Daniel Hagari, talsmaður hersins, sagði aðgerðirnar miða að því að ná til allra miðstöðva Hamas á Gasa; hermenn væru að elta uppi hryðjuverkamenn og drepa þá.
Yfirvöld á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, segja um 700 Palestínumenn hafa látist í árásum Ísraels á síðasta sólahring.
Jabalia-flóttamannabúðirnar eru sagðar hafa verið meðal skotmarka Ísraelshers og þá hafa fregnir borist af miklum spreningum í Khan Younis, borg í suðurhluta Gasa. Herinn hefur hvatt fólk til að yfirgefa borgina og halda suður til Rafah eða vestur á bóginn.
James Elder, talsmaður Unicef sem nú er í Khan Younis, segist raunar ekki hafa sofið í nótt sökum sprenginga. Þær hafi staðið yfir í alla nótt. Samkvæmt Guardian kom einnig til átaka milli hersveita Ísraels og Hamas-liða í borginni í nótt.
Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja 15.523 hafa látist í árásum Ísraelsmanna, þar af séu 70 prósent konur og börn. Seint í gær sögðu þau 316 hafa látist á síðustu klukkustundum og 664 særst.
Despite what has been assured, attacks in the south of #Gaza are every bit as vicious as what the north endured. Somehow, it's getting worse for children and mothers.
— James Elder (@1james_elder) December 4, 2023
Your voice matters. We must believe we can be a part of Stopping The War on Children ... Silence is complicity pic.twitter.com/1kYV18YMT3