„Þetta eyðileggur handboltann“ Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2023 12:29 Króatía vann Kína með 26 marka mun í heldur óspennandi leik á HM í gær. EPA-EFE/Bjorn Larsson Rosvall Sérfræðingur TV 2 í Noregi segir að allt of margir leikir á HM kvenna í handbolta séu mjög ójafnir. Það skemmi fyrir íþróttinni sem vöru fyrir sjónvarpsáhorfendur. Liðunum á HM kvenna var fjölgað úr 24 í 32 lið fyrir tveimur árum og í ár eru einnig 32 lið, þar á meðal Ísland í fyrsta sinn í tólf ár. Bent Svele, sérfræðingur TV 2, bendir á að með fleiri liðum komi fleiri ójafnir leikir en á laugardag var heildarmarkamunurinn í átta leikjum til að mynda 103 mörk, eða tæplega 13 mörk í leik. Níu marka tap Íslands gegn sjálfum ólympíumeisturum Frakklands var því vel undir meðaltali en stærsti munurinn var í 45-22 sigri Þýskalands gegn Íran, eða 23 mörk. Í gær var heildarmunurinn 123 mörk í átta leikjum, þar sem til að mynda Króatía vann 39-13 sigur gegn Kína. „Þetta er alveg vonlaust. Við sáum þetta 2021 og þetta er ekkert skárra núna,“ sagði Svele í gær. „Ég sé að þeir eru að reyna að fegra þetta með fjölgun liða en það eru engin lið að verða betri. Þetta segir sig sjálft. Mér finnst menn allt of rómantískir í nálgun sinni varðandi útbreiðslu íþróttarinnar,“ sagði Svele og bætti við: „Þetta eyðileggur handboltann sem vöru, fyrir almenning og sjónvarpsáhorfendur.“ Danski sérfræðingurinn Bent Nyegaard tekur í sama streng á vef TV 2 í Danmörku. „Þetta hefur bara áhrif til eyðileggingar. Ég held að það fylgi því engin sérstök ánægja að vinna leik 44-25. Ég held að engum finnist eitthvað spennandi að vinna með 10-20-30 marka mun,“ sagði Nyegaard. „Ég skil að menn vilji breiða út handboltann og tryggja að hann sé áfram ólympíugrein og svo framvegis. En heimsmeistaramót á að vera það erfiðasta sem til er. Og það er það ekki. Það er Evrópumótið,“ sagði Nyegaard. HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Sjá meira
Liðunum á HM kvenna var fjölgað úr 24 í 32 lið fyrir tveimur árum og í ár eru einnig 32 lið, þar á meðal Ísland í fyrsta sinn í tólf ár. Bent Svele, sérfræðingur TV 2, bendir á að með fleiri liðum komi fleiri ójafnir leikir en á laugardag var heildarmarkamunurinn í átta leikjum til að mynda 103 mörk, eða tæplega 13 mörk í leik. Níu marka tap Íslands gegn sjálfum ólympíumeisturum Frakklands var því vel undir meðaltali en stærsti munurinn var í 45-22 sigri Þýskalands gegn Íran, eða 23 mörk. Í gær var heildarmunurinn 123 mörk í átta leikjum, þar sem til að mynda Króatía vann 39-13 sigur gegn Kína. „Þetta er alveg vonlaust. Við sáum þetta 2021 og þetta er ekkert skárra núna,“ sagði Svele í gær. „Ég sé að þeir eru að reyna að fegra þetta með fjölgun liða en það eru engin lið að verða betri. Þetta segir sig sjálft. Mér finnst menn allt of rómantískir í nálgun sinni varðandi útbreiðslu íþróttarinnar,“ sagði Svele og bætti við: „Þetta eyðileggur handboltann sem vöru, fyrir almenning og sjónvarpsáhorfendur.“ Danski sérfræðingurinn Bent Nyegaard tekur í sama streng á vef TV 2 í Danmörku. „Þetta hefur bara áhrif til eyðileggingar. Ég held að það fylgi því engin sérstök ánægja að vinna leik 44-25. Ég held að engum finnist eitthvað spennandi að vinna með 10-20-30 marka mun,“ sagði Nyegaard. „Ég skil að menn vilji breiða út handboltann og tryggja að hann sé áfram ólympíugrein og svo framvegis. En heimsmeistaramót á að vera það erfiðasta sem til er. Og það er það ekki. Það er Evrópumótið,“ sagði Nyegaard.
HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Sjá meira