Þriðjungur landsliðsfólks hefur spilað leik þar sem úrslitum var líklega hagrætt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2023 07:31 Sander Sagosen og Filip Jicha er ekki sáttir með dómarann í leik með Kiel. Getty/Frank Molter Könnun skandinavísku sjónvarpsstöðvanna hefur nú opinberað sláandi niðurstöður þegar kemur að hagræðingu úrslita í handboltaleikjum. Ríkísjónvarpsstöðvarnar í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, NRK, SVT og DR, gerðu þessa könnun meðal landsliðsfólksins síns. Einn af hverjum þremur leikmönnum landsliða þjóðanna grunar að þau hafi spilað leik þar sem úrslitum var hagrætt. Tveir þriðju af þeim sem svöruðu játandi töldu enn fremur að þetta hafi gerst margoft í þeirra leikjum. Það er svo sem ekkert nýtt að menn hafi reynt að opinbera óheiðarlega dómara í handboltanum enda gömul saga og ný að dómgæsla í Evrópuleikjum hafi oft verið eins dómurum hafi hreinlega verið mútað. Það sem er athyglisvert við þessar niðurstöður er sú staðreynd að svo stór hluti af besta handboltafólki Norðurlanda hafi upplifað slíkt á eigin skinni. Norska ríkisútvarpið fjallar um málið og ræðir við landsliðsfólk sitt. „Þetta eru sjokkerandi niðurstöður,“ sagði Sander Sagosen, stærsta handboltastjarna Norðmanna þegar hann heyrði um niðurstöðurnar. 103 af landsliðsfólki Noregs, Svíþjóðar eða Danmerkur tóku þátt í könnuninni en næstum helmingur leikmanna sem hafa tekið þátt í stórmótum landsliða þjóðanna svöruðu. „Þetta er mikið áhyggjuefni. Þetta eru alls ekki góðar tölur fyrir okkar íþrótt og það er sorglegt að sjá þetta,“ sagði Sagosen en meiri en helmingur þeirra sem svöruðu játandi töluðu um grun um hagræðing úrslita á síðustu fjórum árum. Lotte Grigel hefur spilað fyrir danska landsliðið á átta stórmótum og leikið sem atvinnumaður í Rússlandi, Ungverjalandi og Frakklandi en hún setti skóna upp á hilluna árið 2021. „Þetta ætti ekki að vera vandamál sem við þurfum að ræða. Við ættum að vera örugg um það að það væri engin hagræðing úrslita í gangi í okkar íþrótt,“ sagði Grigel. Norska ríkisútvarpið ræddi við nokkra handboltastjörnur um þeirra upplifun en það má lesa fréttina hér. Handbolti Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Ríkísjónvarpsstöðvarnar í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, NRK, SVT og DR, gerðu þessa könnun meðal landsliðsfólksins síns. Einn af hverjum þremur leikmönnum landsliða þjóðanna grunar að þau hafi spilað leik þar sem úrslitum var hagrætt. Tveir þriðju af þeim sem svöruðu játandi töldu enn fremur að þetta hafi gerst margoft í þeirra leikjum. Það er svo sem ekkert nýtt að menn hafi reynt að opinbera óheiðarlega dómara í handboltanum enda gömul saga og ný að dómgæsla í Evrópuleikjum hafi oft verið eins dómurum hafi hreinlega verið mútað. Það sem er athyglisvert við þessar niðurstöður er sú staðreynd að svo stór hluti af besta handboltafólki Norðurlanda hafi upplifað slíkt á eigin skinni. Norska ríkisútvarpið fjallar um málið og ræðir við landsliðsfólk sitt. „Þetta eru sjokkerandi niðurstöður,“ sagði Sander Sagosen, stærsta handboltastjarna Norðmanna þegar hann heyrði um niðurstöðurnar. 103 af landsliðsfólki Noregs, Svíþjóðar eða Danmerkur tóku þátt í könnuninni en næstum helmingur leikmanna sem hafa tekið þátt í stórmótum landsliða þjóðanna svöruðu. „Þetta er mikið áhyggjuefni. Þetta eru alls ekki góðar tölur fyrir okkar íþrótt og það er sorglegt að sjá þetta,“ sagði Sagosen en meiri en helmingur þeirra sem svöruðu játandi töluðu um grun um hagræðing úrslita á síðustu fjórum árum. Lotte Grigel hefur spilað fyrir danska landsliðið á átta stórmótum og leikið sem atvinnumaður í Rússlandi, Ungverjalandi og Frakklandi en hún setti skóna upp á hilluna árið 2021. „Þetta ætti ekki að vera vandamál sem við þurfum að ræða. Við ættum að vera örugg um það að það væri engin hagræðing úrslita í gangi í okkar íþrótt,“ sagði Grigel. Norska ríkisútvarpið ræddi við nokkra handboltastjörnur um þeirra upplifun en það má lesa fréttina hér.
Handbolti Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni