Ekki dæmdar bætur: Réðst á heimili sitt, flúði og ók í veg fyrir lögreglu Jón Þór Stefánsson skrifar 3. desember 2023 21:38 Atvikið sem málið varðar átti sér stað á Suðurlandi í maí 2018 Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að íslenska ríkið og tvö tryggingafélög beri ekki bótaábyrgð vegna áreksturs sem maður lenti í við lögreglubíl í maí árið 2018. Lögreglubíllinn fór aftan í bíl mannsins með þeim afleiðingum að hann endaði utan vegar og maðurinn hálsbrotnaði við það. Maðurinn krafðist aðallega viðurkenningar á því að tryggingafélagið Vörður, sem tryggði lögreglubílinn, bæri ábyrgð á líkamstjóninu sem hann varð fyrir. Landsréttur féllst ekki á það. Lögreglan ók meðvitað á bíl mannsins, en það var til að stöðva ofsaakstur hans um Skálholtsveg, Skeiða- og Hrunamannveg og Þjórsárdalsveg á Suðurlandi. Réðst á heimili sitt Í dómi málsins kemur fram að lögregla hafi verið kölluð til vegna tilkynningar um árás mannsins gegn heimili hans, þar sem inni voru kona og börn, og í framhaldinu hafi hann flúið af vettvangi ölvaður. Maðurinn hafði farið fyrir dóm vegna aksturs síns þetta skipti. Héraðsdómur Suðurlands komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði ekið bíl sínum á 110 kílómetra hraða og ekki fylgt stöðvunarmerkjum lögreglu, og viðurkenndi hann að hafa orðið var við stöðvunarmerkin. Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málinu.Vísir/Vilhelm Þeim dómi var ekki áfrýjað og því notaðist Landsréttur við hann við úrlausn málsins, en í honum kom fram að maðurinn hefði sveigt vísvitandi og af ásetningi yfir á rangan vegarhelming á meðan lögreglubíll veitti honum eftirför. Stefndi lífi lögreglumanna í hættu Þar að auki hafi hann, með lögreglubílinn fast á eftir sér, ítrekað nauðhemlað á yfir níutíu kílómetra hraða. Með því hafi hann hótað lögreglumönnum við skyldustörf ofbeldi og stofnað lífi og heilsu þeirra í hættu. Héraðsdómur Suðurlands komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafði með framferði sínu skapað ótvíræða hættu fyrir aðra vegfarendur. Hann hefði raskað umferðaröryggi á alfaraleið. Í niðurstöðu sinni segir í dómi Landsréttar að hafa verði í huga hlutverk lögreglu til að gæta almannaöryggis og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgara. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefðu verið tæk viðurhlutaminni úrræði við að stöðva akstur mannsins. Lögreglumaðurinn hafi því átt rétt á að aka aftur á manninn. Maðurinn beri því sjálfur ábyrgð á líkamstjóni sínu. Dómsmál Tryggingar Umferðaröryggi Tengdar fréttir Taldi það eina úrræðið að aka manninn út af veginum Lögreglumaður er ákærður fyrir brot í starfi fyrir að hafa ekið aftan á jeppa sem ölvaður ökumaður ók með þeim afleiðingum að hann valt og ökumaðurinn hálsbrotnaði. 9. september 2019 13:59 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
Maðurinn krafðist aðallega viðurkenningar á því að tryggingafélagið Vörður, sem tryggði lögreglubílinn, bæri ábyrgð á líkamstjóninu sem hann varð fyrir. Landsréttur féllst ekki á það. Lögreglan ók meðvitað á bíl mannsins, en það var til að stöðva ofsaakstur hans um Skálholtsveg, Skeiða- og Hrunamannveg og Þjórsárdalsveg á Suðurlandi. Réðst á heimili sitt Í dómi málsins kemur fram að lögregla hafi verið kölluð til vegna tilkynningar um árás mannsins gegn heimili hans, þar sem inni voru kona og börn, og í framhaldinu hafi hann flúið af vettvangi ölvaður. Maðurinn hafði farið fyrir dóm vegna aksturs síns þetta skipti. Héraðsdómur Suðurlands komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði ekið bíl sínum á 110 kílómetra hraða og ekki fylgt stöðvunarmerkjum lögreglu, og viðurkenndi hann að hafa orðið var við stöðvunarmerkin. Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málinu.Vísir/Vilhelm Þeim dómi var ekki áfrýjað og því notaðist Landsréttur við hann við úrlausn málsins, en í honum kom fram að maðurinn hefði sveigt vísvitandi og af ásetningi yfir á rangan vegarhelming á meðan lögreglubíll veitti honum eftirför. Stefndi lífi lögreglumanna í hættu Þar að auki hafi hann, með lögreglubílinn fast á eftir sér, ítrekað nauðhemlað á yfir níutíu kílómetra hraða. Með því hafi hann hótað lögreglumönnum við skyldustörf ofbeldi og stofnað lífi og heilsu þeirra í hættu. Héraðsdómur Suðurlands komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafði með framferði sínu skapað ótvíræða hættu fyrir aðra vegfarendur. Hann hefði raskað umferðaröryggi á alfaraleið. Í niðurstöðu sinni segir í dómi Landsréttar að hafa verði í huga hlutverk lögreglu til að gæta almannaöryggis og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgara. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefðu verið tæk viðurhlutaminni úrræði við að stöðva akstur mannsins. Lögreglumaðurinn hafi því átt rétt á að aka aftur á manninn. Maðurinn beri því sjálfur ábyrgð á líkamstjóni sínu.
Dómsmál Tryggingar Umferðaröryggi Tengdar fréttir Taldi það eina úrræðið að aka manninn út af veginum Lögreglumaður er ákærður fyrir brot í starfi fyrir að hafa ekið aftan á jeppa sem ölvaður ökumaður ók með þeim afleiðingum að hann valt og ökumaðurinn hálsbrotnaði. 9. september 2019 13:59 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
Taldi það eina úrræðið að aka manninn út af veginum Lögreglumaður er ákærður fyrir brot í starfi fyrir að hafa ekið aftan á jeppa sem ölvaður ökumaður ók með þeim afleiðingum að hann valt og ökumaðurinn hálsbrotnaði. 9. september 2019 13:59