Segir aukna eftirspurn eftir fituflutningsaðgerðum í kinnum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. nóvember 2023 19:16 Þórdís segir ólíklegt að aðgerð sem gengur út á að fjarlægja fitu úr kinnum fari í tísku. Sýn Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir hjá læknahúsinu Dea Medica segist finna fyrir talsverðri aukningu lýtaaðgerða sem ganga út á að fjarlægja brjóstapúða og setja eigin fitu í staðinn. Þá furðar hún sig á aukinni eftirspurn eftir aðgerðum sem ganga út á að fjarlægja fitu úr kinnum. Þórdís var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir algengt að konur verði þreyttar á því að vera með púða í brjóstunum. „Þá getur eigin fita komið í staðinn og ég tala nú ekki um ef það er einhver auka fita annars staðar eins og á maga eða á mjöðmum eða lærum,“ segir Þórdís. Þegar púðar eru teknir verður að hennar sögn oft tómarúm og þá komi svokölluð lipofilling eða fitufylling til greina. „Þá tekur maður fitu á einum stað og hreinsar hana og einangrar og setur í brjóstin í staðinn.“ Hvernig bregst líkaminn við svona tilfærslu? „Þú getur ekki bara tekið púðann og sett inn í sama holrúm. Þú þarft að koma þessu fyrir á víð og dreif þannig að fitunni líði vel. Og það er takmörkum háð hvað maður getur sett mikið, sérstaklega ef brjóstvefurinn er ekki mikill.“ Þá segir hún heppilegt ef einungis 20 prósent af fituvefnum rýrni þegar honum er komið fyrir í brjóstum. Ekki öll fitan lifi flutninginn af. Fitan í kynnunum sú fyrsta til að fara Aðspurð segist Þórdís hafa tekið eftir aukinni eftirspurn eftir aðgerðum sem ganga út á að taka fitu úr kinnum. „Ég held að þessi aðgerð verði aldrei, eins og maður myndi segja, í tísku.“ Hún segir aðgerðina alls ekki áhættulausa, í kinnum séu æðar og taugar sem eru mikilvægar. „Enn þessi fita er sú fita sem kannski fer fyrst þegar maður eldist og léttist. Þannig að, af hverju vill fólk verða svona kinnfiskasogið? Maður spyr sig,“ segir Þórdís. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Lýtalækningar Heilbrigðismál Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Þórdís var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir algengt að konur verði þreyttar á því að vera með púða í brjóstunum. „Þá getur eigin fita komið í staðinn og ég tala nú ekki um ef það er einhver auka fita annars staðar eins og á maga eða á mjöðmum eða lærum,“ segir Þórdís. Þegar púðar eru teknir verður að hennar sögn oft tómarúm og þá komi svokölluð lipofilling eða fitufylling til greina. „Þá tekur maður fitu á einum stað og hreinsar hana og einangrar og setur í brjóstin í staðinn.“ Hvernig bregst líkaminn við svona tilfærslu? „Þú getur ekki bara tekið púðann og sett inn í sama holrúm. Þú þarft að koma þessu fyrir á víð og dreif þannig að fitunni líði vel. Og það er takmörkum háð hvað maður getur sett mikið, sérstaklega ef brjóstvefurinn er ekki mikill.“ Þá segir hún heppilegt ef einungis 20 prósent af fituvefnum rýrni þegar honum er komið fyrir í brjóstum. Ekki öll fitan lifi flutninginn af. Fitan í kynnunum sú fyrsta til að fara Aðspurð segist Þórdís hafa tekið eftir aukinni eftirspurn eftir aðgerðum sem ganga út á að taka fitu úr kinnum. „Ég held að þessi aðgerð verði aldrei, eins og maður myndi segja, í tísku.“ Hún segir aðgerðina alls ekki áhættulausa, í kinnum séu æðar og taugar sem eru mikilvægar. „Enn þessi fita er sú fita sem kannski fer fyrst þegar maður eldist og léttist. Þannig að, af hverju vill fólk verða svona kinnfiskasogið? Maður spyr sig,“ segir Þórdís. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Lýtalækningar Heilbrigðismál Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira