Þurfa kennarar að að vera lögfróðir? Elísabet Pétursdóttir skrifar 2. desember 2023 12:01 Starfsumhverfi skóla hefur breyst hratt á undanförnum árum. Við sjáum þess glögga mynd í fjölmiðlum. Í síauknum mæli birtast okkur fréttir um mál úr skólastarfi sem eru lagalegs eðlis. Oft á tíðum vekja þessar fréttir furðu okkar. Fréttir um skólastarf hreyfa við okkur enda tilheyrum við mörg skólasamfélaginu með einhverjum hætti eða höfum að minnsta kosti tilheyrt því á einhverjum tímapunkti, ýmist sem nemendur, foreldrar eða starfsfólk skóla. Sagt er að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Sú fullyrðing endurspeglast í lögum um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Þannig njóta aðilar skólasamfélagsins ýmissa réttinda og á þeim hvílir ábyrgð og skyldur. Eðli málsins samkvæmt birtist ábyrgð þessara aðila með mismunandi hætti eftir því um hvaða skólastig ræðir en stafar það meðal annars af því að ábyrgð nemenda eykst í samræmi við hækkandi aldur og aukinn þroska. Í mörg horn að líta Kennarar og skólastjórnendur hafa greint frá því að sú birtingarmynd skólastarfs sem við sjáum í fjölmiðlum eigi sér samsvörun innan veggja skólanna. Þannig þarf oftar en áður aðkomu lögfræðinga og dómstóla vegna mála sem koma upp í skólastarfi. Það má spyrja sig hvort ástæðan fyrir því geti verið sú að réttarumhverfi menntastofnana er að mörgu leyti mjög flókið og það er í mörg horn að líta þegar það reynir á regluverkið? Því er ef til vill eðlilegt að þau sem telja sig hlunnfarin í skólastarfi leiti til löglærðra aðila við slíkar kringumstæður. Fjórtán reglur og reglugerðir En þá er spurt, hvað er svona flókið við réttarumhverfið? Eru þetta ekki bara lög um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla? Vissulega erum við með lög um hvert skólastig. Með þessum lögum eru aðilum skólasamfélagsins tryggð ýmis réttindi og lagðar á þá margskonar skyldur. Í lögunum má einnig finna ýmis atriði sem eru framkvæmdarlegs eðlis, svo sem um ráðningu starfsfólks o.fl. Þá er einkennandi fyrir menntalöggjöfina að það hefur verið settur fjöldinn allur af reglugerðum og reglum sem eru á víð og dreif. Ef við tökum til að mynda lög um grunnskóla sem dæmi að þá eru nú í gildi 14 reglur og reglugerðir sem settar hafa verið á grundvelli laganna. Með þessum reglum og reglugerðum er kveðið á um ýmis réttindi og skyldur aðila skólasamfélagsins. Þar er m.a. fjallað um hvernig skólaakstri skal háttað, skólagöngu fósturbarna, stuðning við nemendur með sérþarfir og heimakennslu. Að auki ber að nefna að nemendur leik- og grunnskóla, auk flestra nemenda menntaskóla eru börn. Því þarf skólastarf að taka mið af þeim réttindum sem börnum eru tryggð auk almennra laga sem gilda á Íslandi. Má meðal annars nefna bann við mismunun, rétt barns til lífs og þroska og rétt þess til að láta skoðanir sínar í ljós. Þegar lög á sviði menntamála eru framkvæmd þá þarf ætíð að huga að því að barn njóti þeirra réttinda sem stjórnarskrá, almenn lög og alþjóðasáttmálar tryggja því og öll úrræði sem skólar grípa til verða að stefna að því að vernda þessi réttindi barna. Þekking á menntarétti getur skipt sköpum Til samræmis við þetta breytta starfsumhverfi hefur löggjafinn með lögum um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda, nr. 95/2019, gert þá kröfu að kennarar og skólastjórnendur hafi þekkingu á þeim lögum og reglum sem gilda á því skólastigi sem þeir starfa á. Varðandi skólastjórnendur hefur löggjafinn enn fremur gert þá kröfu að þeir hafi þekkingu á öðrum lögum, reglugerðum og opinberum fyrirmælum sem varða skólastarf og hæfni til að leiða skólastarf í samræmi við markmið og ákvæði laga. Ljóst er að með aukinni þekkingu kennara og skólastjórnenda á réttarsviðinu hefði mátt koma í veg fyrir mörg mál sem ratað hafa í fjölmiðla. Það má ef til vill leiða líkur að því að löggjafinn hafi metið það sem svo að betri innsýn og þekking kennara og skólastjórnenda á því réttarumhverfi sem í hlut á hverju sinni getur skipt sköpum fyrir farsæla úrlausn mála. Námsefni um réttarumhverfi skóla sem sniðið er að þörfum kennara hefur hingað til ekki verið til. Lögfræðiþjónusta Hafnarfjarðar hefur hins vegar nýverið sett saman greinargóð námskeið sem veita kennurum og skólastjórnendum á mismunandi skólastigum góða yfirsýn yfir helstu lög og reglugerðir sem hafa þarf að leiðarljósi í skólastarfi. Ég vona að námskeiðin nýtist sem flestum og stuðli að farsælli úrlausn ýmissa mála sem upp kunna að koma í skólastarfi. Höfundur er lögmaður hjá Lögfræðiþjónustu Hafnarfjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Starfsumhverfi skóla hefur breyst hratt á undanförnum árum. Við sjáum þess glögga mynd í fjölmiðlum. Í síauknum mæli birtast okkur fréttir um mál úr skólastarfi sem eru lagalegs eðlis. Oft á tíðum vekja þessar fréttir furðu okkar. Fréttir um skólastarf hreyfa við okkur enda tilheyrum við mörg skólasamfélaginu með einhverjum hætti eða höfum að minnsta kosti tilheyrt því á einhverjum tímapunkti, ýmist sem nemendur, foreldrar eða starfsfólk skóla. Sagt er að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Sú fullyrðing endurspeglast í lögum um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Þannig njóta aðilar skólasamfélagsins ýmissa réttinda og á þeim hvílir ábyrgð og skyldur. Eðli málsins samkvæmt birtist ábyrgð þessara aðila með mismunandi hætti eftir því um hvaða skólastig ræðir en stafar það meðal annars af því að ábyrgð nemenda eykst í samræmi við hækkandi aldur og aukinn þroska. Í mörg horn að líta Kennarar og skólastjórnendur hafa greint frá því að sú birtingarmynd skólastarfs sem við sjáum í fjölmiðlum eigi sér samsvörun innan veggja skólanna. Þannig þarf oftar en áður aðkomu lögfræðinga og dómstóla vegna mála sem koma upp í skólastarfi. Það má spyrja sig hvort ástæðan fyrir því geti verið sú að réttarumhverfi menntastofnana er að mörgu leyti mjög flókið og það er í mörg horn að líta þegar það reynir á regluverkið? Því er ef til vill eðlilegt að þau sem telja sig hlunnfarin í skólastarfi leiti til löglærðra aðila við slíkar kringumstæður. Fjórtán reglur og reglugerðir En þá er spurt, hvað er svona flókið við réttarumhverfið? Eru þetta ekki bara lög um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla? Vissulega erum við með lög um hvert skólastig. Með þessum lögum eru aðilum skólasamfélagsins tryggð ýmis réttindi og lagðar á þá margskonar skyldur. Í lögunum má einnig finna ýmis atriði sem eru framkvæmdarlegs eðlis, svo sem um ráðningu starfsfólks o.fl. Þá er einkennandi fyrir menntalöggjöfina að það hefur verið settur fjöldinn allur af reglugerðum og reglum sem eru á víð og dreif. Ef við tökum til að mynda lög um grunnskóla sem dæmi að þá eru nú í gildi 14 reglur og reglugerðir sem settar hafa verið á grundvelli laganna. Með þessum reglum og reglugerðum er kveðið á um ýmis réttindi og skyldur aðila skólasamfélagsins. Þar er m.a. fjallað um hvernig skólaakstri skal háttað, skólagöngu fósturbarna, stuðning við nemendur með sérþarfir og heimakennslu. Að auki ber að nefna að nemendur leik- og grunnskóla, auk flestra nemenda menntaskóla eru börn. Því þarf skólastarf að taka mið af þeim réttindum sem börnum eru tryggð auk almennra laga sem gilda á Íslandi. Má meðal annars nefna bann við mismunun, rétt barns til lífs og þroska og rétt þess til að láta skoðanir sínar í ljós. Þegar lög á sviði menntamála eru framkvæmd þá þarf ætíð að huga að því að barn njóti þeirra réttinda sem stjórnarskrá, almenn lög og alþjóðasáttmálar tryggja því og öll úrræði sem skólar grípa til verða að stefna að því að vernda þessi réttindi barna. Þekking á menntarétti getur skipt sköpum Til samræmis við þetta breytta starfsumhverfi hefur löggjafinn með lögum um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda, nr. 95/2019, gert þá kröfu að kennarar og skólastjórnendur hafi þekkingu á þeim lögum og reglum sem gilda á því skólastigi sem þeir starfa á. Varðandi skólastjórnendur hefur löggjafinn enn fremur gert þá kröfu að þeir hafi þekkingu á öðrum lögum, reglugerðum og opinberum fyrirmælum sem varða skólastarf og hæfni til að leiða skólastarf í samræmi við markmið og ákvæði laga. Ljóst er að með aukinni þekkingu kennara og skólastjórnenda á réttarsviðinu hefði mátt koma í veg fyrir mörg mál sem ratað hafa í fjölmiðla. Það má ef til vill leiða líkur að því að löggjafinn hafi metið það sem svo að betri innsýn og þekking kennara og skólastjórnenda á því réttarumhverfi sem í hlut á hverju sinni getur skipt sköpum fyrir farsæla úrlausn mála. Námsefni um réttarumhverfi skóla sem sniðið er að þörfum kennara hefur hingað til ekki verið til. Lögfræðiþjónusta Hafnarfjarðar hefur hins vegar nýverið sett saman greinargóð námskeið sem veita kennurum og skólastjórnendum á mismunandi skólastigum góða yfirsýn yfir helstu lög og reglugerðir sem hafa þarf að leiðarljósi í skólastarfi. Ég vona að námskeiðin nýtist sem flestum og stuðli að farsælli úrlausn ýmissa mála sem upp kunna að koma í skólastarfi. Höfundur er lögmaður hjá Lögfræðiþjónustu Hafnarfjarðar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun