Hönnun og smíði nýrrar Ölfusárbrúar boðin út Kristján Már Unnarsson skrifar 29. nóvember 2023 18:29 Teikning af nýrri Ölfusárbrú séð úr suðri. Ingólfsfjall í baksýn. Vegagerðin Vegagerðin hefur sent út útboðsgögn vegna hönnunar og smíði nýrrar Ölfusárbrúar til fimm fyrirtækja sem sóttu um að fá að taka þátt í útboðinu. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þann 12. mars næstkomandi. Áætlað er að verkinu ljúki haustið 2027, eftir fjögur ár. Í frétt Vegagerðarinnar kemur fram að alútboð brúargerðarinnar hafi verið auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu þann 3. mars síðastliðinn. Umsóknir hafi borist frá fimm þátttakendum og hafi þeir allir uppfyllt þau skilyrði sem sett voru í útboðsauglýsingunni og verið metnir hæfir. Verktakahóparnir fimm sem taka þátt í útboðinu.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Fyrirtækin eru: Hochtief, Þýskalandi; IHI, Japan; Ístak, Per Aarsleff og Freyssinet, Reykjavík; Puentes y Calzadas, Spáni; og ÞG verktakar ehf., Reykjavík. Markmiðið með framkvæmdunum segir Vegagerðin að auka umferðarrýmd, aðskilja akstursstefnur og bæta umferðaröryggi. Framkvæmdaleyfi fékkst frá sveitarfélaginu Árborg og Flóahreppi í september síðastliðnum að lokinni grenndarkynningu þar sem engar athugasemdir bárust. Stöð 2 fjallaði um útboðið í apríl í vor í frétt sem sjá má hér: Brúin verður 330 metra löng stagbrú með 60 metra háum turni á Efri-Laugardælaeyju. Brúargólf verður 19 metra breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum aksturstefnum ásamt göngu- og hjólaleið. Einnig er gert ráð fyrir göngu- og hjólaleið undir brúna á báðum árbökkum. Brúin séð úr suðaustri.Vegagerðin Með brúnni færist hringvegurinn út fyrir þéttbýlið á Selfossi og fylgir verkinu að leggja nýjan 3,7 kílómetra langan kafla hringvegarins og um einn kílómetra af öðrum tveggja akreina vegum. Gera þarf ný vegamót við hringveginn austan Selfoss, undirgöng fyrir gangandi, hjólandi og hestamenn ásamt undirgöngum fyrir bíla og gangandi. Einnig er gert ráð fyrir lögnum veitufyrirtækja. Teikningin sýnir hvernig hringvegurinn færist austur fyrir Selfoss með nýjum slaufugatnamótum.Vegagerðin Vegagerðin segir að með þessari framkvæmd styttist hringvegurinn um 1,2 kílómetra og ferðatími styttist að lágmarki um fjórar til fimm mínútur. Einnig muni greiðast úr þeim umferðarteppum sem oft hafi skapast við gömlu Ölfusárbrúna. Gert sé ráð fyrir að umferð þyngri ökutækja verði ekki leyfð á gömlu brúnni þegar sú nýja hafi verið tekin í notkun. Ný Ölfusárbrú Árborg Flóahreppur Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Vegtollar Tengdar fréttir Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni vilja smíða Ölfusárbrú Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni eru í hópi þeirra sem óskuðu formlega eftir því í dag að fá að smíða nýja Ölfusárbrú við Selfoss. Vegagerðin stefnir að því að klára verksamning fyrir loks árs. 18. apríl 2023 22:00 Forval verktaka að hefjast vegna nýrrar Ölfusárbrúar Forval vegna smíði nýrrar Ölfusárbrúar verður auglýst í janúar og er stefnt að því að framkvæmdir hefjist síðla næsta árs. Brúarsmíðin verður þó talsvert seinna á ferðinni en búið var að lofa kjósendum. 30. desember 2022 06:00 Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Í frétt Vegagerðarinnar kemur fram að alútboð brúargerðarinnar hafi verið auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu þann 3. mars síðastliðinn. Umsóknir hafi borist frá fimm þátttakendum og hafi þeir allir uppfyllt þau skilyrði sem sett voru í útboðsauglýsingunni og verið metnir hæfir. Verktakahóparnir fimm sem taka þátt í útboðinu.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Fyrirtækin eru: Hochtief, Þýskalandi; IHI, Japan; Ístak, Per Aarsleff og Freyssinet, Reykjavík; Puentes y Calzadas, Spáni; og ÞG verktakar ehf., Reykjavík. Markmiðið með framkvæmdunum segir Vegagerðin að auka umferðarrýmd, aðskilja akstursstefnur og bæta umferðaröryggi. Framkvæmdaleyfi fékkst frá sveitarfélaginu Árborg og Flóahreppi í september síðastliðnum að lokinni grenndarkynningu þar sem engar athugasemdir bárust. Stöð 2 fjallaði um útboðið í apríl í vor í frétt sem sjá má hér: Brúin verður 330 metra löng stagbrú með 60 metra háum turni á Efri-Laugardælaeyju. Brúargólf verður 19 metra breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum aksturstefnum ásamt göngu- og hjólaleið. Einnig er gert ráð fyrir göngu- og hjólaleið undir brúna á báðum árbökkum. Brúin séð úr suðaustri.Vegagerðin Með brúnni færist hringvegurinn út fyrir þéttbýlið á Selfossi og fylgir verkinu að leggja nýjan 3,7 kílómetra langan kafla hringvegarins og um einn kílómetra af öðrum tveggja akreina vegum. Gera þarf ný vegamót við hringveginn austan Selfoss, undirgöng fyrir gangandi, hjólandi og hestamenn ásamt undirgöngum fyrir bíla og gangandi. Einnig er gert ráð fyrir lögnum veitufyrirtækja. Teikningin sýnir hvernig hringvegurinn færist austur fyrir Selfoss með nýjum slaufugatnamótum.Vegagerðin Vegagerðin segir að með þessari framkvæmd styttist hringvegurinn um 1,2 kílómetra og ferðatími styttist að lágmarki um fjórar til fimm mínútur. Einnig muni greiðast úr þeim umferðarteppum sem oft hafi skapast við gömlu Ölfusárbrúna. Gert sé ráð fyrir að umferð þyngri ökutækja verði ekki leyfð á gömlu brúnni þegar sú nýja hafi verið tekin í notkun.
Ný Ölfusárbrú Árborg Flóahreppur Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Vegtollar Tengdar fréttir Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni vilja smíða Ölfusárbrú Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni eru í hópi þeirra sem óskuðu formlega eftir því í dag að fá að smíða nýja Ölfusárbrú við Selfoss. Vegagerðin stefnir að því að klára verksamning fyrir loks árs. 18. apríl 2023 22:00 Forval verktaka að hefjast vegna nýrrar Ölfusárbrúar Forval vegna smíði nýrrar Ölfusárbrúar verður auglýst í janúar og er stefnt að því að framkvæmdir hefjist síðla næsta árs. Brúarsmíðin verður þó talsvert seinna á ferðinni en búið var að lofa kjósendum. 30. desember 2022 06:00 Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni vilja smíða Ölfusárbrú Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni eru í hópi þeirra sem óskuðu formlega eftir því í dag að fá að smíða nýja Ölfusárbrú við Selfoss. Vegagerðin stefnir að því að klára verksamning fyrir loks árs. 18. apríl 2023 22:00
Forval verktaka að hefjast vegna nýrrar Ölfusárbrúar Forval vegna smíði nýrrar Ölfusárbrúar verður auglýst í janúar og er stefnt að því að framkvæmdir hefjist síðla næsta árs. Brúarsmíðin verður þó talsvert seinna á ferðinni en búið var að lofa kjósendum. 30. desember 2022 06:00
Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent