Rodrygo segir Real Madrid banna honum að ræða rifrildið við Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2023 14:46 Lionel Messi og Rodrygo rifust aðeins fyrir leikinn. Getty/Buda Mendes Brasilíski knattspyrnumaðurinn Rodrygo segir að Real Madrid hafi þvertekið fyrir það að hann ræði uppákomu í leik Brasilíu og Argentínu í síðasta landsliðsglugga. Argentína sótti þá 1-0 sigur á Maracana leikvanginn í Ríó þar sem Nicolas Otamendi skoraði eina mark leiksins. #LoMásLeído Lío entre Messi y Rodrygo tras los incidentes del Maracaná https://t.co/d2lOeCB2xD— MARCA (@marca) November 23, 2023 Mikið gekk á fyrir leik þegar lögreglan gekk hart fram í að bæla niður ólæti í stuðningsmönnum argentínska liðsins. Argentínska liðið gekk af velli eftir þjóðsöngvana til að reyna að róa hlutina og leiknum seinkaði um hálftíma. Eftir að argentínska liðið kom úr klefanum þá lenti hinum 22 ára gamla leikmanni Real Madrid saman við Lionel Messi. Samkvæmt fréttum að utan þá sagði Rodrygo við Messi: „Þið hegðið ykkur eins og hugleysingjar, viljið þið ekki spila leikinn?“ Messi á að hafa svarað: „Við erum heimsmeistarar, hvernig erum við hugleysingjar? Passaðu hvað þú segir.“ Le preguntan a Rodrygo por su problema con Messi y responde esto @jigochoa pic.twitter.com/SHEr5szbGB— MARCA (@marca) November 29, 2023 Rodrygo og Messi hættu fljótlega rifrildinu og leikurinn fór í gang. Rodrygo var spurður út í atvikið af blaðamönnum í vikunni. „Ég get ekki talað um þetta atvik. Real Madrid leyfir mér það ekki,“ sagði Rodrygo en Marca segir frá. Rodrygo hefur nú skorað í þremur síðustu leikjum Real í Meistaradeildinni og alls átta mörk í öllum keppnum á tímabilinu. Hann er með fimm mörk og fjórar stoðsendingar í fjórtán leikjum í spænsku deildinni. View this post on Instagram A post shared by FootballJOE (@footballjoe) HM 2026 í fótbolta Argentína Brasilía Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Argentína sótti þá 1-0 sigur á Maracana leikvanginn í Ríó þar sem Nicolas Otamendi skoraði eina mark leiksins. #LoMásLeído Lío entre Messi y Rodrygo tras los incidentes del Maracaná https://t.co/d2lOeCB2xD— MARCA (@marca) November 23, 2023 Mikið gekk á fyrir leik þegar lögreglan gekk hart fram í að bæla niður ólæti í stuðningsmönnum argentínska liðsins. Argentínska liðið gekk af velli eftir þjóðsöngvana til að reyna að róa hlutina og leiknum seinkaði um hálftíma. Eftir að argentínska liðið kom úr klefanum þá lenti hinum 22 ára gamla leikmanni Real Madrid saman við Lionel Messi. Samkvæmt fréttum að utan þá sagði Rodrygo við Messi: „Þið hegðið ykkur eins og hugleysingjar, viljið þið ekki spila leikinn?“ Messi á að hafa svarað: „Við erum heimsmeistarar, hvernig erum við hugleysingjar? Passaðu hvað þú segir.“ Le preguntan a Rodrygo por su problema con Messi y responde esto @jigochoa pic.twitter.com/SHEr5szbGB— MARCA (@marca) November 29, 2023 Rodrygo og Messi hættu fljótlega rifrildinu og leikurinn fór í gang. Rodrygo var spurður út í atvikið af blaðamönnum í vikunni. „Ég get ekki talað um þetta atvik. Real Madrid leyfir mér það ekki,“ sagði Rodrygo en Marca segir frá. Rodrygo hefur nú skorað í þremur síðustu leikjum Real í Meistaradeildinni og alls átta mörk í öllum keppnum á tímabilinu. Hann er með fimm mörk og fjórar stoðsendingar í fjórtán leikjum í spænsku deildinni. View this post on Instagram A post shared by FootballJOE (@footballjoe)
HM 2026 í fótbolta Argentína Brasilía Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira