Samkvæmt tölum frá Hagstofunni hækkaði vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í nóvember 2023, um 0,38 prósent frá fyrri mánuði.
Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkar um 0,04 prósent milli mánaða og mælist verðbólgan þar nú 7,2 prósent.
Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 2,1 prósent (áhrif á vísitöluna 0,40 prósent). Verð á flugfargjöldum til útlanda lækkaði um 12,8 prósent (-0,23 prósent).
Á vef Hagstofunnar má sjá að ef litið sé til einstakra undirliða vísitölu neysluverðs má sjá að liðurinn „Matur og drykkjarvörur“ hafi hækkað mest, eða um 11,1 prósent á síðustu tólf mánuðum. Næstmest er hækkunin í húsnæðisliðnum (Húsnæði, hiti og rafmagn), 10,5 prósent, og „Hótel og veitingastaðir), 10 prósent.