Grindavíkurhöfn dýpri og mikill hugur í hafnarstjóranum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. nóvember 2023 22:27 Fáir bátar voru eftir í Grindavíkurhöfn föstudaginn 10. nóvember þegar bærinn var rýmdur. Vísir/Vilhelm Grindavíkurhöfn hefur dýpkað eftir jarðhræringar undanfarinna vikna. Bryggjurnar hafa sigið um tuttugu til þrjátíu sentímetra. Hafnarstjóri segir höfnina geta verið viðkvæmari fyrir flóðum en segir dýpkunina líka hafa ýmsa kosti í för með sér. Tekið verður á móti fyrsta skipi til löndunar síðan að bærinn var rýmdur á morgun. „Landið allt saman hefur sigið þannig að væntanlega hefur botninn undir höfninni líka sigið. Við sjáum það bara á sjávarfallamælum,“ segir Sigurður Arnar Kristmundsson, hafnarstjóri í Grindavík, í samtali við Vísi. Eins og greint hefur verið frá er atvinnustarfsemi hægt og bítandi að hefjast að nýju í bænum. „Við teljum það alveg öruggt. Síðan hafa bryggjurnar líka sigið um tuttugu til þrjátíu sentímetra sirka við síðustu mælingar, það á eftir að mæla þetta aftur. Þetta er bara hluti af þessu landsigi öllu. Ég held það sé skárra að hún sígi frekar en rísi og grynnki þá ekki.“ Hvaða þýðingu hefur þessi dýpkun fyrir ykkur? „Það gæti verið að höfnin verði eilítið viðkvæmari fyrir sjávarflóðum seinna meir. En það þýðir líka að skip geti verið með meiri djúpristu heldur en áður. Það er svona góða fréttin í þessu. Við þurfum ekki að dýpka með dýrum kostnaði þessa þrjátíu sentímetra að minnsta kosti, ef að það er það er að segja. Þetta er allt með þessum fyrirvörum, ef og hefði og allt þetta.“ Fyrsta löndunin í langan tíma þjóðhátíð fyrir höfnina Á morgun er von á fyrsta skipinu til löndunar í Grindavíkurhöfn þegar Sturla GK 12 mætir í fyrramálið. „Það er ágætis frétt líka. Hún er væntanleg á morgun klukkan 07, á sama tíma og almannavarnir hafa gefið heimild til. Hún hendir inn sínum afla og verður líklega farin um hádegið.“ Sigurður segir að vonandi sé um að ræða merki um það að allt sé hægt og bítandi að komast í eðlilegt horf, eftir að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn. „Þetta er bara þjóðhátíðardagur fyrir höfnina. Þetta er mjög ánægjulegt. Fyrirtækin eru búin að bretta upp ermarnar og það er svo mikill kraftur og svona ákveðni. Núna er baráttan um að halda í fólkið, aðeins að róa sig. Það er bara þvílíkur hugur í fólki og það er alveg frábært að sjá hvað fyrirtækin eru öflug. Það er svona temmileg bjartsýn í gangi, maður reynir að stilla væntingunum í hóf líka.“ Grindavík Sjávarútvegur Hafnarmál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
„Landið allt saman hefur sigið þannig að væntanlega hefur botninn undir höfninni líka sigið. Við sjáum það bara á sjávarfallamælum,“ segir Sigurður Arnar Kristmundsson, hafnarstjóri í Grindavík, í samtali við Vísi. Eins og greint hefur verið frá er atvinnustarfsemi hægt og bítandi að hefjast að nýju í bænum. „Við teljum það alveg öruggt. Síðan hafa bryggjurnar líka sigið um tuttugu til þrjátíu sentímetra sirka við síðustu mælingar, það á eftir að mæla þetta aftur. Þetta er bara hluti af þessu landsigi öllu. Ég held það sé skárra að hún sígi frekar en rísi og grynnki þá ekki.“ Hvaða þýðingu hefur þessi dýpkun fyrir ykkur? „Það gæti verið að höfnin verði eilítið viðkvæmari fyrir sjávarflóðum seinna meir. En það þýðir líka að skip geti verið með meiri djúpristu heldur en áður. Það er svona góða fréttin í þessu. Við þurfum ekki að dýpka með dýrum kostnaði þessa þrjátíu sentímetra að minnsta kosti, ef að það er það er að segja. Þetta er allt með þessum fyrirvörum, ef og hefði og allt þetta.“ Fyrsta löndunin í langan tíma þjóðhátíð fyrir höfnina Á morgun er von á fyrsta skipinu til löndunar í Grindavíkurhöfn þegar Sturla GK 12 mætir í fyrramálið. „Það er ágætis frétt líka. Hún er væntanleg á morgun klukkan 07, á sama tíma og almannavarnir hafa gefið heimild til. Hún hendir inn sínum afla og verður líklega farin um hádegið.“ Sigurður segir að vonandi sé um að ræða merki um það að allt sé hægt og bítandi að komast í eðlilegt horf, eftir að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn. „Þetta er bara þjóðhátíðardagur fyrir höfnina. Þetta er mjög ánægjulegt. Fyrirtækin eru búin að bretta upp ermarnar og það er svo mikill kraftur og svona ákveðni. Núna er baráttan um að halda í fólkið, aðeins að róa sig. Það er bara þvílíkur hugur í fólki og það er alveg frábært að sjá hvað fyrirtækin eru öflug. Það er svona temmileg bjartsýn í gangi, maður reynir að stilla væntingunum í hóf líka.“
Grindavík Sjávarútvegur Hafnarmál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira