Höldum áfram að brjóta niður manngerða múra! Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar 4. desember 2023 14:00 Alþjóðadagur fatlaðs fólks var haldinn hátíðlegur um allan heim í gær, 3. desember. Meginstef dagsins að þessu sinni var „Sameinuð í aðgerðum til að bjarga og ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanana með og fyrir fatlað fólk.“ Ástæða þess að þetta meginstef var valið núna er sú að ástandið í heiminum hefur leitt til þess innleiðing heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna hefur ekki gengið sem skyldi. Árangurinn er langt undir væntingum og á mörgum sviðum hafa framfarir stöðvast eða staðan versnað miðað við árið 2015 þegar heimsmarkmiðin voru samþykkt. Þetta er óásættanlegt og þessu verðum við að breyta! Þeir fátækustu og berskjölduðustu verða ávallt verst úti á krepputímum og í óvissuástandi. Bráðabirgðarniðurstöður úr væntanlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um fötlun og þróun fyrir árið 2023 benda til þess að ríki heims eigi langt í land með að uppfylla heimsmarkmiðin fyrir fatlað fólk. Við viljum því skora á okkur öll að gera það sem í okkar valdi stendur öll saman og hvert og eitt til að leggja lið og styðja með ráði og dáð vinnu við innleiðingu heimsmarkmiðanna og bjóða fötluð fólki sæti við borðið. Það skiptir sköpum að hlustað sé eftir röddum, þörfum og reynslu fatlaðs fólks Markmiðið með alþjóðlegum degi fatlaðs fólks er að auka vitund almennings um mikilvægi þess að skapa samfélög án aðgreiningar og að fatlað fólk taki virkan þátt á öllum sviðum samfélagsins, til jafns við aðra. Alþjóðlegur dagur fatlaðs fólks var fyrst haldinn árið 1992 af Sameinuðu þjóðunum. Þroskahjálp hélt fyrst upp á daginn 1993 með því að veita viðurkenningu sína, Múrbrjótinn, þeim sem hafa látið mikið til sín taka við að brjóta miður múra, ryðja úr vegi manngerðum hindrunum, berjast gegn fordómum og breyta viðhorfum almennings og stjórnvalda og stuðla þannig að því að allt fatlað fólk fái tækifæri til fullrar þátttöku á öllum sviðum samfélagsins, til jafns við aðra. Viðurkenningargripirnir, múrbrjótarnir, eru smíðaðir á handverkstæðinu Ásgarði þar sem fólk með þroskahömlun starfar. Í ár bárust Þroskahjálp margar og mjög góðar tilnefningar til múrbrjóts-viðurkenningarinnar og þökkum við kærlega fyrir þær allar. Valið var svo sannarlega erfitt en þeir sem voru valdir sem múrbjótar fyrir árið 2023 eru: Dagur Steinn Elvu Ómarsson Fyrir baráttu sína gegn hindrunum sem mæta fötluðu fólki, staðalímyndum um fatlað fólk og öráreiti sem það verður fyrir í daglegu lífi. Dagur Steinn hefur í gegnum árin haft óþrjótandi áhuga, elju og þrautseigju við að brjóta niður staðalímyndir um fatlað fólk. Á þessu ári hefur hann sérstaklega beint sjónum að aðstöðu og aðgengi fatlaðs fólks á stærstu útihátíð landsins, Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, með þeim árangri að í framtíðinni verður tekið tillit til fatlaðs fólks og þeirra staðreyndar að í hópi fatlaðs fólk leynast að sjálfsögðu margir lífsglaðir og öflugir djammarar. Dagur Steinn hefur verið afar duglegur að deila baráttumálum sínum á samfélagsmiðlum og er með hlaðvarp Flogakastið þar sem hann tekur fyrir ýmis mál er varða fatlað fólk almennt og fjallar um líf sitt, íþróttir, áskoranir, gleði og djammið. Hann hefur verið óhræddur að gagnrýna stjórnvöld með hvatningu til að gera betur. Hann hefur fyllt Bæjarbíó í Hafnarfirði þar sem hann var með uppistand. Listvinnzlan Fyrir nýjan skapandi vettvang á sviði inngildingar, menningar, menntunar og lista. Við Listvinnzluna starfar öflugt teymi listafólks sem hefur inngildingu að leiðarljósi og býr yfir fjölbreyttri reynslu og þekkingu. Listvinnzlan tekur að sér verkefni og ráðgjöf, styður listafólk til þátttöku í listalífi, svo sem við sýningarhald og sölu verka og aðstoðar fólk við að kaupa í listaverk. Í Listvinnzlunni verður starfsrækt gallerí sem býður upp á vettvang þar sem fatlað fólk getur unnið að list sinni og fengið einstaklingsbundinn stuðning þar sem öll tilheyra og hanna hvert og eitt umgjörð um starf sitt og hafa af því atvinnu. Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson og Agnar Jón Egilsson Fyrir heimildarleiksýninguna ,,Fúsi, aldur og fyrri störf’’. Nú er í Borgarleikhúsinu verið að sýna heimildarleiksýningu um Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson. Í sýningunnni ,,Fúsi: Aldur og fyrri störf‘‘ fer Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson, Fúsi, yfir ævi sína og valin atriði úr hans fjölbreytta lífi með aðstoð leikara og söngvara. Þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem leikrit er sett upp sem er um, eftir og leikið af leikara með þroskahömlun. Fúsi hefur mætt mörgum hindrunum í lífi sínu sem hafa ekki beygt hann eða bugað heldur eflt hann og hvatt áfram til að lífa lífinu til hins ýtrasta og njóta hvers dags. Hann er mikill húmoristi, fótboltaáhugamaður, leikari og lífskúntner. Hann gefst aldrei upp og er mikil fyrirmynd. Sýningin byggist á viðtölum við Fúsa, sem Agnar Jón frændi hans tók í Covid faraldrinum en þá áttu þeir frændur margar samverustundir. Við óskum Múrbrjótum Þroskahjálpar ársins 2023 innilega til hamingju með viðurkenningarnar og þökkum þeim öllum fyrir það hugrekki, þrautseigju og framsækni sem þau hafa sýnt með orðum sínum og verkum. Með því hafa þau brotið stór skörð í vonda hindrana-múrinn. Höldum áfram að standa saman í því að brjóta niður manngerða múra, látum í okkur heyra og síðast en ekki síst eins og segir í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna: Skiljum engan eftir! Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur fatlaðs fólks var haldinn hátíðlegur um allan heim í gær, 3. desember. Meginstef dagsins að þessu sinni var „Sameinuð í aðgerðum til að bjarga og ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanana með og fyrir fatlað fólk.“ Ástæða þess að þetta meginstef var valið núna er sú að ástandið í heiminum hefur leitt til þess innleiðing heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna hefur ekki gengið sem skyldi. Árangurinn er langt undir væntingum og á mörgum sviðum hafa framfarir stöðvast eða staðan versnað miðað við árið 2015 þegar heimsmarkmiðin voru samþykkt. Þetta er óásættanlegt og þessu verðum við að breyta! Þeir fátækustu og berskjölduðustu verða ávallt verst úti á krepputímum og í óvissuástandi. Bráðabirgðarniðurstöður úr væntanlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um fötlun og þróun fyrir árið 2023 benda til þess að ríki heims eigi langt í land með að uppfylla heimsmarkmiðin fyrir fatlað fólk. Við viljum því skora á okkur öll að gera það sem í okkar valdi stendur öll saman og hvert og eitt til að leggja lið og styðja með ráði og dáð vinnu við innleiðingu heimsmarkmiðanna og bjóða fötluð fólki sæti við borðið. Það skiptir sköpum að hlustað sé eftir röddum, þörfum og reynslu fatlaðs fólks Markmiðið með alþjóðlegum degi fatlaðs fólks er að auka vitund almennings um mikilvægi þess að skapa samfélög án aðgreiningar og að fatlað fólk taki virkan þátt á öllum sviðum samfélagsins, til jafns við aðra. Alþjóðlegur dagur fatlaðs fólks var fyrst haldinn árið 1992 af Sameinuðu þjóðunum. Þroskahjálp hélt fyrst upp á daginn 1993 með því að veita viðurkenningu sína, Múrbrjótinn, þeim sem hafa látið mikið til sín taka við að brjóta miður múra, ryðja úr vegi manngerðum hindrunum, berjast gegn fordómum og breyta viðhorfum almennings og stjórnvalda og stuðla þannig að því að allt fatlað fólk fái tækifæri til fullrar þátttöku á öllum sviðum samfélagsins, til jafns við aðra. Viðurkenningargripirnir, múrbrjótarnir, eru smíðaðir á handverkstæðinu Ásgarði þar sem fólk með þroskahömlun starfar. Í ár bárust Þroskahjálp margar og mjög góðar tilnefningar til múrbrjóts-viðurkenningarinnar og þökkum við kærlega fyrir þær allar. Valið var svo sannarlega erfitt en þeir sem voru valdir sem múrbjótar fyrir árið 2023 eru: Dagur Steinn Elvu Ómarsson Fyrir baráttu sína gegn hindrunum sem mæta fötluðu fólki, staðalímyndum um fatlað fólk og öráreiti sem það verður fyrir í daglegu lífi. Dagur Steinn hefur í gegnum árin haft óþrjótandi áhuga, elju og þrautseigju við að brjóta niður staðalímyndir um fatlað fólk. Á þessu ári hefur hann sérstaklega beint sjónum að aðstöðu og aðgengi fatlaðs fólks á stærstu útihátíð landsins, Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, með þeim árangri að í framtíðinni verður tekið tillit til fatlaðs fólks og þeirra staðreyndar að í hópi fatlaðs fólk leynast að sjálfsögðu margir lífsglaðir og öflugir djammarar. Dagur Steinn hefur verið afar duglegur að deila baráttumálum sínum á samfélagsmiðlum og er með hlaðvarp Flogakastið þar sem hann tekur fyrir ýmis mál er varða fatlað fólk almennt og fjallar um líf sitt, íþróttir, áskoranir, gleði og djammið. Hann hefur verið óhræddur að gagnrýna stjórnvöld með hvatningu til að gera betur. Hann hefur fyllt Bæjarbíó í Hafnarfirði þar sem hann var með uppistand. Listvinnzlan Fyrir nýjan skapandi vettvang á sviði inngildingar, menningar, menntunar og lista. Við Listvinnzluna starfar öflugt teymi listafólks sem hefur inngildingu að leiðarljósi og býr yfir fjölbreyttri reynslu og þekkingu. Listvinnzlan tekur að sér verkefni og ráðgjöf, styður listafólk til þátttöku í listalífi, svo sem við sýningarhald og sölu verka og aðstoðar fólk við að kaupa í listaverk. Í Listvinnzlunni verður starfsrækt gallerí sem býður upp á vettvang þar sem fatlað fólk getur unnið að list sinni og fengið einstaklingsbundinn stuðning þar sem öll tilheyra og hanna hvert og eitt umgjörð um starf sitt og hafa af því atvinnu. Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson og Agnar Jón Egilsson Fyrir heimildarleiksýninguna ,,Fúsi, aldur og fyrri störf’’. Nú er í Borgarleikhúsinu verið að sýna heimildarleiksýningu um Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson. Í sýningunnni ,,Fúsi: Aldur og fyrri störf‘‘ fer Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson, Fúsi, yfir ævi sína og valin atriði úr hans fjölbreytta lífi með aðstoð leikara og söngvara. Þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem leikrit er sett upp sem er um, eftir og leikið af leikara með þroskahömlun. Fúsi hefur mætt mörgum hindrunum í lífi sínu sem hafa ekki beygt hann eða bugað heldur eflt hann og hvatt áfram til að lífa lífinu til hins ýtrasta og njóta hvers dags. Hann er mikill húmoristi, fótboltaáhugamaður, leikari og lífskúntner. Hann gefst aldrei upp og er mikil fyrirmynd. Sýningin byggist á viðtölum við Fúsa, sem Agnar Jón frændi hans tók í Covid faraldrinum en þá áttu þeir frændur margar samverustundir. Við óskum Múrbrjótum Þroskahjálpar ársins 2023 innilega til hamingju með viðurkenningarnar og þökkum þeim öllum fyrir það hugrekki, þrautseigju og framsækni sem þau hafa sýnt með orðum sínum og verkum. Með því hafa þau brotið stór skörð í vonda hindrana-múrinn. Höldum áfram að standa saman í því að brjóta niður manngerða múra, látum í okkur heyra og síðast en ekki síst eins og segir í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna: Skiljum engan eftir! Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar