Hvernig hefur aukin fræðsla áhrif á ungmenni? Vigdis Kristin Rohleder skrifar 2. desember 2023 09:01 Fræðsla getur þjónað sem öflugt tæki í baráttu gegn ofbeldi, einkum kynbundnu ofbeldi hjá ungmennum. Með aukinni fræðslu er hægt að efla vitund, stuðla að jafnrétti, þróa gagnrýna hugsun og miðla þekkingu og tilheyrandi verkfærum sem þarf til að skapa öruggara samfélag. Fræðsla getur veitt ungmennum þekkingu og upplýsingar um mikilvægi jafnréttis kynjanna þar sem öll kyn njóta góðs af kynjajafnrétti. Skólar geta staðið að herferðum til að hjálpa nemendum að skilja og gera grein fyrir mismunandi tegundum kynbundins ofbeldis. Nemendur sem skilja og skynja valdbeitingu geta betur staðið gegn henni. Fræðsla ýtir undir gagnrýna hugsun sem gerir einstaklingum kleift að efast um samfélagsleg viðmið og ögra skaðlegum viðhorfum sem viðhalda kynbundnu ofbeldi. Gagnrýnin hugsun getur gert nemendum kleift að greina og fyrirbyggja grunnorsakir kynbundins ofbeldis og stuðlað að upplýstara samfélagi þar sem samkennd er ríkjandi. Með aukinni kynfræðslu geta nemendur lært um samþykki og grundvallaratriði heilbrigðra samskipta. Með því að efla jákvæð gildi í samböndum hjálpar fræðsla að skapa menningu sem hafnar neikvæðri hegðun og ýtir undir virðingu og skilning. Með aukinni þjálfun kennara og starfsfólks getum við bætt stuðningsnet þolenda. Með bættum viðbrögðum kennara og starfsmanna þegar tilkynning um ofbeldi á sér stað geta ungmenni frekar treyst á að þau fái þá aðstoð sem þau þurfa. Ungmenni sem fá fræðslu um virðingarfull sambönd eru líklegri til að bera þessi gildi inn í sín fullorðinsár og slíta vítahring ofbeldis sem hefur fylgt kynslóð eftir kynslóð. Með því að kenna ágreinings- og samskiptafærni stuðlar fræðsla að því að skapa samfélag sem metur athafnir án ofbeldis til að leysa deilur. Í samfélaginu í dag eru í gangi ýmis átök og herferðir sem miða að því að binda enda á kyndbundið ofbeldi en til að skilaboðin nái til allra ungmenna þarf að miðla þeim á stærra sviði. Við krefjumst aukinnar fræðslu í skólum, aukinna (virðingarfullra) umræðna og að stofnanir samfélagsins grípi til frekari aðgerða til að binda enda á ofbeldi, einkum kynbundið ofbeldi. Látum fræðslu ekki vera val heldur skyldu til að byggja upp öruggt umhverfi. Með bættri fræðslu getur komandi kynslóð stuðlað að bættu samfélagi. Höfundur er varaforseti ungmennaráðs UN Women á Íslandi. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fræðsla getur þjónað sem öflugt tæki í baráttu gegn ofbeldi, einkum kynbundnu ofbeldi hjá ungmennum. Með aukinni fræðslu er hægt að efla vitund, stuðla að jafnrétti, þróa gagnrýna hugsun og miðla þekkingu og tilheyrandi verkfærum sem þarf til að skapa öruggara samfélag. Fræðsla getur veitt ungmennum þekkingu og upplýsingar um mikilvægi jafnréttis kynjanna þar sem öll kyn njóta góðs af kynjajafnrétti. Skólar geta staðið að herferðum til að hjálpa nemendum að skilja og gera grein fyrir mismunandi tegundum kynbundins ofbeldis. Nemendur sem skilja og skynja valdbeitingu geta betur staðið gegn henni. Fræðsla ýtir undir gagnrýna hugsun sem gerir einstaklingum kleift að efast um samfélagsleg viðmið og ögra skaðlegum viðhorfum sem viðhalda kynbundnu ofbeldi. Gagnrýnin hugsun getur gert nemendum kleift að greina og fyrirbyggja grunnorsakir kynbundins ofbeldis og stuðlað að upplýstara samfélagi þar sem samkennd er ríkjandi. Með aukinni kynfræðslu geta nemendur lært um samþykki og grundvallaratriði heilbrigðra samskipta. Með því að efla jákvæð gildi í samböndum hjálpar fræðsla að skapa menningu sem hafnar neikvæðri hegðun og ýtir undir virðingu og skilning. Með aukinni þjálfun kennara og starfsfólks getum við bætt stuðningsnet þolenda. Með bættum viðbrögðum kennara og starfsmanna þegar tilkynning um ofbeldi á sér stað geta ungmenni frekar treyst á að þau fái þá aðstoð sem þau þurfa. Ungmenni sem fá fræðslu um virðingarfull sambönd eru líklegri til að bera þessi gildi inn í sín fullorðinsár og slíta vítahring ofbeldis sem hefur fylgt kynslóð eftir kynslóð. Með því að kenna ágreinings- og samskiptafærni stuðlar fræðsla að því að skapa samfélag sem metur athafnir án ofbeldis til að leysa deilur. Í samfélaginu í dag eru í gangi ýmis átök og herferðir sem miða að því að binda enda á kyndbundið ofbeldi en til að skilaboðin nái til allra ungmenna þarf að miðla þeim á stærra sviði. Við krefjumst aukinnar fræðslu í skólum, aukinna (virðingarfullra) umræðna og að stofnanir samfélagsins grípi til frekari aðgerða til að binda enda á ofbeldi, einkum kynbundið ofbeldi. Látum fræðslu ekki vera val heldur skyldu til að byggja upp öruggt umhverfi. Með bættri fræðslu getur komandi kynslóð stuðlað að bættu samfélagi. Höfundur er varaforseti ungmennaráðs UN Women á Íslandi. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar