HM í handbolta: Senegal sótti óvænt stig og Brasilía tryggði sig áfram Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. desember 2023 18:45 Soukeina Sagna fagnar stiginu sem Senegal sótti Björn Larsson Rosvall / epa-efe Fjórir leikir fóru fram nú síðdegis á Heimsmeistaramótinu í handbolta. Senegal sótti óvænt úrslit gegn Króatíu, Grænland mátti lúta í lægra haldi gegn gríðarsterku liði Suður-Kóreu, Rúmenía og Brasilía fóru svo létt með sína leiki. Senegal er meðal þátttökuþjóða í annað sinn, þær tóku þátt á HM 2019 í Japan, misstu af HM 2021 á Spáni og voru meðal síðustu þjóða að tryggja sér sæti á mótið í ár. Þær mættu Króötum sem hafa verið á mikilli uppsveiflu síðastliðin og enduðu til dæmis í 3. sæti á EM 2020 og komust á HM 2021 í fyrsta sinn í tíu ár. Senegalirnir leiddu óvænt með tveimur mörkum í hálfleik og enduðu á því að gera 22-22 jafntefli. Grænland hefur einnig notið aukinnar velgengi upp á síðkastið og voru mættar í annað sinn á HM, síðast tóku þær þátt árið 2021. Þær eru ríkjandi N-Ameríku meistarar og kepptu við ríkjandi Asíumeistara, Suður-Kóreu. Þær grænlensku áttu því miður ekki roð í þær kóresku. Þegar fyrri hálfleik lauk var staðan 15-6, betur gekk í seinni hálfleiknum en niðurstaðan varð engu að síður ellefu marka tap. Rúmenía lagði svo Síle að velli með 25 mörkum. Þetta var í annað sinn sem landsliðin mætast í handbolta. Síðast vann Rúmeníu 51-17 í riðlakeppni HM 2009. Í G riðli hófst svo önnur umferð með 46-15 sigri Brasilíu á Kasakhstan, þær brasilísku unnu fyrsta leik sinn gegn Úrúgvæ á fimmtudag og eru búnar að tryggja sig áfram upp úr riðlinum. Króatía - Senegal 22-22 S-Kórea - Grænland 27-16 Rúmenía - Síle 44-19 Kasakhstan - Brasilía 15-46 Næsti leikur Íslands á mótinu verður á morgun klukkan 17:00 gegn ríkjandi Ólympíumeisturum Frakklands. Vísir fylgir stelpunum okkar vel eftir fram að leik og færir allar helstu fregnir frá Stafangri. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir Keðjureyktu á meðan stelpurnar fóru í viðtöl: „Auðvitað furðulegt“ Leikmenn franska kvennalandsliðsins í handbolta tóku sér reykpásu hver á eftir annarri á meðan leikmenn Íslands sinntu viðtölum við fjölmiðla. Liðin deila hóteli í Stafangri. 1. desember 2023 13:30 Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 30-24 | Hetjuleg barátta dugði ekki til Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola sex marka tap er liðið mætti Slóvenum í fyrsta leik liðsins á HM í tólf ár. Lokatölur 30-24, en íslensku stelpurnar voru hársbreidd frá því að snúa leiknum sér í vil eftir afar erfiða byrjun. 30. nóvember 2023 18:47 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Senegal er meðal þátttökuþjóða í annað sinn, þær tóku þátt á HM 2019 í Japan, misstu af HM 2021 á Spáni og voru meðal síðustu þjóða að tryggja sér sæti á mótið í ár. Þær mættu Króötum sem hafa verið á mikilli uppsveiflu síðastliðin og enduðu til dæmis í 3. sæti á EM 2020 og komust á HM 2021 í fyrsta sinn í tíu ár. Senegalirnir leiddu óvænt með tveimur mörkum í hálfleik og enduðu á því að gera 22-22 jafntefli. Grænland hefur einnig notið aukinnar velgengi upp á síðkastið og voru mættar í annað sinn á HM, síðast tóku þær þátt árið 2021. Þær eru ríkjandi N-Ameríku meistarar og kepptu við ríkjandi Asíumeistara, Suður-Kóreu. Þær grænlensku áttu því miður ekki roð í þær kóresku. Þegar fyrri hálfleik lauk var staðan 15-6, betur gekk í seinni hálfleiknum en niðurstaðan varð engu að síður ellefu marka tap. Rúmenía lagði svo Síle að velli með 25 mörkum. Þetta var í annað sinn sem landsliðin mætast í handbolta. Síðast vann Rúmeníu 51-17 í riðlakeppni HM 2009. Í G riðli hófst svo önnur umferð með 46-15 sigri Brasilíu á Kasakhstan, þær brasilísku unnu fyrsta leik sinn gegn Úrúgvæ á fimmtudag og eru búnar að tryggja sig áfram upp úr riðlinum. Króatía - Senegal 22-22 S-Kórea - Grænland 27-16 Rúmenía - Síle 44-19 Kasakhstan - Brasilía 15-46 Næsti leikur Íslands á mótinu verður á morgun klukkan 17:00 gegn ríkjandi Ólympíumeisturum Frakklands. Vísir fylgir stelpunum okkar vel eftir fram að leik og færir allar helstu fregnir frá Stafangri.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir Keðjureyktu á meðan stelpurnar fóru í viðtöl: „Auðvitað furðulegt“ Leikmenn franska kvennalandsliðsins í handbolta tóku sér reykpásu hver á eftir annarri á meðan leikmenn Íslands sinntu viðtölum við fjölmiðla. Liðin deila hóteli í Stafangri. 1. desember 2023 13:30 Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 30-24 | Hetjuleg barátta dugði ekki til Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola sex marka tap er liðið mætti Slóvenum í fyrsta leik liðsins á HM í tólf ár. Lokatölur 30-24, en íslensku stelpurnar voru hársbreidd frá því að snúa leiknum sér í vil eftir afar erfiða byrjun. 30. nóvember 2023 18:47 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Keðjureyktu á meðan stelpurnar fóru í viðtöl: „Auðvitað furðulegt“ Leikmenn franska kvennalandsliðsins í handbolta tóku sér reykpásu hver á eftir annarri á meðan leikmenn Íslands sinntu viðtölum við fjölmiðla. Liðin deila hóteli í Stafangri. 1. desember 2023 13:30
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 30-24 | Hetjuleg barátta dugði ekki til Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola sex marka tap er liðið mætti Slóvenum í fyrsta leik liðsins á HM í tólf ár. Lokatölur 30-24, en íslensku stelpurnar voru hársbreidd frá því að snúa leiknum sér í vil eftir afar erfiða byrjun. 30. nóvember 2023 18:47
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni