Hvergerðingar undrast yfirlýsingar nágranna sinna um virkjun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. nóvember 2023 11:45 Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar í Hveragerði, bendir á að málið snúist um Reykjadal, svæði þar sem fari tugþúsundir ferðamanna um á hverju ári. Vísir/Vilhelm/Getty Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar undrast hálýstar yfirlýsingar í fjölmiðlum um virkjanaáform í Ölfusdal og samstarf Orkuveitu Reykjavíkur, Sveitarfélagsins Ölfuss og Títans, án nokkurs samráðs eða aðkomu Hveragerðisbæjar. Forseti bæjarstjórnar segir áformin skerða lífsgæði, regluverkið sé þannig að bærinn hafi í raun ekkert um þetta að segja. Bæjarstjórnin lýsir undrun sinni í samhljóða bókun á bæjarstjórnarfundi. Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, segir í samtali við Vísi að fulltrúar meiri-og minnihluta hafi verið sammála í málinu. Eins og Vísir greindi frá í gær tilkynntu Orkuveita Reykjavíkur, sveitarfélagið Ölfus og Títan um áform um að sækja sameiginlega um rannsóknarleyfi með samstarf um nýtingu jarðhita í Ölfusdal í huga. Skrifað var undir viljayfirlýsingu þess efnis á blaðamannafundi. Furðulegt að fara af stað Í bókun bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar kemur fram að Ölfusdalur sé að stærstum hluta í Hveragerði og að minnihluta í Ölfusi. Furðulegt sé að fara af stað með slík áform án þess að bærinn eigi aðkomu að málinu. „Því ljóst sé að virkjanaframkvæmdir munu hafa mest áhrif á íbúa Hveragerðisbæjar. Í þessu samhengi má nefna a þau óþægindi sem íbúar Hveragerðis og nágrennis hafa orðið af borholum á Hellisheiði, með aukinni jarðskjálftavirkni vegna niðurdælingar, loftmengun og hávaðamengun sem berst íbúum þegar borholurnar eru látnar blása.“ Útivistarperla Þá segir bæjarstjórn í bókun sinni að í Ölfusdal sé að finna fjölbreytta aðstöðu til útvistar og íþrótta. Þar megi nefna golfvöll, knattspyrnuvöll, sviflínu og gönguleiðir. „Í undirbúningi er frekari uppbygging í Ölfusdal í þágu útivistar og nálægðar við náttúruna. Umræður og ákvarðanir um virkjanir í og við náttúrperlur eins og Ölfusdal, og í næsta nágrenni við íbúabyggð, eru því mál sem þarf að vanda sérstaklega vel til og hafa víðtækt samráð við íbúa og ferðaþjónustuaðila.“ Fram kemur að bærinn leggist gegn því að rannsóknarleyfi verði veitt í Ölfusdal fyrr en náið og eðlilegt samráð verði haft við sveitarfélagið og íbúa þess. Því er beint til OR, Títan og Ölfuss auk stjórnvalda að tryggja aðkomu Hveragerðisbæjar að öllum áformum um virkjanaframkvæmdir í Ölfusdal verði áður en nokkrar ákvarðanir verða teknar um rannsóknarleyfi eða framkvæmdir. Örstutt frá byggð í Hveragerði Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, segir í samtali við Vísi að full samstaða hafi verið í bókuninni um málið. Minnihluti D-lista hafi einnig greitt henni atkvæði. „Það voru allir sammála þessu og það eru allir mjög hissa á þessum vinnubrögðum,“ segir Njörður. Hvernig munuð þið beita ykkur í málinu? „Þetta er svolítið skrítin staða vegna þess að Hveragerði er umlykið Ölfusi og Ölfusdalur þar sem þau vilja virkja er bæði í Ölfusi og Hveragerði. Þannig að áin sem rennur í gegnum dalinn skiptir sveitarfélögunum. Ölfus og Orkuveitan, Títan hefur í hyggju að fara að virkja Ölfus megin.“ Njörður segir alveg ljóst að um sé að ræða mikla náttúruperlu. Þar fari tugþúsundir ferðamanna upp í Reykjadal á hverju ári. „Og þetta er tvo kílómetra frá ystu byggð í Hveragerði. Regluverkið er þannig að Hveragerði hefur í raun og veru ekkert um þetta að segja. Þannig að þessir aðilar fara bara af stað án þess að spyrja okkur. Þeir spyrja okkur ekki álits. Það er málið og þetta hefur áhrif á okkar lífsgæði og við viljum ráða því hvað verður í okkar næsta nágrenni.“ Orkumál Hveragerði Ölfus Jarðhiti Sveitarstjórnarmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Bæjarstjórnin lýsir undrun sinni í samhljóða bókun á bæjarstjórnarfundi. Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, segir í samtali við Vísi að fulltrúar meiri-og minnihluta hafi verið sammála í málinu. Eins og Vísir greindi frá í gær tilkynntu Orkuveita Reykjavíkur, sveitarfélagið Ölfus og Títan um áform um að sækja sameiginlega um rannsóknarleyfi með samstarf um nýtingu jarðhita í Ölfusdal í huga. Skrifað var undir viljayfirlýsingu þess efnis á blaðamannafundi. Furðulegt að fara af stað Í bókun bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar kemur fram að Ölfusdalur sé að stærstum hluta í Hveragerði og að minnihluta í Ölfusi. Furðulegt sé að fara af stað með slík áform án þess að bærinn eigi aðkomu að málinu. „Því ljóst sé að virkjanaframkvæmdir munu hafa mest áhrif á íbúa Hveragerðisbæjar. Í þessu samhengi má nefna a þau óþægindi sem íbúar Hveragerðis og nágrennis hafa orðið af borholum á Hellisheiði, með aukinni jarðskjálftavirkni vegna niðurdælingar, loftmengun og hávaðamengun sem berst íbúum þegar borholurnar eru látnar blása.“ Útivistarperla Þá segir bæjarstjórn í bókun sinni að í Ölfusdal sé að finna fjölbreytta aðstöðu til útvistar og íþrótta. Þar megi nefna golfvöll, knattspyrnuvöll, sviflínu og gönguleiðir. „Í undirbúningi er frekari uppbygging í Ölfusdal í þágu útivistar og nálægðar við náttúruna. Umræður og ákvarðanir um virkjanir í og við náttúrperlur eins og Ölfusdal, og í næsta nágrenni við íbúabyggð, eru því mál sem þarf að vanda sérstaklega vel til og hafa víðtækt samráð við íbúa og ferðaþjónustuaðila.“ Fram kemur að bærinn leggist gegn því að rannsóknarleyfi verði veitt í Ölfusdal fyrr en náið og eðlilegt samráð verði haft við sveitarfélagið og íbúa þess. Því er beint til OR, Títan og Ölfuss auk stjórnvalda að tryggja aðkomu Hveragerðisbæjar að öllum áformum um virkjanaframkvæmdir í Ölfusdal verði áður en nokkrar ákvarðanir verða teknar um rannsóknarleyfi eða framkvæmdir. Örstutt frá byggð í Hveragerði Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, segir í samtali við Vísi að full samstaða hafi verið í bókuninni um málið. Minnihluti D-lista hafi einnig greitt henni atkvæði. „Það voru allir sammála þessu og það eru allir mjög hissa á þessum vinnubrögðum,“ segir Njörður. Hvernig munuð þið beita ykkur í málinu? „Þetta er svolítið skrítin staða vegna þess að Hveragerði er umlykið Ölfusi og Ölfusdalur þar sem þau vilja virkja er bæði í Ölfusi og Hveragerði. Þannig að áin sem rennur í gegnum dalinn skiptir sveitarfélögunum. Ölfus og Orkuveitan, Títan hefur í hyggju að fara að virkja Ölfus megin.“ Njörður segir alveg ljóst að um sé að ræða mikla náttúruperlu. Þar fari tugþúsundir ferðamanna upp í Reykjadal á hverju ári. „Og þetta er tvo kílómetra frá ystu byggð í Hveragerði. Regluverkið er þannig að Hveragerði hefur í raun og veru ekkert um þetta að segja. Þannig að þessir aðilar fara bara af stað án þess að spyrja okkur. Þeir spyrja okkur ekki álits. Það er málið og þetta hefur áhrif á okkar lífsgæði og við viljum ráða því hvað verður í okkar næsta nágrenni.“
Orkumál Hveragerði Ölfus Jarðhiti Sveitarstjórnarmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira