„Held að það veiki klárlega stöðu Eriks ten Hag“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. desember 2023 09:00 Erik ten Hag er á sínu öðru tímabili sem knattspyrnustjóri Manchester United. getty/BSR Agency Aron Jóhannsson og Ólafur Kristjánsson segja að það veiki stöðu Eriks ten Hag, knattspyrnustjóra Manchester United, hversu slakir leikmennirnir sem hann hefur fengið til liðsins hafa verið. United missti tvisvar niður tveggja marka forskot þegar liðið sótti Galatasaray heim í Meistaradeild Evrópu í fyrradag. Leikar fóru 3-3 og United er á botni A-riðils með einungis fjögur stig. André Onana, markvörður United, gerði afdrifarík mistök í leiknum í Istanbúl og hefur verið afar mistækur í Meistaradeildinni í vetur. Aðrir leikmenn sem Ten Hag hefur fengið til United hafa heldur ekki slegið í gegn. Aron segir að sú staðreynd veiki stöðu Ten Hags. „Alveg klárlega. Maður sér bara að margir leikmenn sem hann hefur fengið eru lánsmenn sem eru að koma og fara. Svo keypti hann Antony á hátt í hundrað milljónir, Onana á 50-60 milljónir og [Sofyan] Amrabat sem er ekki búinn að vera góður,“ sagði Aron í Meistaradeildarmörkunum. „Þessir tveir leikmenn sem hann er búinn að kaupa á svona rosalega mikinn pening, Antony og Onana, þurfa bara að standa sig. Þegar þú kemur inn í United á svona upphæð, sérstaklega markvörður, áttu ekki að fá 1-2 ár til reyna að verða góður. Þú átt bara að standa þig strax. Það er það sem maður býst við í United.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Man. Utd. Ólafur tók undir orð Arons. „Ég held að það veiki klárlega stöðu Eriks ten Hag. En það sem gerist líka, sem er ekkert sérstaklega gott fyrir Manchester United og stuðningsmenn þeirra er að fókusinn á það sem er raunverulega að fjarlægist það og yfir á þetta, bæði leikmannakaupin hjá Ten Hag og frammistöðu Onanas,“ sagði Ólafur. „En það er alveg ljóst að það er miklu meira og stærra að hjá Manchester United heldur en að Ten Hag hafi ekki hitt á rétta leikmenn.“ Umræðuna um Manchester United má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu Arsenal í stuði, klúður Man. United og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Það vantaði svo sannarlega ekki mörkin í leiki Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og nú er hægt að sjá öll mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. 30. nóvember 2023 08:00 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
United missti tvisvar niður tveggja marka forskot þegar liðið sótti Galatasaray heim í Meistaradeild Evrópu í fyrradag. Leikar fóru 3-3 og United er á botni A-riðils með einungis fjögur stig. André Onana, markvörður United, gerði afdrifarík mistök í leiknum í Istanbúl og hefur verið afar mistækur í Meistaradeildinni í vetur. Aðrir leikmenn sem Ten Hag hefur fengið til United hafa heldur ekki slegið í gegn. Aron segir að sú staðreynd veiki stöðu Ten Hags. „Alveg klárlega. Maður sér bara að margir leikmenn sem hann hefur fengið eru lánsmenn sem eru að koma og fara. Svo keypti hann Antony á hátt í hundrað milljónir, Onana á 50-60 milljónir og [Sofyan] Amrabat sem er ekki búinn að vera góður,“ sagði Aron í Meistaradeildarmörkunum. „Þessir tveir leikmenn sem hann er búinn að kaupa á svona rosalega mikinn pening, Antony og Onana, þurfa bara að standa sig. Þegar þú kemur inn í United á svona upphæð, sérstaklega markvörður, áttu ekki að fá 1-2 ár til reyna að verða góður. Þú átt bara að standa þig strax. Það er það sem maður býst við í United.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Man. Utd. Ólafur tók undir orð Arons. „Ég held að það veiki klárlega stöðu Eriks ten Hag. En það sem gerist líka, sem er ekkert sérstaklega gott fyrir Manchester United og stuðningsmenn þeirra er að fókusinn á það sem er raunverulega að fjarlægist það og yfir á þetta, bæði leikmannakaupin hjá Ten Hag og frammistöðu Onanas,“ sagði Ólafur. „En það er alveg ljóst að það er miklu meira og stærra að hjá Manchester United heldur en að Ten Hag hafi ekki hitt á rétta leikmenn.“ Umræðuna um Manchester United má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu Arsenal í stuði, klúður Man. United og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Það vantaði svo sannarlega ekki mörkin í leiki Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og nú er hægt að sjá öll mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. 30. nóvember 2023 08:00 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Sjáðu Arsenal í stuði, klúður Man. United og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Það vantaði svo sannarlega ekki mörkin í leiki Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og nú er hægt að sjá öll mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. 30. nóvember 2023 08:00