að standa vörð. Í störfum mínum í fjárlaganefnd Alþingis hef ég séð fjölmargar óskir um styrkveitingar innan þessa málefnasviðs meðal annars frá smærri söfnum og öðrum menningarstofnunum víða um land. Staðbundnar menningarstofnanir svo sem söfn og listasetur eru ekki síður mikilvægur hluti af samfélögum á landsbyggðinni en aðrir þættir sem snúa að veraldlegri þörfum. Söfnun, skráning, varðveisla, rannsóknir og miðlun eru allt mikilvægir þættir þegar kemur að menningararfinum en ekki síður að sjálfsmynd samfélaga og upplifun íbúa og gesta á svæðisbundinni sögu og menningu. Í hinu stóra samhengi er kannski ekki um stórkostlegar fjárhæðir að ræða en þær geta skipt sköpum í rekstri safna og menningarstofnana að ótöldum oft óvæntum atvinnutækifærum og afleiddum áhrifum á skapandi greinar sem njóta góðs af slíkum fjárveitingum. Til mikils er að vinna að gefa bæði heimafólki og gestum innsýn í mikilvæga sögu og menningu lands og þjóðar. Við hjá Vinstri hreyfingunni grænu framboði höfum lagt áherslu á mikilvægi fjölbreytts og öflugs menningarlífs um allt land og þýðingu þess að styrkja menningarstarfsemi víða um land með það að markmiði að stuðla að jafnara aðgengi allra landsmanna að listum og menningu. Fjölbreytt menning styrkir íslenskt samfélag og er þáttur í lífsgæðum í landinu. Öflug menningarstarfsemi á landsbyggðinni styður við byggðastefnu stjórnvalda og gerir hinar dreifðu byggðir landsins að fýsilegri búsetukosti með líflegum samfélögum og fjölbreyttum tækifærum. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðurlandskjördæmi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Vinstri græn Menning Byggðamál Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Sjá meira
Við sem erum utan af landi vitum hvað aðgengi að menningu er mikilvægur þáttur þess að lifa í frjálsu og góðu samfélagi. Listir og menning efla félagsleg samskipti ólíkra einstaklinga og hópa, styrkja þekkingarleit og nýsköpun í samfélaginu auk þess sem blómlegt menningarlíf dregur úr hættu á félagslegri og menningarlegri einangrun og eykur hamingju og vellíðan. Þetta er einkar mikilvægt á landsbyggðinni þar sem lífleg menningarstarfsemi sem vel er hlúð að verður oft lífæð samfélagsins í félagslegu tilliti. Um þennan þátt samfélagsins er mikilvægt að standa vörð. Í störfum mínum í fjárlaganefnd Alþingis hef ég séð fjölmargar óskir um styrkveitingar innan þessa málefnasviðs meðal annars frá smærri söfnum og öðrum menningarstofnunum víða um land. Staðbundnar menningarstofnanir svo sem söfn og listasetur eru ekki síður mikilvægur hluti af samfélögum á landsbyggðinni en aðrir þættir sem snúa að veraldlegri þörfum. Söfnun, skráning, varðveisla, rannsóknir og miðlun eru allt mikilvægir þættir þegar kemur að menningararfinum en ekki síður að sjálfsmynd samfélaga og upplifun íbúa og gesta á svæðisbundinni sögu og menningu. Í hinu stóra samhengi er kannski ekki um stórkostlegar fjárhæðir að ræða en þær geta skipt sköpum í rekstri safna og menningarstofnana að ótöldum oft óvæntum atvinnutækifærum og afleiddum áhrifum á skapandi greinar sem njóta góðs af slíkum fjárveitingum. Til mikils er að vinna að gefa bæði heimafólki og gestum innsýn í mikilvæga sögu og menningu lands og þjóðar. Við hjá Vinstri hreyfingunni grænu framboði höfum lagt áherslu á mikilvægi fjölbreytts og öflugs menningarlífs um allt land og þýðingu þess að styrkja menningarstarfsemi víða um land með það að markmiði að stuðla að jafnara aðgengi allra landsmanna að listum og menningu. Fjölbreytt menning styrkir íslenskt samfélag og er þáttur í lífsgæðum í landinu. Öflug menningarstarfsemi á landsbyggðinni styður við byggðastefnu stjórnvalda og gerir hinar dreifðu byggðir landsins að fýsilegri búsetukosti með líflegum samfélögum og fjölbreyttum tækifærum. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðurlandskjördæmi eystra.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun