Rodrygo segir Real Madrid banna honum að ræða rifrildið við Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2023 14:46 Lionel Messi og Rodrygo rifust aðeins fyrir leikinn. Getty/Buda Mendes Brasilíski knattspyrnumaðurinn Rodrygo segir að Real Madrid hafi þvertekið fyrir það að hann ræði uppákomu í leik Brasilíu og Argentínu í síðasta landsliðsglugga. Argentína sótti þá 1-0 sigur á Maracana leikvanginn í Ríó þar sem Nicolas Otamendi skoraði eina mark leiksins. #LoMásLeído Lío entre Messi y Rodrygo tras los incidentes del Maracaná https://t.co/d2lOeCB2xD— MARCA (@marca) November 23, 2023 Mikið gekk á fyrir leik þegar lögreglan gekk hart fram í að bæla niður ólæti í stuðningsmönnum argentínska liðsins. Argentínska liðið gekk af velli eftir þjóðsöngvana til að reyna að róa hlutina og leiknum seinkaði um hálftíma. Eftir að argentínska liðið kom úr klefanum þá lenti hinum 22 ára gamla leikmanni Real Madrid saman við Lionel Messi. Samkvæmt fréttum að utan þá sagði Rodrygo við Messi: „Þið hegðið ykkur eins og hugleysingjar, viljið þið ekki spila leikinn?“ Messi á að hafa svarað: „Við erum heimsmeistarar, hvernig erum við hugleysingjar? Passaðu hvað þú segir.“ Le preguntan a Rodrygo por su problema con Messi y responde esto @jigochoa pic.twitter.com/SHEr5szbGB— MARCA (@marca) November 29, 2023 Rodrygo og Messi hættu fljótlega rifrildinu og leikurinn fór í gang. Rodrygo var spurður út í atvikið af blaðamönnum í vikunni. „Ég get ekki talað um þetta atvik. Real Madrid leyfir mér það ekki,“ sagði Rodrygo en Marca segir frá. Rodrygo hefur nú skorað í þremur síðustu leikjum Real í Meistaradeildinni og alls átta mörk í öllum keppnum á tímabilinu. Hann er með fimm mörk og fjórar stoðsendingar í fjórtán leikjum í spænsku deildinni. View this post on Instagram A post shared by FootballJOE (@footballjoe) HM 2026 í fótbolta Argentína Brasilía Mest lesið Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Fleiri fréttir Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Sjá meira
Argentína sótti þá 1-0 sigur á Maracana leikvanginn í Ríó þar sem Nicolas Otamendi skoraði eina mark leiksins. #LoMásLeído Lío entre Messi y Rodrygo tras los incidentes del Maracaná https://t.co/d2lOeCB2xD— MARCA (@marca) November 23, 2023 Mikið gekk á fyrir leik þegar lögreglan gekk hart fram í að bæla niður ólæti í stuðningsmönnum argentínska liðsins. Argentínska liðið gekk af velli eftir þjóðsöngvana til að reyna að róa hlutina og leiknum seinkaði um hálftíma. Eftir að argentínska liðið kom úr klefanum þá lenti hinum 22 ára gamla leikmanni Real Madrid saman við Lionel Messi. Samkvæmt fréttum að utan þá sagði Rodrygo við Messi: „Þið hegðið ykkur eins og hugleysingjar, viljið þið ekki spila leikinn?“ Messi á að hafa svarað: „Við erum heimsmeistarar, hvernig erum við hugleysingjar? Passaðu hvað þú segir.“ Le preguntan a Rodrygo por su problema con Messi y responde esto @jigochoa pic.twitter.com/SHEr5szbGB— MARCA (@marca) November 29, 2023 Rodrygo og Messi hættu fljótlega rifrildinu og leikurinn fór í gang. Rodrygo var spurður út í atvikið af blaðamönnum í vikunni. „Ég get ekki talað um þetta atvik. Real Madrid leyfir mér það ekki,“ sagði Rodrygo en Marca segir frá. Rodrygo hefur nú skorað í þremur síðustu leikjum Real í Meistaradeildinni og alls átta mörk í öllum keppnum á tímabilinu. Hann er með fimm mörk og fjórar stoðsendingar í fjórtán leikjum í spænsku deildinni. View this post on Instagram A post shared by FootballJOE (@footballjoe)
HM 2026 í fótbolta Argentína Brasilía Mest lesið Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Fleiri fréttir Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Sjá meira