Fjölmiðlamaður snýr sér að útförum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2023 10:18 Guðmundur Örn Jóhannsson ætlar að snúa sér að útfararþjónustu. Guðmundur Örn Jóhannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Torgi og sjónvarpsstjóri ÍNN, hefur ákveðið að kveðja fjölmiðlabransann í bili og snúa sér að útförum. Hann hefur gengið til liðs við Úfararstofu Íslands. Guðmundur var síðast framkvæmdastjóri sölu, markaðsmála og dagskrárgerðar hjá Torgi sem gaf út Fréttablaðið. Fyrirtækið varð gjaldþrota í vor og var útgáfu Fréttablaðsins hætt. „Eftir að hafa tekið mér gott frí í sumar eftir fjölmiðlabransann tók ég ákvörðun um að ganga til liðs við félaga minn Sverri Einarsson (Lelli) hjá Útfararstofu Íslands,“ segir Guðmundur Örn í færslu á Facebook. Sverrir og Guðmundur Örn eiga báðir sterka tengingu við knattspyrnuna. Sverrir var á sínum tíma formaður knattspyrnudeildar Fram en Guðmundur er faðir Jóhanns Berg Guðmundssonar, fyrirliða karlalandsliðsins í knattspyrnu. „Sverrir hefur sinnt útfararstjórn af alúð og fagmennsku í yfir 40 ár. Ég mun sinna framkvæmdastjórn auk þess að aðstoða við útfarir. Ég ber mikla virðingu fyrir þessu starfi en þar reynir á að vera til staðar fyrir aðstandendur á erfiðum tímum og halda utan um allan undirbúning er við kemur útför,“ segir Guðmundur Örn. „Ég mun sinna þessu starfi, með þá lífsreynslu sem ég hef úr lífi og starfi, af alúð og virðingu fyrir aðstandendum og hinum látna.“ Guðmundur Örn var á sínum tíma framkvæmdastjóri Landsbjargar og síðar sjónvarpsstjóri hjá ÍNN. Þar hætti hann eftir níu mánuði í starfi. Aðalástæða brotthvarfsins var sú að dóttir Guðmundar og sonur Ingva Hrafns Jónssonar, stofnanda stöðvarinnar, áttu í ástarsambandi. „Við töldum ekki vænlegt að tveir tengdapabbar væru að vinna saman en starfslok mín voru gerð í mesta bróðerni,“ sagði Guðmundur Örn á þeim tímamótum. Ingvi Hrafn tók við starfi sjónvarpsstjóra en útsendingum á stöðinni var svo hætt í nóvember 2017. Guðmundur Örn stofnaði síðar sjónvarpsstöðina Hringbraut með Sigmundi Erni Rúnarssyni og Sigurði K. Kolbeinssyni. Hann varð stjórnarformaður og var stærsti hluthafi í fjölmiðlafyrirtækinu sem sameinaðist Fréttablaðinu árið 2019. Fjölmiðlar Vistaskipti Kirkjugarðar Tengdar fréttir Framsókn, Sjálfstæðismenn og Viðreisn fengu umfjöllun með auglýsingakaupum Fjölmiðlanefnd er með til athugunar hvort Hringbraut hafi brotið gegn reglum um hlutlægni í fréttum og fréttatengdu efni með umfjöllun sinni um stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga. 2. maí 2017 07:00 Breytinga að vænta hjá ÍNN Nýr sjónvarpsstjóri segir aðstöðin verði tekin á næsta stig. 26. apríl 2014 13:31 Jón Svanberg verður framkvæmdastjóri Landsbjargar Jón Svanberg Hjartarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Jón hefur verið félagi í Björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri frá 1986 og sat í stjórn hennar frá 1989- 2002, þar af sem formaður 1996-2002. Hann var umsjónarmaður unglingadeildar sveitarinnar 1989-2003 og var kjörinn í stjórn SL árið 2011. 29. nóvember 2012 14:26 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Sjá meira
Guðmundur var síðast framkvæmdastjóri sölu, markaðsmála og dagskrárgerðar hjá Torgi sem gaf út Fréttablaðið. Fyrirtækið varð gjaldþrota í vor og var útgáfu Fréttablaðsins hætt. „Eftir að hafa tekið mér gott frí í sumar eftir fjölmiðlabransann tók ég ákvörðun um að ganga til liðs við félaga minn Sverri Einarsson (Lelli) hjá Útfararstofu Íslands,“ segir Guðmundur Örn í færslu á Facebook. Sverrir og Guðmundur Örn eiga báðir sterka tengingu við knattspyrnuna. Sverrir var á sínum tíma formaður knattspyrnudeildar Fram en Guðmundur er faðir Jóhanns Berg Guðmundssonar, fyrirliða karlalandsliðsins í knattspyrnu. „Sverrir hefur sinnt útfararstjórn af alúð og fagmennsku í yfir 40 ár. Ég mun sinna framkvæmdastjórn auk þess að aðstoða við útfarir. Ég ber mikla virðingu fyrir þessu starfi en þar reynir á að vera til staðar fyrir aðstandendur á erfiðum tímum og halda utan um allan undirbúning er við kemur útför,“ segir Guðmundur Örn. „Ég mun sinna þessu starfi, með þá lífsreynslu sem ég hef úr lífi og starfi, af alúð og virðingu fyrir aðstandendum og hinum látna.“ Guðmundur Örn var á sínum tíma framkvæmdastjóri Landsbjargar og síðar sjónvarpsstjóri hjá ÍNN. Þar hætti hann eftir níu mánuði í starfi. Aðalástæða brotthvarfsins var sú að dóttir Guðmundar og sonur Ingva Hrafns Jónssonar, stofnanda stöðvarinnar, áttu í ástarsambandi. „Við töldum ekki vænlegt að tveir tengdapabbar væru að vinna saman en starfslok mín voru gerð í mesta bróðerni,“ sagði Guðmundur Örn á þeim tímamótum. Ingvi Hrafn tók við starfi sjónvarpsstjóra en útsendingum á stöðinni var svo hætt í nóvember 2017. Guðmundur Örn stofnaði síðar sjónvarpsstöðina Hringbraut með Sigmundi Erni Rúnarssyni og Sigurði K. Kolbeinssyni. Hann varð stjórnarformaður og var stærsti hluthafi í fjölmiðlafyrirtækinu sem sameinaðist Fréttablaðinu árið 2019.
Fjölmiðlar Vistaskipti Kirkjugarðar Tengdar fréttir Framsókn, Sjálfstæðismenn og Viðreisn fengu umfjöllun með auglýsingakaupum Fjölmiðlanefnd er með til athugunar hvort Hringbraut hafi brotið gegn reglum um hlutlægni í fréttum og fréttatengdu efni með umfjöllun sinni um stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga. 2. maí 2017 07:00 Breytinga að vænta hjá ÍNN Nýr sjónvarpsstjóri segir aðstöðin verði tekin á næsta stig. 26. apríl 2014 13:31 Jón Svanberg verður framkvæmdastjóri Landsbjargar Jón Svanberg Hjartarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Jón hefur verið félagi í Björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri frá 1986 og sat í stjórn hennar frá 1989- 2002, þar af sem formaður 1996-2002. Hann var umsjónarmaður unglingadeildar sveitarinnar 1989-2003 og var kjörinn í stjórn SL árið 2011. 29. nóvember 2012 14:26 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Sjá meira
Framsókn, Sjálfstæðismenn og Viðreisn fengu umfjöllun með auglýsingakaupum Fjölmiðlanefnd er með til athugunar hvort Hringbraut hafi brotið gegn reglum um hlutlægni í fréttum og fréttatengdu efni með umfjöllun sinni um stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga. 2. maí 2017 07:00
Breytinga að vænta hjá ÍNN Nýr sjónvarpsstjóri segir aðstöðin verði tekin á næsta stig. 26. apríl 2014 13:31
Jón Svanberg verður framkvæmdastjóri Landsbjargar Jón Svanberg Hjartarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Jón hefur verið félagi í Björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri frá 1986 og sat í stjórn hennar frá 1989- 2002, þar af sem formaður 1996-2002. Hann var umsjónarmaður unglingadeildar sveitarinnar 1989-2003 og var kjörinn í stjórn SL árið 2011. 29. nóvember 2012 14:26